„Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2021 14:59 Haukur Þrastarson hefur farið með íslenska landsliðinu á tvö stórmót. Ólíklegt er að hann verði með á EM í næsta mánuði. epa/ANDREAS HILLERGREN Haukur Þrastarson hefur ekki enn náð fullum styrk eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir pólska stórliðsins Kielce en vonast til að bjartari tímar séu í hönd. „Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í dag. Hann var þá í sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara landsliðsins, Jónda [Jón Birgir Guðmundsson], en Haukur kom heim til Íslands fyrir viku. „Síðan ég er byrjaði í haust hef ég verið í basli með að ná mér, verið mikið meiddur og mjög slæmur. Staðan er ekki mjög góð eins og er. Ég hef verið mjög tæpur og ekki náð að beita mér almennilega í langan tíma. Ástandið á mér hvað meiðslin varðar hefur verið mjög slæmt lengi.“ Haukur sleit krossband í hné í leik Kielce og Elverum í Meistaradeild Evrópu í byrjun október 2020. Fyrir vikið missti Selfyssingurinn af restinni af tímabilinu og heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar síðastliðnum. Og batavegurinn hefur ekki verið beinn og breiður. „Þetta eru fylgikvillar eftir krossbandaslitið og svo hef ég ekki náð mér á strik. Beggja blands. Það hefur verið alls konar vesen hér og þar síðan ég byrjaði aftur,“ sagði Haukur. Hann hefur æft með Kielce og tekið þátt í nokkrum leikjum liðsins en er langt frá því að vera kominn á fulla ferð. Á langt í land „Ég hef æft frá því í haust en er alls ekki nógu góður meira og minna frá því ég byrjaði. Það hafa komið tímabil inn á milli sem ég verið ágætur en það er nokkuð ljóst að ég á svolítið langt í land til að komast í mitt gamla form og ná fullri heilsu. Þannig er staðan núna, því miður.“ Haukur segir ekki útséð með að hann verði með á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í næsta mánuði en er ekki bjartsýnn á það. „Það er voða lítið sem ég get sagt við þig. Það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er núna er ég ekkert mjög bjartsýnn á það ef ég á að vera heiðarlegur. Ég kom heim fyrir viku og er að nýta allan minn tíma til að koma mér í stand og ná mér af meiðslunum,“ sagði Haukur. Tuttugu manna hópur Íslands fyrir EM verður kynntur á morgun. Vonandi verður þetta upp á við héðan í frá Síðan Haukur gekk í raðir Kielce sumarið 2020 hefur hann lítið getað spilað með liðinu og verið mikið meiddur. Hann viðurkennir að mótlætið hafi tekið á. „Þetta er allt öðruvísi en maður sá þetta fyrir sig og allur sá pakki. Þetta er eitthvað sem maður óskar engum. Maður vill vera heill heilsu og spila. Að vera á hliðarlínunni, geta ekki tekið þátt, vera í langri endurhæfingu og fara í gegnum löng og erfið meiðsli tekur mikið á,“ sagði Haukur. „Síðan ég kom út hefur þetta verið sagan en hef fulla trú á að þetta sé að baki og ég fái tíma núna til að ná mér og þetta verði upp á við héðan í frá. Hausinn er alveg þar og ég er staðráðinn í því að komast aftur á góðan stað.“ Pólski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Sjá meira
„Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í dag. Hann var þá í sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara landsliðsins, Jónda [Jón Birgir Guðmundsson], en Haukur kom heim til Íslands fyrir viku. „Síðan ég er byrjaði í haust hef ég verið í basli með að ná mér, verið mikið meiddur og mjög slæmur. Staðan er ekki mjög góð eins og er. Ég hef verið mjög tæpur og ekki náð að beita mér almennilega í langan tíma. Ástandið á mér hvað meiðslin varðar hefur verið mjög slæmt lengi.“ Haukur sleit krossband í hné í leik Kielce og Elverum í Meistaradeild Evrópu í byrjun október 2020. Fyrir vikið missti Selfyssingurinn af restinni af tímabilinu og heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar síðastliðnum. Og batavegurinn hefur ekki verið beinn og breiður. „Þetta eru fylgikvillar eftir krossbandaslitið og svo hef ég ekki náð mér á strik. Beggja blands. Það hefur verið alls konar vesen hér og þar síðan ég byrjaði aftur,“ sagði Haukur. Hann hefur æft með Kielce og tekið þátt í nokkrum leikjum liðsins en er langt frá því að vera kominn á fulla ferð. Á langt í land „Ég hef æft frá því í haust en er alls ekki nógu góður meira og minna frá því ég byrjaði. Það hafa komið tímabil inn á milli sem ég verið ágætur en það er nokkuð ljóst að ég á svolítið langt í land til að komast í mitt gamla form og ná fullri heilsu. Þannig er staðan núna, því miður.“ Haukur segir ekki útséð með að hann verði með á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í næsta mánuði en er ekki bjartsýnn á það. „Það er voða lítið sem ég get sagt við þig. Það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er núna er ég ekkert mjög bjartsýnn á það ef ég á að vera heiðarlegur. Ég kom heim fyrir viku og er að nýta allan minn tíma til að koma mér í stand og ná mér af meiðslunum,“ sagði Haukur. Tuttugu manna hópur Íslands fyrir EM verður kynntur á morgun. Vonandi verður þetta upp á við héðan í frá Síðan Haukur gekk í raðir Kielce sumarið 2020 hefur hann lítið getað spilað með liðinu og verið mikið meiddur. Hann viðurkennir að mótlætið hafi tekið á. „Þetta er allt öðruvísi en maður sá þetta fyrir sig og allur sá pakki. Þetta er eitthvað sem maður óskar engum. Maður vill vera heill heilsu og spila. Að vera á hliðarlínunni, geta ekki tekið þátt, vera í langri endurhæfingu og fara í gegnum löng og erfið meiðsli tekur mikið á,“ sagði Haukur. „Síðan ég kom út hefur þetta verið sagan en hef fulla trú á að þetta sé að baki og ég fái tíma núna til að ná mér og þetta verði upp á við héðan í frá. Hausinn er alveg þar og ég er staðráðinn í því að komast aftur á góðan stað.“
Pólski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti