Stuðningur við námsmenn er stuðningur við framtíðina Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 21. desember 2021 07:30 Árum saman hefur komið fram af hálfu Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér í námi. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. Þessar aðstæður námsmanna eru til þess fallnar að draga úr námshraða og námsárangri. Ég lagði nýlega fram frumvarp um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna til að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna með námi og að bæta með því námsframvindu námsmanna. Tillögurnar eru tvíþættar og að norrænni fyrirmynd. Námsstyrkir innleiddir Í fyrsta lagi að nemendur geti sótt um námsstyrk sem nemur 72.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu, í að hámarki 5 skólaár. Þessu fyrirkomulagi er ætlað að skapa aðstæður og hvata fyrir námsmenn til vera í fullu námi og að bæta þar með námsframvindu. Með því að tryggja námsmönnum betri kjör má ná því fram að námsmenn á Íslandi tefjist ekki í námi sínu vegna mikillar vinnu samhliða námi. Betri kjör námsmanna eru því ekki aðeins námsmönnum til góða heldur háskólunum, atvinnulífinu og ríkiskassanum. Í öðru lagi er lagt til að grunnframfærsla námslána skuli að lágmarki nema neysluviðmiði félagsmálaráðuneytis og skuli taka hækkunum í samræmi við verðlag. Svo er ekki í núgildandi lögum. Með þessari breytingu yrði tryggt að grunnframfærsla námslána yrði hin sama og stuðst er við í viðmiðum félagsmálaráðuneytis um aðra hópa. Í gildandi lögum um Menntasjóð námsmanna segir ekki skýrt hver framfærsluviðmiðin skuli vera og námsmönnum er heldur ekki tryggð hækkun á framfærslu í samræmi við verðlag. Þessar breytingar eru mikilvægar fyrir námsmenn en um leið mikilvægar fyrir háskólana. Ef nemendur útskrifast almennt á skemmri tíma og ef dregur úr brotfalli úr námi þá nýtist fjármagn háskólanna betur. Þetta eru því tvær einfaldar en þýðingarmiklar breytingar sem óskandi er að fái umfjöllun á þinginu og verði að lögum. Framtíðin er í menntakerfinu Viðreisn hefur frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2016 lagt þunga áherslu á menntamál. Við teljum að hér eigi að gera betur. Eftir efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs er enn meiri ástæða til að fjárfesta markvisst í menntun og í menntakerfinu og taka þannig markviss skref í átt að fjölbreyttara atvinnulífi. Með aukinni áherslu á menntun og nýsköpun sköpum við eftirsóknarverð störf, framleiðni eykst og við mótum samfélag sem laðar að sér hæfileikaríka einstaklinga. Stjórnvöld verða að standa með og standa vörð um háskólamenntun með því að gera háskólum kleift á að sækja fram. Það er gert með því að búa háskólunum góð rekstrarskilyrði og upp á það hefur því miður skort, enda stöndum við Norðurlandaþjóðum að baki hvað varðar framlög til háskólamenntunar. Stjórnvöld sem hafa metnaðarfulla sýn í menntamálum sýna það jafnframt í verki með því að tryggja háskólastúdentum viðundandi aðstæður til náms. Þessu frumvarpi er ætlað að ná fram þessu grundvallarmarkmiði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Hagsmunir stúdenta Námslán Viðreisn Alþingi Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Árum saman hefur komið fram af hálfu Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér í námi. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. Þessar aðstæður námsmanna eru til þess fallnar að draga úr námshraða og námsárangri. Ég lagði nýlega fram frumvarp um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna til að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna með námi og að bæta með því námsframvindu námsmanna. Tillögurnar eru tvíþættar og að norrænni fyrirmynd. Námsstyrkir innleiddir Í fyrsta lagi að nemendur geti sótt um námsstyrk sem nemur 72.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu, í að hámarki 5 skólaár. Þessu fyrirkomulagi er ætlað að skapa aðstæður og hvata fyrir námsmenn til vera í fullu námi og að bæta þar með námsframvindu. Með því að tryggja námsmönnum betri kjör má ná því fram að námsmenn á Íslandi tefjist ekki í námi sínu vegna mikillar vinnu samhliða námi. Betri kjör námsmanna eru því ekki aðeins námsmönnum til góða heldur háskólunum, atvinnulífinu og ríkiskassanum. Í öðru lagi er lagt til að grunnframfærsla námslána skuli að lágmarki nema neysluviðmiði félagsmálaráðuneytis og skuli taka hækkunum í samræmi við verðlag. Svo er ekki í núgildandi lögum. Með þessari breytingu yrði tryggt að grunnframfærsla námslána yrði hin sama og stuðst er við í viðmiðum félagsmálaráðuneytis um aðra hópa. Í gildandi lögum um Menntasjóð námsmanna segir ekki skýrt hver framfærsluviðmiðin skuli vera og námsmönnum er heldur ekki tryggð hækkun á framfærslu í samræmi við verðlag. Þessar breytingar eru mikilvægar fyrir námsmenn en um leið mikilvægar fyrir háskólana. Ef nemendur útskrifast almennt á skemmri tíma og ef dregur úr brotfalli úr námi þá nýtist fjármagn háskólanna betur. Þetta eru því tvær einfaldar en þýðingarmiklar breytingar sem óskandi er að fái umfjöllun á þinginu og verði að lögum. Framtíðin er í menntakerfinu Viðreisn hefur frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2016 lagt þunga áherslu á menntamál. Við teljum að hér eigi að gera betur. Eftir efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs er enn meiri ástæða til að fjárfesta markvisst í menntun og í menntakerfinu og taka þannig markviss skref í átt að fjölbreyttara atvinnulífi. Með aukinni áherslu á menntun og nýsköpun sköpum við eftirsóknarverð störf, framleiðni eykst og við mótum samfélag sem laðar að sér hæfileikaríka einstaklinga. Stjórnvöld verða að standa með og standa vörð um háskólamenntun með því að gera háskólum kleift á að sækja fram. Það er gert með því að búa háskólunum góð rekstrarskilyrði og upp á það hefur því miður skort, enda stöndum við Norðurlandaþjóðum að baki hvað varðar framlög til háskólamenntunar. Stjórnvöld sem hafa metnaðarfulla sýn í menntamálum sýna það jafnframt í verki með því að tryggja háskólastúdentum viðundandi aðstæður til náms. Þessu frumvarpi er ætlað að ná fram þessu grundvallarmarkmiði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar