Dýralæknirinn stefnir á að verða Evrópumeistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2021 08:31 Kristín Þórhallsdóttir vann brons á sínu fyrsta stórmóti og stefnir á gull á EM sem hefst í dag. vísir/vilhelm Kristín Þórhallsdóttir, dýralæknir frá Laugalandi í Stafholtstungum, ætlar sér að verða Evrópumeistari í kraftlyftingum. Keppni á EM í klassískum kraftlyftingum hefst í Vesterås í Svíþjóð í dag. Ísland sendir fimm keppendur til leiks: Hilmar Símonarson, Birgit Rós Becker, Viktor Samúelsson, Aron Friðrik Georgsson og Kristínu. Sú síðastnefnda keppir í -84 kg flokki á sunnudaginn og ætlar sér Evrópumeistaratitilinn. „Að sjálfsögðu stefni ég þangað og líka að halda eftir góðum árangri frá HM, bæta mig og ná því út sem ég náði ekki alveg á HM. Það voru aðeins háleitari markmið þar sem mig langar að ná út núna og það er Evrópumetið í samanlögðu sem ég stefni á að ná,“ sagði Kristín í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Kristín fékk bronsverðlaun á HM í september en það var hennar fyrsta stórmót. Hún lyfti samtals 552,5 kg og var aðeins fimm kg frá silfurverðlaunum. Kristín bætti Íslandsmetin í öllum greinunum, hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu, og bætti sinn persónulega árangur um 12,5 kg. Kristín jafnaði einnig Evrópumetinu í hnébeygju, 217,5 kg og þá er hún aðeins fimm kg frá Evrópumetinu í samanlögðu. Klippa: Sportpakkinn - Kristín stefnir á að verða Evrópumeistari Kristín segist vera í góðu formi eftir stífar æfingar að undanförnu. „Ég er í nokkuð góðu standi. Örlítil meiðsli tóku sig upp í öxlinni sem hafa aðeins truflað mig í bekkpressunni. En grunnurinn er góður og ég hef ekki stórvægilegar áhyggjur af því. Mínar sterkustu greinar eru hnébeygjan og réttstöðulyftan. Það er bara að ná gildum bekk með,“ sagði Kristín sem er skráð hæst í sínum flokki á EM, eða með 552,5 kg í samanlögðu. Kristín segir að gróskan í íslenskum kraftlyftingum sé mikil, ekki síst í kvennaflokki, en öflugar kraftlyftingakonur spretta fram nánast í hverjum mánuði. „Já, þetta hefur líka verið mjög gott ár hjá Kraftlyftingasambandinu myndi ég segja. Það hefur náðst mjög góður árangur á alþjóða vísu í ár,“ sagði Kristín. Kristín er ein fimm keppenda Íslands á EM í klassískum kraftlyftingum.vísir/vilhelm Hún er ekki í nokkrum vafa um að hún geti náð markmiðum sínum á sunnudaginn kemur. „Ég veit að ég á inni fyrir þessu. Vonandi hittir maður á góðan dag. Dagsformið getur verið mismunandi en ég veit að á góðum degi á ég að fara létt með að ná þessum metum sem ég stefni að,“ sagði Kristín. Kraftlyftingar Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira
Keppni á EM í klassískum kraftlyftingum hefst í Vesterås í Svíþjóð í dag. Ísland sendir fimm keppendur til leiks: Hilmar Símonarson, Birgit Rós Becker, Viktor Samúelsson, Aron Friðrik Georgsson og Kristínu. Sú síðastnefnda keppir í -84 kg flokki á sunnudaginn og ætlar sér Evrópumeistaratitilinn. „Að sjálfsögðu stefni ég þangað og líka að halda eftir góðum árangri frá HM, bæta mig og ná því út sem ég náði ekki alveg á HM. Það voru aðeins háleitari markmið þar sem mig langar að ná út núna og það er Evrópumetið í samanlögðu sem ég stefni á að ná,“ sagði Kristín í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Kristín fékk bronsverðlaun á HM í september en það var hennar fyrsta stórmót. Hún lyfti samtals 552,5 kg og var aðeins fimm kg frá silfurverðlaunum. Kristín bætti Íslandsmetin í öllum greinunum, hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu, og bætti sinn persónulega árangur um 12,5 kg. Kristín jafnaði einnig Evrópumetinu í hnébeygju, 217,5 kg og þá er hún aðeins fimm kg frá Evrópumetinu í samanlögðu. Klippa: Sportpakkinn - Kristín stefnir á að verða Evrópumeistari Kristín segist vera í góðu formi eftir stífar æfingar að undanförnu. „Ég er í nokkuð góðu standi. Örlítil meiðsli tóku sig upp í öxlinni sem hafa aðeins truflað mig í bekkpressunni. En grunnurinn er góður og ég hef ekki stórvægilegar áhyggjur af því. Mínar sterkustu greinar eru hnébeygjan og réttstöðulyftan. Það er bara að ná gildum bekk með,“ sagði Kristín sem er skráð hæst í sínum flokki á EM, eða með 552,5 kg í samanlögðu. Kristín segir að gróskan í íslenskum kraftlyftingum sé mikil, ekki síst í kvennaflokki, en öflugar kraftlyftingakonur spretta fram nánast í hverjum mánuði. „Já, þetta hefur líka verið mjög gott ár hjá Kraftlyftingasambandinu myndi ég segja. Það hefur náðst mjög góður árangur á alþjóða vísu í ár,“ sagði Kristín. Kristín er ein fimm keppenda Íslands á EM í klassískum kraftlyftingum.vísir/vilhelm Hún er ekki í nokkrum vafa um að hún geti náð markmiðum sínum á sunnudaginn kemur. „Ég veit að ég á inni fyrir þessu. Vonandi hittir maður á góðan dag. Dagsformið getur verið mismunandi en ég veit að á góðum degi á ég að fara létt með að ná þessum metum sem ég stefni að,“ sagði Kristín.
Kraftlyftingar Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira