Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2021 09:34 Her Mjanmar er sagður hafa myrt á fjórða tug manna á aðfangadag. Tveir starfsmenn hjálparsamtakanna Save the Children eru týndir í kjölfar ódæðisins. AP/KNDF Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra. Konur og börn voru meðal þorpsbúanna sem sögðu eru hafa verið myrt. AP fréttaveitan segir myndir af hinu meinta ódæði vera í drefingu á samfélagsmiðlum í Mjanmar en ekki hafi tekist enn að sannreyna að þær sýni í raun ódæðið. Þær eiga að hafa verið teknar í Mo So þorpi í Mjanmar í gær, jóladag, en voru framin á aðfangadag. Fólk sem hafði flúið undan átaka milli hersins, sem tók völd Mjanmar á árinu og uppreisnarmanna hafði komið saman í Mo So og voru á leið í flóttamannabúðir. Vitni sem ræddi við AP sagði fólkið hafa verið handsamað af hernum og þau myrt. Forsvarsmenn Save the Children segja tvo hjálparstarfsmenn samtakanna hafa verið viðstadda og að þeir séu enn týndir. Þá hafi verið staðfest að bíll þeirra hafi verið brenndur. Samtökin segja minnst 38 hafa verið myrta. Vitni sem Reuters ræddi við sagðist hafa séð 32 lík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir af sambærilegum ódæðum hermanna berast frá Mjanmar, sem gengur einnig undir nafninu Búrma. Sjá einnig: Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar segja að hermenn hafa handtekið minnst þorpsbúa á föstudaginn. Þá hafi fjórir menn sem reyndu að fá þau leyst úr haldi verið handteknir og skotnir til bana. Dagblað í eigur herstjórnarinnar segir bardagar hafi byrjað á því að uppreisnarmenn skutu á hermenn og þeir hafi svarað með því að skjóta á grunsamlega bíla. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hafði breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins. Mjanmar Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Konur og börn voru meðal þorpsbúanna sem sögðu eru hafa verið myrt. AP fréttaveitan segir myndir af hinu meinta ódæði vera í drefingu á samfélagsmiðlum í Mjanmar en ekki hafi tekist enn að sannreyna að þær sýni í raun ódæðið. Þær eiga að hafa verið teknar í Mo So þorpi í Mjanmar í gær, jóladag, en voru framin á aðfangadag. Fólk sem hafði flúið undan átaka milli hersins, sem tók völd Mjanmar á árinu og uppreisnarmanna hafði komið saman í Mo So og voru á leið í flóttamannabúðir. Vitni sem ræddi við AP sagði fólkið hafa verið handsamað af hernum og þau myrt. Forsvarsmenn Save the Children segja tvo hjálparstarfsmenn samtakanna hafa verið viðstadda og að þeir séu enn týndir. Þá hafi verið staðfest að bíll þeirra hafi verið brenndur. Samtökin segja minnst 38 hafa verið myrta. Vitni sem Reuters ræddi við sagðist hafa séð 32 lík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir af sambærilegum ódæðum hermanna berast frá Mjanmar, sem gengur einnig undir nafninu Búrma. Sjá einnig: Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar segja að hermenn hafa handtekið minnst þorpsbúa á föstudaginn. Þá hafi fjórir menn sem reyndu að fá þau leyst úr haldi verið handteknir og skotnir til bana. Dagblað í eigur herstjórnarinnar segir bardagar hafi byrjað á því að uppreisnarmenn skutu á hermenn og þeir hafi svarað með því að skjóta á grunsamlega bíla. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hafði breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins.
Mjanmar Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira