Stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi Jón Bjarni Steinsson skrifar 29. desember 2021 14:09 Heimsfaraldur Covid hefur leikið heiminn grátt síðustu tæpu tvö ár. Fólk og fyrirtæki hafa fundið mismikið fyrir áhrifum hans, sumir blómstra á meðan aðrir hafa þurft að reyna lifa af við mikil höft. Ferðaþjónustan og veitingageirinn hafa líklega þurft að moka mesta flórinn hvað þetta varðar. Núna í mars verða liðin tvö ár frá fyrstu höftum á veitingarekstur, þann tíma hefur hann aldrei fengið að starfa haftalaus. Sumum hefur verið gert að loka á meðan aðrir hafa þurft að laga sig að samkomutakmörkunum sem taka stöðugum breytingum. Síðustu „stóru“ takmarkanirnar tóku gildi aðfaranótt 13. Nóvember síðastliðinn, þær voru siðan hertar enn frekar á Þorláksmessu. Þessar takmarkanir lömuðu skemmtistaði, takmörkuðu bari og krár verulega og hjuggu skörð í rekstur veitingastaða. Ríkisstjórnin og þar fremstur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa strítt veitingafólki með því síðustu vikur að stjórnvöld muni „að sjálfsögðu“ koma til bjargar og aðstoða þennan rekstur við að halda sér á floti í gegnum þessa nýjustu bylgju. Enda ekki vanþörf á því að öll þau úrræði sem rekstraraðilum hafa staðið til boða eru útrunnin. Nóvember var síðasti mánuður viðspyrnustyrks og aðrar aðgerðir þegar runnar út. Þeir sem síðan hafa verið svo vitlausir síðasta rúma árið að hefja nýjan rekstur hafa aldrei haft aðgang að neinni aðstoð. Bjarni Benediktsson laug – fjárlög voru afgreidd í dag og þingmenn komnir í „langþráð“ jólafrí fram til 17 janúar. Á meðan geta þeir sem treystu því að einhver aðstoð væri á leiðinni bara étið það sem úti frýs. Það er bara eins og það er, þetta er ákvörðun þeirra sem ráða. En hverjar eru hugsanlegar afleiðingar af þessu sinnuleysi yfirvalda? Þær eru margvíslegar, en það er álit höfundar, að sé það ekki nú þegar hafið þá mun þetta ástand mjög fljótlega fara að leiða til þess að aðilar leiti allra leiða til þess að kreista út það sem hægt er. Það eru allir löngu búnir að hagræða af sér neðri endann. Næsta skref er að þeir sem verst eru staddir fari að taka fram hjá sjóði og borga fólki svart. Sem er sérstaklega sorglegt í ljósi þess að síðustu 10-15 ár hefur þessi iðnaður mjög hratt þróast í þá átt að þessir hlutir séu almennt í mjög góðu lagi. Þetta mun valda ójafnvægi vegna þess að þeir sem hafa rétt við munu standa höllum fæti gagnvart samkeppnisaðilum sem gera það ekki. Og það er kannski kaldhæðnislegt að líklega hafa gjaldþrot í þessum rekstri ekki verið jafn tíð og ætla mætti vegna þess einmitt að stór hluti rekstraraðila eru með sín mál í lagi, í góðum rekstri, og hafa þess vegna getað veðrað þetta af sér með skilningi og trausti frá kröfuhöfum. En sá tankur er orðinn tómur – fram undan eru verstu mánuðir ársins í veitingarekstri og skilaboðin frá yfirvöldum mjög skýr - þeim er einfaldlega skítsama!!! Kannski halda þau að þetta leysist bara með stórri gjaldþrotahrinu núna á vormánuðum. Það er því miður mikill misskilningur – veitingastaðir hafa margir hverjir rúllað á undan sér skuldum við ríki, lánastofnanir og birgja í gegnum þetta allt. Þegar þeir fara að hrynja þannig að kröfuhafar fái ekkert upp í sínar kröfur þá hefur það keðjuverkandi áhrif. Tug milljarða króna keðjuverkandi áhrif. Það er dýrt spaug ef sú ákvörðun verður tekin að grípa ekki STRAX til einhverra aðgerða. Kæra Ríkisstjórn: Plís..... Ekki gera ekki neitt. Höfundur er skattalögfræðingur, veitingamaður og viðburðahaldari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur Covid hefur leikið heiminn grátt síðustu tæpu tvö ár. Fólk og fyrirtæki hafa fundið mismikið fyrir áhrifum hans, sumir blómstra á meðan aðrir hafa þurft að reyna lifa af við mikil höft. Ferðaþjónustan og veitingageirinn hafa líklega þurft að moka mesta flórinn hvað þetta varðar. Núna í mars verða liðin tvö ár frá fyrstu höftum á veitingarekstur, þann tíma hefur hann aldrei fengið að starfa haftalaus. Sumum hefur verið gert að loka á meðan aðrir hafa þurft að laga sig að samkomutakmörkunum sem taka stöðugum breytingum. Síðustu „stóru“ takmarkanirnar tóku gildi aðfaranótt 13. Nóvember síðastliðinn, þær voru siðan hertar enn frekar á Þorláksmessu. Þessar takmarkanir lömuðu skemmtistaði, takmörkuðu bari og krár verulega og hjuggu skörð í rekstur veitingastaða. Ríkisstjórnin og þar fremstur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa strítt veitingafólki með því síðustu vikur að stjórnvöld muni „að sjálfsögðu“ koma til bjargar og aðstoða þennan rekstur við að halda sér á floti í gegnum þessa nýjustu bylgju. Enda ekki vanþörf á því að öll þau úrræði sem rekstraraðilum hafa staðið til boða eru útrunnin. Nóvember var síðasti mánuður viðspyrnustyrks og aðrar aðgerðir þegar runnar út. Þeir sem síðan hafa verið svo vitlausir síðasta rúma árið að hefja nýjan rekstur hafa aldrei haft aðgang að neinni aðstoð. Bjarni Benediktsson laug – fjárlög voru afgreidd í dag og þingmenn komnir í „langþráð“ jólafrí fram til 17 janúar. Á meðan geta þeir sem treystu því að einhver aðstoð væri á leiðinni bara étið það sem úti frýs. Það er bara eins og það er, þetta er ákvörðun þeirra sem ráða. En hverjar eru hugsanlegar afleiðingar af þessu sinnuleysi yfirvalda? Þær eru margvíslegar, en það er álit höfundar, að sé það ekki nú þegar hafið þá mun þetta ástand mjög fljótlega fara að leiða til þess að aðilar leiti allra leiða til þess að kreista út það sem hægt er. Það eru allir löngu búnir að hagræða af sér neðri endann. Næsta skref er að þeir sem verst eru staddir fari að taka fram hjá sjóði og borga fólki svart. Sem er sérstaklega sorglegt í ljósi þess að síðustu 10-15 ár hefur þessi iðnaður mjög hratt þróast í þá átt að þessir hlutir séu almennt í mjög góðu lagi. Þetta mun valda ójafnvægi vegna þess að þeir sem hafa rétt við munu standa höllum fæti gagnvart samkeppnisaðilum sem gera það ekki. Og það er kannski kaldhæðnislegt að líklega hafa gjaldþrot í þessum rekstri ekki verið jafn tíð og ætla mætti vegna þess einmitt að stór hluti rekstraraðila eru með sín mál í lagi, í góðum rekstri, og hafa þess vegna getað veðrað þetta af sér með skilningi og trausti frá kröfuhöfum. En sá tankur er orðinn tómur – fram undan eru verstu mánuðir ársins í veitingarekstri og skilaboðin frá yfirvöldum mjög skýr - þeim er einfaldlega skítsama!!! Kannski halda þau að þetta leysist bara með stórri gjaldþrotahrinu núna á vormánuðum. Það er því miður mikill misskilningur – veitingastaðir hafa margir hverjir rúllað á undan sér skuldum við ríki, lánastofnanir og birgja í gegnum þetta allt. Þegar þeir fara að hrynja þannig að kröfuhafar fái ekkert upp í sínar kröfur þá hefur það keðjuverkandi áhrif. Tug milljarða króna keðjuverkandi áhrif. Það er dýrt spaug ef sú ákvörðun verður tekin að grípa ekki STRAX til einhverra aðgerða. Kæra Ríkisstjórn: Plís..... Ekki gera ekki neitt. Höfundur er skattalögfræðingur, veitingamaður og viðburðahaldari.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar