Enginn eigi að þurfa að vera einn um jólin eða aðra daga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. desember 2021 13:00 Allt er að verða tilbúið fyrir jólaboð Hjálpræðishersins í ár. Mynd/Hjálpræðisherinn Hjálpræðisherinn í Reykjavík stendur fyrir sínu árlega jólaboði á aðfangadag en um 300 manns eru skráðir í boðið að þessu sinni. Flokksleiðtogi Hjálpræðishersins segir að allt sé að verða tilbúið og stefna þau á að halda gleðileg jól þrátt fyrir faraldurinn. Jólaboðið í ár fer fram í húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík, segir að allt sé að verða tilbúið og er sérstök áhersla lögð á sóttvarnir. „Við erum sem sagt bara með sóttvarnahólf og hjá okkur eru skráðir núna í dag rétt um 300 manns í mat sem að hefst klukkan tólf og stendur til klukkan fjögur, sem að er kannski líka bara fínt og þá er minna álag, því að fólk getur komið í nokkrum hollum,“ segir Ingvi. Enn harðari aðgerðir voru í gildi í fyrra en Ingvi segir jólaboðið þá hafa gengið vel og er sami háttur á boðinu í ár. Þau hafa reynt að láta faraldurinn hafa sem minnst áhrif. „Það hefur bara komið ágætlega út en þetta er mikil breyting og þetta verður svolítið öðruvísi stemning en við látum það ekki á okkur fá, jólasveinninn mætir og við bara höldum hér gleðileg jól,“ segir Ingvi. Þau eru nú að gera allt klárt fyrir matinn og er búið að pakka flestum jólagjöfum inn. Ingvi segir þó mikilvægast af öllu að fólk geti komið saman. „Þetta er ekki bara spurning um að fólk sé endilega svo svangt, það er líka til en það er líka bara einmanaleikinn, að vera einn. Hvort það séu jól eða ekki þá finnst okkur öllum enginn eigi að þurfa að vera einn og upplifa einmanaleika,“ segir Ingvi. Þrátt fyrir að jólin séu stór partur af lífi landsmanna skipti máli að sinna fólki allt árið um kring. Hjálpræðisherinn er til að mynda með opið hús alla virka daga þar sem fólk getur komið í hádegismat og nýta um 100 til 200 manns sér það á hverjum degi. „Jólin eru náttúrulega sérstakur tími í huga okkar og gott að gera vel við fólk þá, en við þurfum að muna eftir náunganum okkar alla hina mánuðina,“ segir Ingvi. Jól Hjálparstarf Reykjavík Tengdar fréttir Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt. 24. desember 2020 16:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Jólaboðið í ár fer fram í húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík, segir að allt sé að verða tilbúið og er sérstök áhersla lögð á sóttvarnir. „Við erum sem sagt bara með sóttvarnahólf og hjá okkur eru skráðir núna í dag rétt um 300 manns í mat sem að hefst klukkan tólf og stendur til klukkan fjögur, sem að er kannski líka bara fínt og þá er minna álag, því að fólk getur komið í nokkrum hollum,“ segir Ingvi. Enn harðari aðgerðir voru í gildi í fyrra en Ingvi segir jólaboðið þá hafa gengið vel og er sami háttur á boðinu í ár. Þau hafa reynt að láta faraldurinn hafa sem minnst áhrif. „Það hefur bara komið ágætlega út en þetta er mikil breyting og þetta verður svolítið öðruvísi stemning en við látum það ekki á okkur fá, jólasveinninn mætir og við bara höldum hér gleðileg jól,“ segir Ingvi. Þau eru nú að gera allt klárt fyrir matinn og er búið að pakka flestum jólagjöfum inn. Ingvi segir þó mikilvægast af öllu að fólk geti komið saman. „Þetta er ekki bara spurning um að fólk sé endilega svo svangt, það er líka til en það er líka bara einmanaleikinn, að vera einn. Hvort það séu jól eða ekki þá finnst okkur öllum enginn eigi að þurfa að vera einn og upplifa einmanaleika,“ segir Ingvi. Þrátt fyrir að jólin séu stór partur af lífi landsmanna skipti máli að sinna fólki allt árið um kring. Hjálpræðisherinn er til að mynda með opið hús alla virka daga þar sem fólk getur komið í hádegismat og nýta um 100 til 200 manns sér það á hverjum degi. „Jólin eru náttúrulega sérstakur tími í huga okkar og gott að gera vel við fólk þá, en við þurfum að muna eftir náunganum okkar alla hina mánuðina,“ segir Ingvi.
Jól Hjálparstarf Reykjavík Tengdar fréttir Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt. 24. desember 2020 16:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Ferðast í stað þess að halda jól og borða á Mandi í kvöld Systkinin Jenný Una og Hrafn Óli Eiríksbörn halda ekki jól. Þeim finnst það allt í lagi því þau fá að ferðast þau um heiminn með mömmu sinni í staðinn. Heimsfaraldur setti raunar strik í reikninginn þetta árið þannig að þau mæðgin ákváðu að gerast sjálfboðaliðar hjá Hjálpræðishernum - sem þeim þykir virkilega skemmtilegt. 24. desember 2020 16:17