„Þau eru bara áhorfendur og áhorfendur öskra“ Atli Arason skrifar 8. desember 2021 23:22 Ásta Júlía Grímsdóttir. Vísir/Andri Marinó Ásta Júlía Grímsdóttir, leikmaður Vals, var sátt með nauman sigur í Keflavík eftir framlengdan leik, 74-79. „Ég er ótrúlega ánægð með okkur. Þær ná að koma til baka eftir að við vorum eitthvað í kringum tíu stigum yfir, þær eru með lið sem eru gott í því að koma til baka. Ég er mjög ánægð með okkur að við héldum áfram að berjast og náðum þessu að lokum,“ sagði Ásta í viðtali við Vísi eftir leik. Ásta lenti snemma í villuvandræðum en hún náði þó að klára leikinn með fjórar villur. Ásta var hvað mest ánægð með baráttu andann í lið Vals í gegnum allan leikinn. „Við vorum að berjast. Ég lendi í villuvandræðum strax í byrjun með þrjár villur eftir þrjár mínútur, við samt höldum bara áfram. Við vorum með lítið lið inn á og allir að berjast. Við náðum endalaust að taka fráköst og ýta þeim út.“ Valskonur voru yfir meira og minna allan leikinn áður en það kemur að fjórða leikhluta, þar sem Keflvíkingar ná að vinna sig inn í leikinn og knýja fram framlengingu. Ásta telur að Valur hafi ekki misst leikinn frá sér heldur hafi Keflvíkingar einfaldlega verið betri í fjórða leikhluta. „Ég er ekkert viss um að við séum að missa leikinn frá okkur, þær eru bara að setja skotin sín. Þær eru með þannig lið að þær geta sett ótrúleg skot. Við þurfum kannski að vera aðeins meira með hendurnar í andlitinu á þeim. Þær fengu reyndar aðeins of opin 'cut' undir körfunni og það telur allt.“ Í fyrsta leikhluta sló þögn á salinn á einum tímapunkti en þá heyrðist hátt og skýrt í Grími Atlasyni, faðir Ástu, öskra á Aðalstein dómara að dómgæslan hafi ekki verið í samræmi við það sem tveir hafi rætt sín á milli einhverju áður. Ásta var þó lítið að kippa sér yfir látunum úr stúkunni, en hún segir eðlilegt að áhorfendur láti í sér heyra og foreldrar hennar eru þar ekki undanskilin. „Þau eru bara áhorfendur og áhorfendur öskra. Keflvíkingarnir í stúkunni voru öskrandi allan tíman líka. Þetta er bara hitinn í leiknum, það er mjög erfitt að sitja í stúkunni að horfa og geta ekki haft nein áhrif á leikinn, maður þekkir það alveg sjálfur þannig ég skil þau vel.“ Næsti leikur Íslandsmeistara Vals er gegn bikarmeisturum Hauka. Ásta segir að Valskonur þurfi að halda áfram á sömu vegferð til að sækja stigin tvö gegn bikarmeisturunum. „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum að gera, spila góða vörn, tala vel saman og halda áfram að berjast,“ sagði Ásta Júlía Grímsdóttir, leikmaður Vals. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægð með okkur. Þær ná að koma til baka eftir að við vorum eitthvað í kringum tíu stigum yfir, þær eru með lið sem eru gott í því að koma til baka. Ég er mjög ánægð með okkur að við héldum áfram að berjast og náðum þessu að lokum,“ sagði Ásta í viðtali við Vísi eftir leik. Ásta lenti snemma í villuvandræðum en hún náði þó að klára leikinn með fjórar villur. Ásta var hvað mest ánægð með baráttu andann í lið Vals í gegnum allan leikinn. „Við vorum að berjast. Ég lendi í villuvandræðum strax í byrjun með þrjár villur eftir þrjár mínútur, við samt höldum bara áfram. Við vorum með lítið lið inn á og allir að berjast. Við náðum endalaust að taka fráköst og ýta þeim út.“ Valskonur voru yfir meira og minna allan leikinn áður en það kemur að fjórða leikhluta, þar sem Keflvíkingar ná að vinna sig inn í leikinn og knýja fram framlengingu. Ásta telur að Valur hafi ekki misst leikinn frá sér heldur hafi Keflvíkingar einfaldlega verið betri í fjórða leikhluta. „Ég er ekkert viss um að við séum að missa leikinn frá okkur, þær eru bara að setja skotin sín. Þær eru með þannig lið að þær geta sett ótrúleg skot. Við þurfum kannski að vera aðeins meira með hendurnar í andlitinu á þeim. Þær fengu reyndar aðeins of opin 'cut' undir körfunni og það telur allt.“ Í fyrsta leikhluta sló þögn á salinn á einum tímapunkti en þá heyrðist hátt og skýrt í Grími Atlasyni, faðir Ástu, öskra á Aðalstein dómara að dómgæslan hafi ekki verið í samræmi við það sem tveir hafi rætt sín á milli einhverju áður. Ásta var þó lítið að kippa sér yfir látunum úr stúkunni, en hún segir eðlilegt að áhorfendur láti í sér heyra og foreldrar hennar eru þar ekki undanskilin. „Þau eru bara áhorfendur og áhorfendur öskra. Keflvíkingarnir í stúkunni voru öskrandi allan tíman líka. Þetta er bara hitinn í leiknum, það er mjög erfitt að sitja í stúkunni að horfa og geta ekki haft nein áhrif á leikinn, maður þekkir það alveg sjálfur þannig ég skil þau vel.“ Næsti leikur Íslandsmeistara Vals er gegn bikarmeisturum Hauka. Ásta segir að Valskonur þurfi að halda áfram á sömu vegferð til að sækja stigin tvö gegn bikarmeisturunum. „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum að gera, spila góða vörn, tala vel saman og halda áfram að berjast,“ sagði Ásta Júlía Grímsdóttir, leikmaður Vals. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það Sjá meira