Maggi Eiríks hvergi nærri hættur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. janúar 2022 19:00 Magnús Eiríksson er einn ástsælasti lagahöfundur þjóðarinnar. Janus Traustason Einn ástsælasti lagahöfundur þjóðarinnar, Magnús Eiríksson eða Maggi Eiríks, segist hvergi nærri hættur. Hann varð 76 ára gamall á síðasta ári og segir lykilatriði að spila á gítarinn á hverjum degi til að halda puttunum í lagi. Tónlistarmaðurinn var í viðtali hjá Þorgeiri Ástvaldssyni nýverið og ræddi tónlistina og lífið. Maggi segist hafa alist upp við Elvis Presley en fljótlega hafi Shadows, Bítlarnir og aðrar hljómsveitir skotið sér fram á sjónarsviðið. Hann byrjaði í fótbolta en færði sig fljótlega alfarið yfir í tónlistina. „Ég var markmaður hjá Fram þarna á gamla malarvellinum, sem drap nú marga, fyrir neðan Sjómannaskólann. Ég var kominn held ég í annan eða þriðja flokk, eitthvað svoleiðis, fimmtán ára. Þá kom hljómlistin og stelpurnar og allt þetta og maður mátti ekkert vera að því að vera í fótbolta,“ segir Maggi Eiríks og bölvar malarvöllunum gömlu. Maggi er enn á því að tónlistarsköpunin þurfi ekki að vera flókin og bestu lagasmíðarnar séu jafnvel fólgnar í einfaldleikanum: „Ég er enn á því að það þurfi ekki nema eina sögu og þrjá hljóma eins og segir í kántrímúsíkinni.“ Hann fer yfir víðan völl í viðtalinu og rekur sögu þekktustu laga sinna: „Ég er náttúrulega búinn að gera alveg ægilegan helling af textum í gegnum tíðina. Ég hef ekki einu sinni tölu á því.“ „Við verðum allir ástfangnir þrisvar að minnsta kosti. Fyrst er það baby love í skólanum, fallega andlitið, svo er það unglingaástin. Hún getur verið helvíti hættuleg og svo kemur þessi eina sanna ef maður er heppinn - og fær já. Ég var heppinn, rosalega.“ Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Tónlist Eldri borgarar Tímamót Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Sjá meira
Tónlistarmaðurinn var í viðtali hjá Þorgeiri Ástvaldssyni nýverið og ræddi tónlistina og lífið. Maggi segist hafa alist upp við Elvis Presley en fljótlega hafi Shadows, Bítlarnir og aðrar hljómsveitir skotið sér fram á sjónarsviðið. Hann byrjaði í fótbolta en færði sig fljótlega alfarið yfir í tónlistina. „Ég var markmaður hjá Fram þarna á gamla malarvellinum, sem drap nú marga, fyrir neðan Sjómannaskólann. Ég var kominn held ég í annan eða þriðja flokk, eitthvað svoleiðis, fimmtán ára. Þá kom hljómlistin og stelpurnar og allt þetta og maður mátti ekkert vera að því að vera í fótbolta,“ segir Maggi Eiríks og bölvar malarvöllunum gömlu. Maggi er enn á því að tónlistarsköpunin þurfi ekki að vera flókin og bestu lagasmíðarnar séu jafnvel fólgnar í einfaldleikanum: „Ég er enn á því að það þurfi ekki nema eina sögu og þrjá hljóma eins og segir í kántrímúsíkinni.“ Hann fer yfir víðan völl í viðtalinu og rekur sögu þekktustu laga sinna: „Ég er náttúrulega búinn að gera alveg ægilegan helling af textum í gegnum tíðina. Ég hef ekki einu sinni tölu á því.“ „Við verðum allir ástfangnir þrisvar að minnsta kosti. Fyrst er það baby love í skólanum, fallega andlitið, svo er það unglingaástin. Hún getur verið helvíti hættuleg og svo kemur þessi eina sanna ef maður er heppinn - og fær já. Ég var heppinn, rosalega.“ Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Tónlist Eldri borgarar Tímamót Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Sjá meira