Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2021 13:07 Ull af íslensku sauðkindinni er alltaf eftirsóttari og eftirsóttari, sem þýðir að bændur munu vonandi fá hærra verð fyrir ullina. Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar. Magnús Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Oddgeirshólum í Flóahreppi er með fallegt fé og það er falleg ull á því, sem verður alltaf verðmætari og verðmætari. Prjónakonur og karlar hafa verið dugleg að prjóna úr ullinni en nú er hún líka komin í útivistarfatnað. Það eru sauðfjárbændur og talsmenn greinarinnar hæst ánægðir með. „Við erum í rauninni að nýta núna ull, sem hefur farið í verðminni vöru í svona hátískunútíma fatnað. Þannig að þetta er skemmtileg þróun og enn ein stoðin undir þessa hágæða vöru, sem ullin er. Bændur eru bara mjög stoltir af því að það sé einhver, sem tekur þetta hágæða hráefni, sem við erum mjög stoltir af og vöndum okkur við að hafa það gott og sýnir þeim þann sóma sem það á skilið,“ segir Unnsteinn Snorrason, verkefnisstjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands. Unnsteinn Snorrason, verkefnisstjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir bændur mjög stolta og ánægða með hvað íslenska ullin nýtur mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er Icewear sem er með nýja útivistarfatnaðinn með íslensku ullinni, sem hefur slegið í gegn hér heima og erlendis með slagorðinu; „Ull verður gull“. „Ég fullyrði það að þetta er besta einangrun, sem ég á ævinni hef kynnst. Ullin fer ekki í köggla eins og dúninn, hún andar og hún er náttúrlega umhverfisvænt, náttúrulegt efni, polyester er náttúrlega bara unnið úr olíu,“ segir Ágúst Þór Eiríksson eigandi og stofnandi Icewear. Ágúst Þór hjá Icewear spjallar hér við Magnús bónda í Oddgeirshólum um íslensku ullina og gæði hennar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ágúst segir að það sé mikill kostur við íslensku ullina að hún sé með tog og þel, sem gerir hana svo létta og þægilega. „Ég spái því að þetta verkefni hjá okkur gæti verið upphafi af nýjum búháttum, að hér gæti borgað sig að fara að rækta sauðfé til að hirða af því ullina,“ bætir Ágúst við. Þannig að það er ekki bara íslenska lambakjötið, sem kindin er þekktust fyrir ? „Nei, nei, við þurfum ekki að slátra kindinni, við getum hirt ullina endalaust af henni,“ segir Ágúst bjartsýn með framtíð íslensku ullarinnar. Íslensk ull hefur slegið í gegn í nýjum útivistarvörum frá Icewear, bæði á Íslandi og erlendis. Hér eru Ágúst Þór og Magnús í nýjum úlpum, sem eru m.a. einangraðar með ull, staddir í fjárhúsinu í Oddgeirshólum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Magnús Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Oddgeirshólum í Flóahreppi er með fallegt fé og það er falleg ull á því, sem verður alltaf verðmætari og verðmætari. Prjónakonur og karlar hafa verið dugleg að prjóna úr ullinni en nú er hún líka komin í útivistarfatnað. Það eru sauðfjárbændur og talsmenn greinarinnar hæst ánægðir með. „Við erum í rauninni að nýta núna ull, sem hefur farið í verðminni vöru í svona hátískunútíma fatnað. Þannig að þetta er skemmtileg þróun og enn ein stoðin undir þessa hágæða vöru, sem ullin er. Bændur eru bara mjög stoltir af því að það sé einhver, sem tekur þetta hágæða hráefni, sem við erum mjög stoltir af og vöndum okkur við að hafa það gott og sýnir þeim þann sóma sem það á skilið,“ segir Unnsteinn Snorrason, verkefnisstjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands. Unnsteinn Snorrason, verkefnisstjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir bændur mjög stolta og ánægða með hvað íslenska ullin nýtur mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er Icewear sem er með nýja útivistarfatnaðinn með íslensku ullinni, sem hefur slegið í gegn hér heima og erlendis með slagorðinu; „Ull verður gull“. „Ég fullyrði það að þetta er besta einangrun, sem ég á ævinni hef kynnst. Ullin fer ekki í köggla eins og dúninn, hún andar og hún er náttúrlega umhverfisvænt, náttúrulegt efni, polyester er náttúrlega bara unnið úr olíu,“ segir Ágúst Þór Eiríksson eigandi og stofnandi Icewear. Ágúst Þór hjá Icewear spjallar hér við Magnús bónda í Oddgeirshólum um íslensku ullina og gæði hennar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ágúst segir að það sé mikill kostur við íslensku ullina að hún sé með tog og þel, sem gerir hana svo létta og þægilega. „Ég spái því að þetta verkefni hjá okkur gæti verið upphafi af nýjum búháttum, að hér gæti borgað sig að fara að rækta sauðfé til að hirða af því ullina,“ bætir Ágúst við. Þannig að það er ekki bara íslenska lambakjötið, sem kindin er þekktust fyrir ? „Nei, nei, við þurfum ekki að slátra kindinni, við getum hirt ullina endalaust af henni,“ segir Ágúst bjartsýn með framtíð íslensku ullarinnar. Íslensk ull hefur slegið í gegn í nýjum útivistarvörum frá Icewear, bæði á Íslandi og erlendis. Hér eru Ágúst Þór og Magnús í nýjum úlpum, sem eru m.a. einangraðar með ull, staddir í fjárhúsinu í Oddgeirshólum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira