Stefna á afléttingar þrátt fyrir fyrsta dauðsfallið vegna ómíkron Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. desember 2021 10:32 Allt að sex klukkustunda bið hefur verið eftir því að komast í covid-próf í Ástralíu undanfarna daga. EPA-EFE/DANNY CASEY Áströlsk stjórnvöld stefna á afléttingar sóttvarnaaðgerða þrátt fyrir að fyrsta dauðsfallið af völdum nýs ómíkron-afbrigðis hafi verið staðfest. Fleiri hafa þá aldrei greinst smitaðir af veirunni á einum degi í landinu en fáir eru þó inniliggjandi á spítala vegna veirunnar. Maðurinn sem lést í gær var á áttræðisaldri og glímdi við önnur heilsufarsvandamál. Hann er sá fyrst sem vitað er um að látist af völdum ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Ástralíu, sem stefnir nú á afléttinga sóttvarnaaðgerða í skrefum. Ómíkron-afbrigði veirunnar, sem sérfræðingar segja smitast hraðar en valda vægari sjúkdómi en fyrri afbrigði veirunnar, fór að dreifast um Ástralíu þegar ferðatakmörkunum milli fylkja landsins hafði verið aflétt og sóttkví Ástrala, sem sneru heim að utan, var sömuleiðis hætt. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni í Ástralíu en nú, sem hefur undanfarin tvö ár eins og flest ríki viðhaldið einhvers konar takmörkunum vegna sóttarinnar. Maðurinn sem lést smitaðist af veirunni á elliheimili og lést á sjúkrahúsi í Sydney. Hann var einn sjö manna sem létust vegna Covid-19 í Ástralíu í gær en sá eini sem staðfest er að hafi látist vegna ómíkron. 10.186 greindust smitaðir af veirunni í Ástralíu í gær, sem er fyrsta skipti sem fleiri en tíu þúsund greinast smitaðir á einum degi í landinu frá upphafi faraldursins. Flestir greindust smitaðir í Nýju Suður-Wales og Viktoríu. Svo virðist þó vera sem alvarleg veikindi vegna ómíkron séu fá í Ástralíu, eins og víða annars staðar. Í Queensland greindust til að mynda 784 smitaðir af veirunni í gær en fjórir eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna hennar. Mikið álag er á prófunarstöðum í Ástralíu þessa dagana og er til að mynda sex klukkustunda bið eftir PCR-prófum fyrir þá sem ætla að ferðast. Þá hefur víða verið gripið til hertari aðgerða, þó enn sé stefnt að afléttingum. Nýja Suður-Wales hefur til að mynda endurvakið þá reglu að fólk þurfi að skrá sig inn á almenningssvæði með QR-kóðum og víða annars staðar hefur grímuskylda verið sett á á ný innandyra. Þá hefur biðtími eftir örvunarskömmtum bóluefna verið styttur úr sex mánuðum niður í fjóra og stefnt er að því að biðtíminn verði styttur í þrjá mánuði innan tíðar. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. 27. desember 2021 10:06 Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Maðurinn sem lést í gær var á áttræðisaldri og glímdi við önnur heilsufarsvandamál. Hann er sá fyrst sem vitað er um að látist af völdum ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Ástralíu, sem stefnir nú á afléttinga sóttvarnaaðgerða í skrefum. Ómíkron-afbrigði veirunnar, sem sérfræðingar segja smitast hraðar en valda vægari sjúkdómi en fyrri afbrigði veirunnar, fór að dreifast um Ástralíu þegar ferðatakmörkunum milli fylkja landsins hafði verið aflétt og sóttkví Ástrala, sem sneru heim að utan, var sömuleiðis hætt. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni í Ástralíu en nú, sem hefur undanfarin tvö ár eins og flest ríki viðhaldið einhvers konar takmörkunum vegna sóttarinnar. Maðurinn sem lést smitaðist af veirunni á elliheimili og lést á sjúkrahúsi í Sydney. Hann var einn sjö manna sem létust vegna Covid-19 í Ástralíu í gær en sá eini sem staðfest er að hafi látist vegna ómíkron. 10.186 greindust smitaðir af veirunni í Ástralíu í gær, sem er fyrsta skipti sem fleiri en tíu þúsund greinast smitaðir á einum degi í landinu frá upphafi faraldursins. Flestir greindust smitaðir í Nýju Suður-Wales og Viktoríu. Svo virðist þó vera sem alvarleg veikindi vegna ómíkron séu fá í Ástralíu, eins og víða annars staðar. Í Queensland greindust til að mynda 784 smitaðir af veirunni í gær en fjórir eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna hennar. Mikið álag er á prófunarstöðum í Ástralíu þessa dagana og er til að mynda sex klukkustunda bið eftir PCR-prófum fyrir þá sem ætla að ferðast. Þá hefur víða verið gripið til hertari aðgerða, þó enn sé stefnt að afléttingum. Nýja Suður-Wales hefur til að mynda endurvakið þá reglu að fólk þurfi að skrá sig inn á almenningssvæði með QR-kóðum og víða annars staðar hefur grímuskylda verið sett á á ný innandyra. Þá hefur biðtími eftir örvunarskömmtum bóluefna verið styttur úr sex mánuðum niður í fjóra og stefnt er að því að biðtíminn verði styttur í þrjá mánuði innan tíðar.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. 27. desember 2021 10:06 Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. 27. desember 2021 10:06
Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28
Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04