Bauð ríkisstjórnina velkomna á heimaleik Íslands á Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2021 09:00 Henry Birgir Gunnarsson, Hannes S. Jónsson, Vanda Sigurgeirsdóttir og Ásmundur Einar Daðason við Pallborðið í gær. Vísir/Vilhelm Íþróttahreyfingin hefur lengi kallað eftir nýjum þjóðarleikvöngum og í vetur er svo komið að íslenska karlalandsliðið í körfubolta neyðist til að spila leiki á útivelli sem fara áttu fram á Íslandi. Formaður KKÍ bauð ríkisstjórninni á „heimaleik“ á Ítalíu í febrúar, í Pallborðinu í gær. Ísland hefur um árabil verið á undanþágu hjá alþjóðasamböndum til að spila í Laugardalshöll í undankeppnum stórmóta í körfubolta og handbolta. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þolinmæði FIBA sé á þrotum og þegar að ekki var hægt að spila í Laugardalshöll vegna vatnsskemmda voru skilaboðin einföld: Engin höll á Íslandi uppfyllir kröfur FIBA. „Mönnum finnst þetta bara skrýtið, að við getum ekki gert þetta. Það er það sem FIBA segir. Það er ekki til neitt hús eins og staðan er akkúrat í dag,“ sagði Hannes í Pallborðinu í gær, þar sem íþróttamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, voru einnig. Klippa: Pallborðið - Hannes bauð ráðherra til Ítalíu Ekki er ljóst hvenær hægt verður að keppa í íþróttum að nýju í Laugardalshöll en það verður tæplega fyrr en næsta vor eða sumar. Karlalandsliðið í körfubolta varð að skipta við Rússa á heimaleik, og spila í Pétursborg í síðasta mánuði í stað þess að spila á Íslandi. Vonir standa til þess að hægt verði að mæta Rússum í Laugardalshöll næsta sumar. Í febrúar eru hins vegar tveir leikir á dagskrá gegn Ítalíu sem allt útlit er fyrir að þurfi báðir að fara fram á Ítalíu. „Auðvitað erum við öll að vinna í því að eitthvað geti gerst, en því miður stefnir í það að við séum að fara að spila tvo leiki á útivelli við Ítalíu í lok febrúar, þegar við ættum að eiga heimaleik og útileik við Ítalíu. Það verður bara gaman að fá ráðherra og ríkisstjórn og fleiri til að mæta á heimaleikinn okkar á Ítalíu,“ segir Hannes. Pallborðið Handbolti Körfubolti Nýr þjóðarleikvangur Ný þjóðarhöll Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Leik lokið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Sjá meira
Ísland hefur um árabil verið á undanþágu hjá alþjóðasamböndum til að spila í Laugardalshöll í undankeppnum stórmóta í körfubolta og handbolta. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þolinmæði FIBA sé á þrotum og þegar að ekki var hægt að spila í Laugardalshöll vegna vatnsskemmda voru skilaboðin einföld: Engin höll á Íslandi uppfyllir kröfur FIBA. „Mönnum finnst þetta bara skrýtið, að við getum ekki gert þetta. Það er það sem FIBA segir. Það er ekki til neitt hús eins og staðan er akkúrat í dag,“ sagði Hannes í Pallborðinu í gær, þar sem íþróttamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, voru einnig. Klippa: Pallborðið - Hannes bauð ráðherra til Ítalíu Ekki er ljóst hvenær hægt verður að keppa í íþróttum að nýju í Laugardalshöll en það verður tæplega fyrr en næsta vor eða sumar. Karlalandsliðið í körfubolta varð að skipta við Rússa á heimaleik, og spila í Pétursborg í síðasta mánuði í stað þess að spila á Íslandi. Vonir standa til þess að hægt verði að mæta Rússum í Laugardalshöll næsta sumar. Í febrúar eru hins vegar tveir leikir á dagskrá gegn Ítalíu sem allt útlit er fyrir að þurfi báðir að fara fram á Ítalíu. „Auðvitað erum við öll að vinna í því að eitthvað geti gerst, en því miður stefnir í það að við séum að fara að spila tvo leiki á útivelli við Ítalíu í lok febrúar, þegar við ættum að eiga heimaleik og útileik við Ítalíu. Það verður bara gaman að fá ráðherra og ríkisstjórn og fleiri til að mæta á heimaleikinn okkar á Ítalíu,“ segir Hannes.
Pallborðið Handbolti Körfubolti Nýr þjóðarleikvangur Ný þjóðarhöll Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Leik lokið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Sjá meira