Annálar 2021: Kosningaklúður, ástir og örlög Hollywood-stjarnanna og það besta frá Magnúsi Hlyni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. desember 2021 08:01 Árið 2021 hefur sannarlega verið viðburðaríkt. Vísir Ólíkt fyrri árum ákvað fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar að brjóta aðeins upp á hinn árlega annál. Þetta árið birtist stuttur annáll á hverjum virkum degi í desembermánuði, þar sem farið var yfir það helsta á árinu. Hér eru allir annálar fréttastofu teknir saman, í einum pakka. Allt frá djamminu, yfir í Magnús Hlyn ársins, yfir í erlendar hamfarafréttir og MeToo. Og við byrjuðum á djamminu. Sem var nokkuð óhefðbundið þetta árið. Árið byrjaði í allsherjarlokun skemmtistaðar. Svo fengum við að drekka til tíu. Svo lokaði allt aftur. Svo opnaði aðeins aftur. Svo opnaði alveg aftur (og við misstum okkur). Svo lokaði aðeins aftur. Fjallgöngukappinn John Snorri Sigurjónsson gerði tilraun til að sigra enn einn tindinn, K2 að vetrarlagi. Afrek sem enginn hafði náð og öll þjóðin fylgdist með. 2021 var árið sem John Snorri vann sinn síðasta sigur í fjöllunum þó spurningunni hvort hann toppaði K2 verði líklega aldrei svarað. Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. Hamfaraguðirnir fóru þó mjúkum höndum um landsmenn í miðjum faraldri. Gosið spratt upp fjarri byggð og reyndist nokkurs konar útivistarperla. Það er sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Heimsfaraldur, jarðskjálftar, eldgos eða talningaklúður í Borgarnesi. Í allri ólgunni virðast sæt dýr vera eina festan á fordæmalausum tímum. Við kíktum á sætustu dýr ársins. Lýðræðisveislan bar nafn með rentu í sumar og haust og raunar alveg frá áramótum, þegar frambjóðendur börðust um hylli kjósenda í aðdraganda alþingiskosninga. Kosningabaráttan skall á af fullum þunga síðsumars og lauk svo með langri nótt. Íslendingar mættu stórhuga til leiks í Eurovision þetta árið eftir að farsóttin martraðarkennda hafði af okkur öruggan sigur á fyrsta ári veirunnar. Við tjölduðum öllu til í Rotterdam í Hollandi í vor: nýju lagi með Daða og Gagnamagninu, nýjum grænum heilgöllum og nýjum sigurdraumi. Nú skyldi það hafast. Mistök geta verið allskonar; alvarleg, kaldhæðnisleg, grátleg og jafnvel fyndin! En það góða við mistök er að allir lenda í þeim einhvern tíma á lífsleiðinni. Þetta á við um forsætisráðherra jafnt sem kynna á ræðukeppni framhaldsskólanna. Stórtjón í háskólanum, óviðeigandi hlátur eftir hamfarir og ofsóknir Samherja. Allt telst þetta til mistaka ársins 2021 Einstakt samband krumma og hundar, kind sem heldur að hún sé hundur og gamalt fólk sem stendur á höndum. Fréttirnar þurfa ekki alltaf að vera stórar til þess að vera merkilegar og það veit fréttamaður okkar á Suðurlandi, Magnús Hlynur Hreiðarsson. Salan á Íslandsbanka var stærsta pólitíska hitamál ársins 2021 að mati flestra sem fréttastofa ræddi við þegar farið var í upprifjun á afrekum þingsins fyrir annál. Það segir líklega sína sögu um hve tíðindalitlu og leiðinlegu ári er að ljúka fyrir áhugamenn um pólitík. Fréttastofa gerði sína bestu tilraun til að grafa upp það skemmtilegasta í pólitíkinni þetta árið. Rafhlaupahjól, rafhlaupahjól, rafhlaupahjól. Leigubílstjórar vilja banna þau að næturlagi um helgar, fulltrúar næturlífsins segja hugmyndir um bann af og frá. Allir hafa skoðun á þessum ferðamáta, meira að segja Brynjar Níelsson og ævintýragjarn hundur. Og svo voru það allar helstu fréttir utanúr heimi. Margar voru þær og misskemmtilegar en við stikluðum á stóru. Náttúruhamfarir, pólitískur óstöðugleiki, átök og óánægja um sóttvarnaaðgerðir voru það helsta á árinu og eitthvað sem flestir heimsbúar þurftu að glíma við. Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. „Þetta er bara business as usual,” mælti maður sem var mættur í þriðju sprautuna í Laugardalshöll í haust. Heldur meiri uppgjöf í röddinni en hjá þeim sem gengu spenntir inn í sama sal í vor. Bólusetningar gegn kórónuveirunni hafa vissulega skipt sköpum og bjargað mannslífum. Þær reyndust þó kannski ekki töfralausnin sem margir vonuðust eftir. Að minnsta kosti ekki fyrsta umferð. Samkomutakmarkanir eru enn í gildi og erfitt er að spá fyrir um framhaldið. Og hverjum er ekki sama um fréttir? Við fórum yfir það sem mestu máli skiptir: Hollywood-árið. Þar skiptust sannarlega á skin og skúrir. Kosningaklúðrið sem heltók líf okkar í lok septembermánaðar var „lestarslys í slow motion“ eins og einn þingmannanna sem datt út af þingi við endurtalninguna komst að orði. Hér rifjuðum við upp þetta líka skemmtilega mál, sem má kannski kalla helsta fréttamál ársins? Það var alltaf von á vænni þynnku eftir EM ævintýrið í Frakklandi 2016, þar sem Ísland lagði England og komst í átta liða úrslit, og eftir HM í Rússlandi þar sem Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi og Maradona fékk næstum hjartaáfall. Næstu þrjú ár gekk ekkert sérstaklega vel á vellinum. Hvert tapið gegn stórþjóðinni á fætur annarri og ekkert stórmót fram undan. Karlalandsliðinu gekk illa innan vallar en það átti enginn von á öllu því sem átti eftir að ganga á utan vallar hjá leikmönnum karlalandsliðsins og Knattpsyrnusambandi Íslands á árinu sem er að líða. Árið sem er að líða… svolítil rússíbanareið. Á meðan sumir koma talsvert þjakaðir undan því standa aðrir uppi sem sigurvegarar. Og það eru þeir sem verða hér í forgrunni. Þar má til dæmis nefna augljósa kandídata eins og Ingu Sæland formann Flokks fólksins og Guðmund Felix Grétarsson, handhafa. En aðrir sigurvegarar, ekki eins augljósir, verða einnig kynntir til leiks. Þegar árið 2021 er gert upp er ekki hægt að sleppa því að nefna MeToo bylgjuna. Hún var hávær og fyrirferðamikil og fjölmargar sögur spruttu fram um kynferðislegt ofbeldi sem konur hafa þurft að þola í gegnum tíðina. Oftar en ekki var um að ræða sögur um nafntogaða menn. Sögur sem aldrei höfðu verið sagðar. Flest erum við kynverur, upp að vissu marki að minnsta kosti, og þurfum útrás fyrir slíkar kenndir. Íslendingar virðast hafa beint þeirri útrás í ýmsa farvegi á árinu sem er að líða. Suma gamla og góða, en aðra nýja og talsvert djarfa. Vefþjónustan OnlyFans var eitt það allra fyrirferðarmesta á klám- og kynlífsárinu 2021. Boðað klámbann á veitunni, sem aldrei varð úr, vakti einnig athygli - sem og kynlífsherbergi í raunheimum í Reykjavík. Þá hefur orðið sprenging í kynlífstækjasölu á árinu og í versluninni Blush eru sogtækin vinsælust. „Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta.“ Þessi tilvitnun hefur sjaldan átt jafn vel við og á þessum síðustu og verstu. Stundum er bara allt svolítið flókið og erfitt. En það gera allir mistök og það má bara ekki tapa gleðinni. Á fréttastofu sem stendur vaktina alla daga ársins skiptast á skin og skúrir. Mistök eru gerð en þá getur verið mikilvægt að hafa húmor fyrir sjálfum sér. En þá er þessari skemmtilegu (vonandi) yfirferð yfir viðburði ársins lokið, eins og árinu sjálfu. Fréttastofa hedur þó áfram þétt á spöðunum og hlakkar til að vera samferða ykkur, kæru lesendur, á nýju ári. Annáll 2021 Fréttir ársins 2021 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Hér eru allir annálar fréttastofu teknir saman, í einum pakka. Allt frá djamminu, yfir í Magnús Hlyn ársins, yfir í erlendar hamfarafréttir og MeToo. Og við byrjuðum á djamminu. Sem var nokkuð óhefðbundið þetta árið. Árið byrjaði í allsherjarlokun skemmtistaðar. Svo fengum við að drekka til tíu. Svo lokaði allt aftur. Svo opnaði aðeins aftur. Svo opnaði alveg aftur (og við misstum okkur). Svo lokaði aðeins aftur. Fjallgöngukappinn John Snorri Sigurjónsson gerði tilraun til að sigra enn einn tindinn, K2 að vetrarlagi. Afrek sem enginn hafði náð og öll þjóðin fylgdist með. 2021 var árið sem John Snorri vann sinn síðasta sigur í fjöllunum þó spurningunni hvort hann toppaði K2 verði líklega aldrei svarað. Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. Hamfaraguðirnir fóru þó mjúkum höndum um landsmenn í miðjum faraldri. Gosið spratt upp fjarri byggð og reyndist nokkurs konar útivistarperla. Það er sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Heimsfaraldur, jarðskjálftar, eldgos eða talningaklúður í Borgarnesi. Í allri ólgunni virðast sæt dýr vera eina festan á fordæmalausum tímum. Við kíktum á sætustu dýr ársins. Lýðræðisveislan bar nafn með rentu í sumar og haust og raunar alveg frá áramótum, þegar frambjóðendur börðust um hylli kjósenda í aðdraganda alþingiskosninga. Kosningabaráttan skall á af fullum þunga síðsumars og lauk svo með langri nótt. Íslendingar mættu stórhuga til leiks í Eurovision þetta árið eftir að farsóttin martraðarkennda hafði af okkur öruggan sigur á fyrsta ári veirunnar. Við tjölduðum öllu til í Rotterdam í Hollandi í vor: nýju lagi með Daða og Gagnamagninu, nýjum grænum heilgöllum og nýjum sigurdraumi. Nú skyldi það hafast. Mistök geta verið allskonar; alvarleg, kaldhæðnisleg, grátleg og jafnvel fyndin! En það góða við mistök er að allir lenda í þeim einhvern tíma á lífsleiðinni. Þetta á við um forsætisráðherra jafnt sem kynna á ræðukeppni framhaldsskólanna. Stórtjón í háskólanum, óviðeigandi hlátur eftir hamfarir og ofsóknir Samherja. Allt telst þetta til mistaka ársins 2021 Einstakt samband krumma og hundar, kind sem heldur að hún sé hundur og gamalt fólk sem stendur á höndum. Fréttirnar þurfa ekki alltaf að vera stórar til þess að vera merkilegar og það veit fréttamaður okkar á Suðurlandi, Magnús Hlynur Hreiðarsson. Salan á Íslandsbanka var stærsta pólitíska hitamál ársins 2021 að mati flestra sem fréttastofa ræddi við þegar farið var í upprifjun á afrekum þingsins fyrir annál. Það segir líklega sína sögu um hve tíðindalitlu og leiðinlegu ári er að ljúka fyrir áhugamenn um pólitík. Fréttastofa gerði sína bestu tilraun til að grafa upp það skemmtilegasta í pólitíkinni þetta árið. Rafhlaupahjól, rafhlaupahjól, rafhlaupahjól. Leigubílstjórar vilja banna þau að næturlagi um helgar, fulltrúar næturlífsins segja hugmyndir um bann af og frá. Allir hafa skoðun á þessum ferðamáta, meira að segja Brynjar Níelsson og ævintýragjarn hundur. Og svo voru það allar helstu fréttir utanúr heimi. Margar voru þær og misskemmtilegar en við stikluðum á stóru. Náttúruhamfarir, pólitískur óstöðugleiki, átök og óánægja um sóttvarnaaðgerðir voru það helsta á árinu og eitthvað sem flestir heimsbúar þurftu að glíma við. Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. „Þetta er bara business as usual,” mælti maður sem var mættur í þriðju sprautuna í Laugardalshöll í haust. Heldur meiri uppgjöf í röddinni en hjá þeim sem gengu spenntir inn í sama sal í vor. Bólusetningar gegn kórónuveirunni hafa vissulega skipt sköpum og bjargað mannslífum. Þær reyndust þó kannski ekki töfralausnin sem margir vonuðust eftir. Að minnsta kosti ekki fyrsta umferð. Samkomutakmarkanir eru enn í gildi og erfitt er að spá fyrir um framhaldið. Og hverjum er ekki sama um fréttir? Við fórum yfir það sem mestu máli skiptir: Hollywood-árið. Þar skiptust sannarlega á skin og skúrir. Kosningaklúðrið sem heltók líf okkar í lok septembermánaðar var „lestarslys í slow motion“ eins og einn þingmannanna sem datt út af þingi við endurtalninguna komst að orði. Hér rifjuðum við upp þetta líka skemmtilega mál, sem má kannski kalla helsta fréttamál ársins? Það var alltaf von á vænni þynnku eftir EM ævintýrið í Frakklandi 2016, þar sem Ísland lagði England og komst í átta liða úrslit, og eftir HM í Rússlandi þar sem Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi og Maradona fékk næstum hjartaáfall. Næstu þrjú ár gekk ekkert sérstaklega vel á vellinum. Hvert tapið gegn stórþjóðinni á fætur annarri og ekkert stórmót fram undan. Karlalandsliðinu gekk illa innan vallar en það átti enginn von á öllu því sem átti eftir að ganga á utan vallar hjá leikmönnum karlalandsliðsins og Knattpsyrnusambandi Íslands á árinu sem er að líða. Árið sem er að líða… svolítil rússíbanareið. Á meðan sumir koma talsvert þjakaðir undan því standa aðrir uppi sem sigurvegarar. Og það eru þeir sem verða hér í forgrunni. Þar má til dæmis nefna augljósa kandídata eins og Ingu Sæland formann Flokks fólksins og Guðmund Felix Grétarsson, handhafa. En aðrir sigurvegarar, ekki eins augljósir, verða einnig kynntir til leiks. Þegar árið 2021 er gert upp er ekki hægt að sleppa því að nefna MeToo bylgjuna. Hún var hávær og fyrirferðamikil og fjölmargar sögur spruttu fram um kynferðislegt ofbeldi sem konur hafa þurft að þola í gegnum tíðina. Oftar en ekki var um að ræða sögur um nafntogaða menn. Sögur sem aldrei höfðu verið sagðar. Flest erum við kynverur, upp að vissu marki að minnsta kosti, og þurfum útrás fyrir slíkar kenndir. Íslendingar virðast hafa beint þeirri útrás í ýmsa farvegi á árinu sem er að líða. Suma gamla og góða, en aðra nýja og talsvert djarfa. Vefþjónustan OnlyFans var eitt það allra fyrirferðarmesta á klám- og kynlífsárinu 2021. Boðað klámbann á veitunni, sem aldrei varð úr, vakti einnig athygli - sem og kynlífsherbergi í raunheimum í Reykjavík. Þá hefur orðið sprenging í kynlífstækjasölu á árinu og í versluninni Blush eru sogtækin vinsælust. „Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta.“ Þessi tilvitnun hefur sjaldan átt jafn vel við og á þessum síðustu og verstu. Stundum er bara allt svolítið flókið og erfitt. En það gera allir mistök og það má bara ekki tapa gleðinni. Á fréttastofu sem stendur vaktina alla daga ársins skiptast á skin og skúrir. Mistök eru gerð en þá getur verið mikilvægt að hafa húmor fyrir sjálfum sér. En þá er þessari skemmtilegu (vonandi) yfirferð yfir viðburði ársins lokið, eins og árinu sjálfu. Fréttastofa hedur þó áfram þétt á spöðunum og hlakkar til að vera samferða ykkur, kæru lesendur, á nýju ári.
Annáll 2021 Fréttir ársins 2021 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira