Erlingur: „Fullt af ungum strákum hjá okkur sem eru að nýta tækifærin“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2021 20:28 Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega ánægður með sigur sinna manna í Olís-deild karla í handbolta gegn Víkingum í kvöld. Lokatölur urðu 27-23, en Eyjamenn voru án sigurs í seinustu tveimur leikjum. „Mér líður bara eins og alltaf eftir sigurleiki, það er sigurtilfinning og það er góð tilfinning,“ sagði Erlingur að leik loknum. Eyjamenn voru án sigurs í seinustu tveimur leikjum fyrir leik kvöldsins og Erlingur segir það gott að sjá sína menn snúa genginu við. „Það var bara mikilvægt að ná í tvö stig. En það sem ég er kannski ánægðastur með miðað við þá leiki er að við fáum á okkur 23 mörk í dag á móti 36 og 39. Það er það sem við þurftum að bæta og við gerðum það vel.“ „Í seinni hálfleik skoruðu þeir aðeins tíu á okkur og ég er ánægðastur með það.“ Leikurinn var nokkuð jafn lengi vel, en Eyjamenn voru með góða stjórn á leiknum seinasta stundarfjórðunginn og sigurinn var í raun aldrei í hættu. „Við náðum að hreyfa svolítið hópinn sem virkaði núna sem betur fer. Við vorum með ferska fætur á lokakaflanum og eins og ég segi þá virkaði það í dag.“ Eins og Erlingur nefndi var hann að nota hópinn vel og það gaf ungum leikmönnum Eyjamanna tækifæri til að sýna sig og sanna. Hann segist vera ánægður með þeirra framlag. „Þeir komu bara virkilega vel inn í þetta. Fullt af ungum strákum hjá okkur sem eru að nýta tækifærin og gefa af sér þannig að þeir stóðu sig bara með sóma í dag.“ „Það er líka okkar markmið að koma með unga leikmenn á hverju ári og við höfum verið duglegir við það seinasta áratuginn,“ sagði Erlingur að lokum. ÍBV Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Víkingur 27-23 | Eyjamenn aftur á sigurbraut Eftir stórt tap gegn Gróttu og jafntefli við HK kom ÍBV sér aftur á sigurbraut með fjögurra marka sigri gegn nýliðum Víkings, 27-23. 10. desember 2021 19:27 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira
„Mér líður bara eins og alltaf eftir sigurleiki, það er sigurtilfinning og það er góð tilfinning,“ sagði Erlingur að leik loknum. Eyjamenn voru án sigurs í seinustu tveimur leikjum fyrir leik kvöldsins og Erlingur segir það gott að sjá sína menn snúa genginu við. „Það var bara mikilvægt að ná í tvö stig. En það sem ég er kannski ánægðastur með miðað við þá leiki er að við fáum á okkur 23 mörk í dag á móti 36 og 39. Það er það sem við þurftum að bæta og við gerðum það vel.“ „Í seinni hálfleik skoruðu þeir aðeins tíu á okkur og ég er ánægðastur með það.“ Leikurinn var nokkuð jafn lengi vel, en Eyjamenn voru með góða stjórn á leiknum seinasta stundarfjórðunginn og sigurinn var í raun aldrei í hættu. „Við náðum að hreyfa svolítið hópinn sem virkaði núna sem betur fer. Við vorum með ferska fætur á lokakaflanum og eins og ég segi þá virkaði það í dag.“ Eins og Erlingur nefndi var hann að nota hópinn vel og það gaf ungum leikmönnum Eyjamanna tækifæri til að sýna sig og sanna. Hann segist vera ánægður með þeirra framlag. „Þeir komu bara virkilega vel inn í þetta. Fullt af ungum strákum hjá okkur sem eru að nýta tækifærin og gefa af sér þannig að þeir stóðu sig bara með sóma í dag.“ „Það er líka okkar markmið að koma með unga leikmenn á hverju ári og við höfum verið duglegir við það seinasta áratuginn,“ sagði Erlingur að lokum.
ÍBV Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Víkingur 27-23 | Eyjamenn aftur á sigurbraut Eftir stórt tap gegn Gróttu og jafntefli við HK kom ÍBV sér aftur á sigurbraut með fjögurra marka sigri gegn nýliðum Víkings, 27-23. 10. desember 2021 19:27 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Víkingur 27-23 | Eyjamenn aftur á sigurbraut Eftir stórt tap gegn Gróttu og jafntefli við HK kom ÍBV sér aftur á sigurbraut með fjögurra marka sigri gegn nýliðum Víkings, 27-23. 10. desember 2021 19:27