Tæplega fjögur hundruð látin á Filippseyjum Heimsljós 29. desember 2021 09:01 OCHA Rúmlega 530 þúsund manns eiga um sárt að binda eftir eftir fellibylinn Rai og tugþúsundir hafast við í neyðarskýlum. Staðfest er að 397 eru látin og 83 er enn saknað á Filippseyjum eftir að fellibylurinn Rai fór yfir eyjarnar 16. desember síðastliðinn. Rúmlega 530 þúsund manns eiga um sárt að binda eftir hörmungarnar og tugþúsundir hafast við í neyðarskýlum. Sameinuðu þjóðirnar hafa hrundið af stað fjársöfnun á grunni viðbragðsáætlunar upp á fjórtán milljarða íslenskra króna. Fellibylurinn, sem heimamenn kalla Odette, olli miklum skaða í sex af sautján héruðum Filippseyja. Auk þeirra tæpra 400 íbúa sem fórust í fellibylnum slösuðust á annað þúsund og 630 þúsund lentu á vergangi. Um 200 þúsund hús skemmdust í ofaveðrinu. Óttast er að hópsmit COVID-19 fari sem eldur í sinu um neyðarskýli, sérstaklega í einu þeirra, þar sem alltof margir hafa leitað skjóls. Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna, CERF, úthlutaði þegar tólf milljónum Bandaríkjadala til hjálparstarfa á vegum ýmissa stofnana sameinuðu þjóðanna á vettvangi, eins og Barnahjálparinnar, UNICEF, Mannfjöldasjóðsins, UNFPA og Matvælaáætlunarinnar, WFP. Neyðarsjóðurinn er einn af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð og Ísland greiðir árleg framlög til CERF samkvæmt rammasamningi. Sjóðnum er ætlað að grípa þegar inn í skyndilega neyð eins og á Filippseyjum í kjölfar fellibylsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Filippseyjar Náttúruhamfarir Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent
Staðfest er að 397 eru látin og 83 er enn saknað á Filippseyjum eftir að fellibylurinn Rai fór yfir eyjarnar 16. desember síðastliðinn. Rúmlega 530 þúsund manns eiga um sárt að binda eftir hörmungarnar og tugþúsundir hafast við í neyðarskýlum. Sameinuðu þjóðirnar hafa hrundið af stað fjársöfnun á grunni viðbragðsáætlunar upp á fjórtán milljarða íslenskra króna. Fellibylurinn, sem heimamenn kalla Odette, olli miklum skaða í sex af sautján héruðum Filippseyja. Auk þeirra tæpra 400 íbúa sem fórust í fellibylnum slösuðust á annað þúsund og 630 þúsund lentu á vergangi. Um 200 þúsund hús skemmdust í ofaveðrinu. Óttast er að hópsmit COVID-19 fari sem eldur í sinu um neyðarskýli, sérstaklega í einu þeirra, þar sem alltof margir hafa leitað skjóls. Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna, CERF, úthlutaði þegar tólf milljónum Bandaríkjadala til hjálparstarfa á vegum ýmissa stofnana sameinuðu þjóðanna á vettvangi, eins og Barnahjálparinnar, UNICEF, Mannfjöldasjóðsins, UNFPA og Matvælaáætlunarinnar, WFP. Neyðarsjóðurinn er einn af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð og Ísland greiðir árleg framlög til CERF samkvæmt rammasamningi. Sjóðnum er ætlað að grípa þegar inn í skyndilega neyð eins og á Filippseyjum í kjölfar fellibylsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Filippseyjar Náttúruhamfarir Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent