Þökk sé formanninum sprungu allir úr hlátri í KR-klefanum þrátt fyrir 7-0 tap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 13:01 Kristinn Kjærnested segir frá glímu sína við hurðina. S2 Sport Kristinn Kjærnested, fyrrum formaður Knattspyrnudeildar KR, var nýjasti gestur Henry Birgis Gunnarssonar í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Henry Birgir sóttist eftir að fá eina góða sögu frá Kristni og hann klikkaði ekki á einni góðri klefasögu úr KR. „Það var ein skemmtileg. Hún var kannski ekki skemmtileg fyrir mig en var skemmtileg fyrir alla aðra sem urðu vitni af henni. Það var þessi leikur á móti HJK Helsinki,“ sagði Kristinn Kjærnested en KR tapaði þá 7-0 í fyrri leik sínum í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí 2012. „Ég hafði þá reglu að ég fór alltaf inn í klefa eftir alla leiki og tók í höndina á leikmönnum. Ég sagði aldrei neitt ef við töpuðum því þá var það ekki tími til að tjá sig. Menn eru hundfúlir. Þessir strákar og þessar stelpur vita það alveg ef að árangurinn er ekki eins og hann á að vera þá eru allir hundfúlir,“ sagði Kristinn. Klippa: Foringjarnir: Klefasagan um glímuna við hurðina á KR-klefanum „Þarna var mér alveg nóg boðið í Helsinki eftir 7-0 tap. Ég fór inn klefa og byrjaði á því að taka í höndina á þeim en bað síðan um orðið og sagði að þetta væri óásættanlegt fyrir klúbb eins og KR. Að gera þarna gjörsamlega í brækurnar og að við höfum verið heppnir að leikurinn var ekki í beinni útsendingu,“ sagði Kristinn. „Þegar ég er búinn með þessa ræðu þá ætlaði ég að fara út úr klefanum. Tek í hurðarhúninn en þá var þetta einhvern veginn öðruvísi í Helsinki því þú þurftir að lyfta honum upp. Ég fatta það ekki og það var hundur í mér og ég hamaðist á hurðinni,“ sagði Kristinn. „Ég komst út fyrir rest og við skulum segja að ég hafi lokað henni hressilega. Í eina skiptið nota bene. Þegar ég er kominn út og búinn að skella hurðinni þá heyri ég bara einn mesta hlátur á ævinni í klefanum. Það gjörsamlega sprungu allir. Eftir áhyggja þá var þetta mjög skemmtilegt,“ sagði Kristinn. Það má sjá hann segja frá þessu hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Henry Birgir sóttist eftir að fá eina góða sögu frá Kristni og hann klikkaði ekki á einni góðri klefasögu úr KR. „Það var ein skemmtileg. Hún var kannski ekki skemmtileg fyrir mig en var skemmtileg fyrir alla aðra sem urðu vitni af henni. Það var þessi leikur á móti HJK Helsinki,“ sagði Kristinn Kjærnested en KR tapaði þá 7-0 í fyrri leik sínum í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí 2012. „Ég hafði þá reglu að ég fór alltaf inn í klefa eftir alla leiki og tók í höndina á leikmönnum. Ég sagði aldrei neitt ef við töpuðum því þá var það ekki tími til að tjá sig. Menn eru hundfúlir. Þessir strákar og þessar stelpur vita það alveg ef að árangurinn er ekki eins og hann á að vera þá eru allir hundfúlir,“ sagði Kristinn. Klippa: Foringjarnir: Klefasagan um glímuna við hurðina á KR-klefanum „Þarna var mér alveg nóg boðið í Helsinki eftir 7-0 tap. Ég fór inn klefa og byrjaði á því að taka í höndina á þeim en bað síðan um orðið og sagði að þetta væri óásættanlegt fyrir klúbb eins og KR. Að gera þarna gjörsamlega í brækurnar og að við höfum verið heppnir að leikurinn var ekki í beinni útsendingu,“ sagði Kristinn. „Þegar ég er búinn með þessa ræðu þá ætlaði ég að fara út úr klefanum. Tek í hurðarhúninn en þá var þetta einhvern veginn öðruvísi í Helsinki því þú þurftir að lyfta honum upp. Ég fatta það ekki og það var hundur í mér og ég hamaðist á hurðinni,“ sagði Kristinn. „Ég komst út fyrir rest og við skulum segja að ég hafi lokað henni hressilega. Í eina skiptið nota bene. Þegar ég er kominn út og búinn að skella hurðinni þá heyri ég bara einn mesta hlátur á ævinni í klefanum. Það gjörsamlega sprungu allir. Eftir áhyggja þá var þetta mjög skemmtilegt,“ sagði Kristinn. Það má sjá hann segja frá þessu hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira