Dómur þyngdur í Danmörku yfir íslenskum manni sem nauðgaði dóttur sinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. desember 2021 22:55 Maðurinn var handtekinn í lögregluaðgerðum í bænum Benissa á Alicante á Spáni í október 2020. LÖGREGLAN Á SPÁNI Eystri Landsréttur í Danmörku hefur þyngt dóm yfir íslenskum karlmanni, sem var sakfelldur fyrir að misnota og nauðga barnungri dóttur sinni ítrekað, um tvö ár. Kvað dómurinn það upp að manninum skyldi vísað úr landi að lokinni afplánun og fær hann aldrei að stíga fæti inn í Danmörku aftur. DV greindi frá þessu í dag og vísaði þar til dóms sem féll í Eystri Landsrétti Danmerkur. Maðurinn er sagður hafa verið dæmdur fyrir að hafa nauðgað dóttur sinni ítrekað á fjögurra ára tímabili, frá því hún var fimm ára þar til hún varð níu ára gömul. Hann neitaði sök í málinu en fyrr á þessu ári var hann dæmdur í undirrétti í fjögurra ára fangelsi. Hann hafi þá áfrýjað dómnum til Eystri Landsréttar, sem þyngdi dóminn. Samkvæmt frétt DV er um sama mann að ræða og var handtekinn á Spáni í október 2020 en hann var þá á flótta vegna rannsóknar danskra yfirvalda. Hann hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald 2. júní 2020 í Danmörku en þar sem hann bjó þá á Spáni hafi verið gefin út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Dönsk lögregla hafi haft málið til rannsóknar frá árinu 2018 eftir að sveitarfélagið Nyborg tilkynnti um ofbeldið. Rannsóknin hafi leitt það í ljós að á árunum 2006 til 2010, þegar maðurinn hafði umgengni við dóttur sína, hafi hann ítrekað neytt hana til að hafa við sig kynferðismök. Brotin hafi átt sér stað á Íslandi og í Danmörku. Þá var hann einnig sakaður um að hafa beitt dóttur sína ofbeldi til að ná vilja sínum fram gegn henni, sem hann var svo einnig sakfelldur fyrir. Danmörk Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
DV greindi frá þessu í dag og vísaði þar til dóms sem féll í Eystri Landsrétti Danmerkur. Maðurinn er sagður hafa verið dæmdur fyrir að hafa nauðgað dóttur sinni ítrekað á fjögurra ára tímabili, frá því hún var fimm ára þar til hún varð níu ára gömul. Hann neitaði sök í málinu en fyrr á þessu ári var hann dæmdur í undirrétti í fjögurra ára fangelsi. Hann hafi þá áfrýjað dómnum til Eystri Landsréttar, sem þyngdi dóminn. Samkvæmt frétt DV er um sama mann að ræða og var handtekinn á Spáni í október 2020 en hann var þá á flótta vegna rannsóknar danskra yfirvalda. Hann hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald 2. júní 2020 í Danmörku en þar sem hann bjó þá á Spáni hafi verið gefin út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Dönsk lögregla hafi haft málið til rannsóknar frá árinu 2018 eftir að sveitarfélagið Nyborg tilkynnti um ofbeldið. Rannsóknin hafi leitt það í ljós að á árunum 2006 til 2010, þegar maðurinn hafði umgengni við dóttur sína, hafi hann ítrekað neytt hana til að hafa við sig kynferðismök. Brotin hafi átt sér stað á Íslandi og í Danmörku. Þá var hann einnig sakaður um að hafa beitt dóttur sína ofbeldi til að ná vilja sínum fram gegn henni, sem hann var svo einnig sakfelldur fyrir.
Danmörk Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira