Hefði ekki hætt nema vegna þess að tapið var gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2021 11:30 Roy Hodgson miður sín á meðan íslenski hópurinn fagnaði í Nice árið 2016. Roy Hodgson kveðst ánægður með að lið undir stjórn Lars Lagerbäck skyldi reynast banabiti hans sem þjálfara enska landsliðsins í fótbolta. Hann segir að tap gegn Íslandi hafi verið of slæmt til að enska þjóðin gæti unað honum að halda áfram í starfi. „Ég hefði haldið áfram eftir EM 2016 ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að við vorum slegnir út af Íslandi,“ segir hinn 74 ára gamli Hodgson í sænska hlaðvarpsþættinum Lundh. Hodgson hóf sinn langa þjálfaraferil í Svíþjóð árið 1976 og stýrði meðal annars sænsku liðunum Halmstad, Örebro og Malmö. Hodgson tók við enska landsliðinu af Fabio Capello rétt fyrir EM 2012 en tilkynnti afsögn sína á blaðamannafundi strax eftir 2-1 tapið gegn Íslandi í Nice. „Ég held að það hefði ekki verið hægt að halda áfram eftir það, með tilliti til þess hvað fólki fannst um mig eftir það. En ef við hefðum unnið þann leik, farið til Parísar og staðið okkur ágætlega gegn Frökkum, þá hefði ég haldið áfram,“ segir Hodgson. Vörðu miklum tíma í að ræða löngu innköstin en tveir sinntu ekki sínu hlutverki Enska þjóðin muni hins vegar aldrei sætta sig við það að vera slegin út af smáþjóð á borð við Ísland: „Já, þannig verður fólk alltaf. Enska þjóðin lítur svo á að önnur landslið séu aldrei það góð, ekki nema að við séum að tala um Þýskaland, Frakkland, Ítalíu eða Spán. Þá eru þau ekki hátt metin í Englandi, sérstaklega ekki lítil þjóð eins og Ísland. En við vissum að þetta yrði ekki auðveldur leikur vegna þess hvernig Lars hafði skipulagt liðið. Þeir voru líka með ansi góða leikmenn, en aðallega var þetta vel skipulagt lið. Þeir höfðu líka vopn sem við vissum af, og vildum verjast en gerðum það ekki nógu vel. Sérstaklega löngu innköstin, sem við vörðum miklum tíma í að ræða um. En svo kom langt innkast og tveir leikmenn gerðu ekki það sem þeir áttu að gera, og við fengum á okkur mark,“ segir Hodgson, greinilega ekki búinn að gleyma markinu sem Ragnar Sigurðsson skoraði þegar hann jafnaði metin eftir langt innkast Arons Einars Gunnarssonar. Roy Hodgson horfir inn á völlinn þar sem Ari Freyr Skúlason og Ragnar Sigurðsson eru til varnar gegn Daniel Sturridge og Harry Kane.Getty Ánægður með að það skyldi vera Lars Hodgson kveðst líta á Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni stýrði Íslandi á EM, sem vin. Það sé því huggun harmi gegn að tíma hans með enska landsliðinu lyki gegn Svíanum. „Einhver varð að gera það og á vissan hátt er ég ánægður með að það skyldi vera Lars sem ég lít á sem vin. Árangurinn sem hann náði hjálpaði honum til frekari starfa og árangurs. Það er gott að hann geti horft ánægður til baka. Ekki bara á öll árin sem hann stýrði sænska landsliðinu heldur líka Íslandi og Noregi.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
„Ég hefði haldið áfram eftir EM 2016 ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að við vorum slegnir út af Íslandi,“ segir hinn 74 ára gamli Hodgson í sænska hlaðvarpsþættinum Lundh. Hodgson hóf sinn langa þjálfaraferil í Svíþjóð árið 1976 og stýrði meðal annars sænsku liðunum Halmstad, Örebro og Malmö. Hodgson tók við enska landsliðinu af Fabio Capello rétt fyrir EM 2012 en tilkynnti afsögn sína á blaðamannafundi strax eftir 2-1 tapið gegn Íslandi í Nice. „Ég held að það hefði ekki verið hægt að halda áfram eftir það, með tilliti til þess hvað fólki fannst um mig eftir það. En ef við hefðum unnið þann leik, farið til Parísar og staðið okkur ágætlega gegn Frökkum, þá hefði ég haldið áfram,“ segir Hodgson. Vörðu miklum tíma í að ræða löngu innköstin en tveir sinntu ekki sínu hlutverki Enska þjóðin muni hins vegar aldrei sætta sig við það að vera slegin út af smáþjóð á borð við Ísland: „Já, þannig verður fólk alltaf. Enska þjóðin lítur svo á að önnur landslið séu aldrei það góð, ekki nema að við séum að tala um Þýskaland, Frakkland, Ítalíu eða Spán. Þá eru þau ekki hátt metin í Englandi, sérstaklega ekki lítil þjóð eins og Ísland. En við vissum að þetta yrði ekki auðveldur leikur vegna þess hvernig Lars hafði skipulagt liðið. Þeir voru líka með ansi góða leikmenn, en aðallega var þetta vel skipulagt lið. Þeir höfðu líka vopn sem við vissum af, og vildum verjast en gerðum það ekki nógu vel. Sérstaklega löngu innköstin, sem við vörðum miklum tíma í að ræða um. En svo kom langt innkast og tveir leikmenn gerðu ekki það sem þeir áttu að gera, og við fengum á okkur mark,“ segir Hodgson, greinilega ekki búinn að gleyma markinu sem Ragnar Sigurðsson skoraði þegar hann jafnaði metin eftir langt innkast Arons Einars Gunnarssonar. Roy Hodgson horfir inn á völlinn þar sem Ari Freyr Skúlason og Ragnar Sigurðsson eru til varnar gegn Daniel Sturridge og Harry Kane.Getty Ánægður með að það skyldi vera Lars Hodgson kveðst líta á Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni stýrði Íslandi á EM, sem vin. Það sé því huggun harmi gegn að tíma hans með enska landsliðinu lyki gegn Svíanum. „Einhver varð að gera það og á vissan hátt er ég ánægður með að það skyldi vera Lars sem ég lít á sem vin. Árangurinn sem hann náði hjálpaði honum til frekari starfa og árangurs. Það er gott að hann geti horft ánægður til baka. Ekki bara á öll árin sem hann stýrði sænska landsliðinu heldur líka Íslandi og Noregi.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira