Hvað er síonismi? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 31. desember 2021 09:01 Þau eru fá skammaryrðin sem eru orðin jafn gildishlaðin og neikvæð í hugum margra og „síonisti“. Gjarnan fylgir orðinu hrina af meintum samheitum, til dæmis „kynþáttahatari“, „landræningi“ og „nýlendusinni“. Við nánari eftirgrennslan kemur hins vegar í ljós að fólk virðist eiga erfitt með að koma frá sér einfaldri og hlutlausri skilgreiningu síonismans. En nýlega gerði leikkonan Sarah Silverman heiðarlega tilraun til þess í hlaðvarpi sínu: „Síonismi, eins og hann er skilgreindur, þýðir að þú ert þeirrar skoðunar að Ísrael eigi sér tilvistarrétt. Þú ert þeirrar skoðunar... að það ætti að vera ríki Gyðinga. Og hey... það eru mörg múslimaríki... Við hér í Bandaríkjunum erum í raun... kristið land, svo má ekki vera til eitt... bara eitt Gyðingaríki?“[1] Það þarf vart að taka fram að Sarah Silverman staðsetur sig á vinstri væng stjórnmálanna. Yfirlýsing hennar kom mér því nokkuð á óvart. Þetta minnti mig á þá daga sem síonismi var enn talinn til vinstri-baráttumála. Á sjöunda og áttunda áratugnum lýstu mannréttindafrömuðir í demókrataflokknum eins og Roy Wilkins,[2] A. Philip Randolph og Bayard Rustin yfir stuðningi sínum við Ísrael.[3] Robert Kennedy var einnig dyggur stuðningsmaður Ísraels þar til hann var myrtur af Palestínumanninum Sirhan Sirhan árið 1968.[4] Það var í raun ekki fyrr en undir lok tuttugustu aldar sem Ísraelsríki varð að því flokkspólitíska bitbeini sem það er í dag. Hverjum manni er auðvitað frjálst að kenna sig við þær stefnur sem hann kýs. En hver sá sem styður tilvistarrétt Ísraels sem gyðinglegs ríkis gæti með réttu kallað sig síonista, hvort sem viðkomandi er trúaður eða trúlaus, sama hvar hann býr og sama hvort hann sé fylgjandi eins, tveggja eða jafnvel þriggja ríkja lausn í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. Öll smáatriði um yfirborðsstærð og stjórnarfar Ísraelsríkis geta síonistar verið innbyrðis ósammála um. Í dag er sjaldgæft að vinstrisinni vogi sér að lýsa yfir stuðningi við Ísrael á nokkurn hátt. Sarah Silverman tók því áhættu með yfirlýsingu sinni. En mig grunar að fleiri á vinstri vængnum deili afstöðu hennar þótt þöglir séu. Vonandi munu þeir feta í fótspor hennar og láta í sér heyra. Hver veit, kannski næst aftur þverpólitísk sátt um stuðning við Ísraelsríki og síonismann í náinni framtíð. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.facebook.com/realsarahidan/videos/217919783852566 [2] https://news.google.com/newspapers?nid=2211&dat=19670624&id=Dd8mAAAAIBAJ&sjid=7gIGAAAAIBAJ&pg=533,2459703 [3] https://www.nytimes.com/1975/09/12/archives/blacks-organize-proisrael-group-committee-seeks-to-counter-un.html [4] https://www.reuters.com/world/us/convicted-rfk-assassin-sirhan-sirhan-granted-parole-2021-08-27/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þau eru fá skammaryrðin sem eru orðin jafn gildishlaðin og neikvæð í hugum margra og „síonisti“. Gjarnan fylgir orðinu hrina af meintum samheitum, til dæmis „kynþáttahatari“, „landræningi“ og „nýlendusinni“. Við nánari eftirgrennslan kemur hins vegar í ljós að fólk virðist eiga erfitt með að koma frá sér einfaldri og hlutlausri skilgreiningu síonismans. En nýlega gerði leikkonan Sarah Silverman heiðarlega tilraun til þess í hlaðvarpi sínu: „Síonismi, eins og hann er skilgreindur, þýðir að þú ert þeirrar skoðunar að Ísrael eigi sér tilvistarrétt. Þú ert þeirrar skoðunar... að það ætti að vera ríki Gyðinga. Og hey... það eru mörg múslimaríki... Við hér í Bandaríkjunum erum í raun... kristið land, svo má ekki vera til eitt... bara eitt Gyðingaríki?“[1] Það þarf vart að taka fram að Sarah Silverman staðsetur sig á vinstri væng stjórnmálanna. Yfirlýsing hennar kom mér því nokkuð á óvart. Þetta minnti mig á þá daga sem síonismi var enn talinn til vinstri-baráttumála. Á sjöunda og áttunda áratugnum lýstu mannréttindafrömuðir í demókrataflokknum eins og Roy Wilkins,[2] A. Philip Randolph og Bayard Rustin yfir stuðningi sínum við Ísrael.[3] Robert Kennedy var einnig dyggur stuðningsmaður Ísraels þar til hann var myrtur af Palestínumanninum Sirhan Sirhan árið 1968.[4] Það var í raun ekki fyrr en undir lok tuttugustu aldar sem Ísraelsríki varð að því flokkspólitíska bitbeini sem það er í dag. Hverjum manni er auðvitað frjálst að kenna sig við þær stefnur sem hann kýs. En hver sá sem styður tilvistarrétt Ísraels sem gyðinglegs ríkis gæti með réttu kallað sig síonista, hvort sem viðkomandi er trúaður eða trúlaus, sama hvar hann býr og sama hvort hann sé fylgjandi eins, tveggja eða jafnvel þriggja ríkja lausn í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. Öll smáatriði um yfirborðsstærð og stjórnarfar Ísraelsríkis geta síonistar verið innbyrðis ósammála um. Í dag er sjaldgæft að vinstrisinni vogi sér að lýsa yfir stuðningi við Ísrael á nokkurn hátt. Sarah Silverman tók því áhættu með yfirlýsingu sinni. En mig grunar að fleiri á vinstri vængnum deili afstöðu hennar þótt þöglir séu. Vonandi munu þeir feta í fótspor hennar og láta í sér heyra. Hver veit, kannski næst aftur þverpólitísk sátt um stuðning við Ísraelsríki og síonismann í náinni framtíð. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.facebook.com/realsarahidan/videos/217919783852566 [2] https://news.google.com/newspapers?nid=2211&dat=19670624&id=Dd8mAAAAIBAJ&sjid=7gIGAAAAIBAJ&pg=533,2459703 [3] https://www.nytimes.com/1975/09/12/archives/blacks-organize-proisrael-group-committee-seeks-to-counter-un.html [4] https://www.reuters.com/world/us/convicted-rfk-assassin-sirhan-sirhan-granted-parole-2021-08-27/
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar