Gátu ekki beðið lengur og keyptu nýbyggingu Fiskmarkaðsins Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2022 13:45 Húsnæðið er sagt henta vel undir starfsemina. Arctic Fish Arctic Oddi ehf., dótturfélag laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish ehf. á Vestfjörðum, hefur keypt nýbyggingu Fiskmarkaðs Bolungarvíkur að Brimbrjótsgötu í Bolungarvík. Hyggst félagið koma upp laxasláturhúsi í byggingunni. Samningurinn var undirritaður á gamlársdag. Að sögn Arctic Fish hefur takmörkuð sláturgeta gert það að verkum að ekki hafi tekist að anna allri eftirspurn eftir slátrun á eldislaxi stóran hluta þessa árs. „Með aukinni framleiðslu er fyrirséð að þetta verði staðan þar til að sláturgeta á Vestfjörðum hefur verið aukin. Með það í huga þarf félagið að tryggja sér aukið aðgengi að slátrun eins fljótt og auðið er,“ segir í tilkynningu. Að sögn bæjaryfirvalda í Bolungarvík hefur Fiskmarkaðurinn í staðinn fengið aðra lóð undir nýtt hús sem fyrirhugað er að reisa. Lóðin var í eigu mjólkurvinnslunnar Örnu sem samdi um að bærinn fengi lóðina en léti í staðinn stækka lóð Örnu neðan við Íshúsið með landfyllingu. Einnig var undirritaður samningur til sjö ára milli Arctic Sea Farm ehf. og Bolungarvíkurkaupstaðar um aflagjöld af eldislaxi. View this post on Instagram A post shared by Bolungarvík (@bolungarvik) Skoðað að byggja eitt stórt sláturhús fyrir fyrirtækin Sláturmál Arctic Fish hafa verið í skoðun um nokkurt skeið. Hefur þar verið horft til þess að nýta stærðarhagkvæmni þess að byggja eitt stórt sláturhús fyrir stærsta hluta þeirrar framleiðslu sem kemur frá Vestfjörðum. Að sögn Arctic Fish hafa margir staðir komið til greina sem og samstarf við önnur eldisfyrirtæki. Sú skoðun hafi þó dregist og byggingartími slíkrar framkvæmdar um tvö ár. Á sama tíma stækki eldi fyrirtækisins hratt á meðan núverandi sláturgeta sé takmörkuð. „Með því að kaupa umrætt húsnæði sem hentar vel fyrir þessa starfsemi og er nánast tilbúið er mögulegt á tiltölulega stuttum tíma að koma upp sláturhúsi sem annar þeirri framleiðslu sem framundan er. Þrátt fyrir að ákvörðun um fjárfestingu í sláturhúsi liggi ekki fyrir vill félagið tryggja sér húsnæðið með það að markmiði að koma þar upp sláturhúsi sem annar framleiðslu fyrirtækisins,“ segir Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish, í tilkynningu. Bolungarvík Fiskeldi Fiskur Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Samningurinn var undirritaður á gamlársdag. Að sögn Arctic Fish hefur takmörkuð sláturgeta gert það að verkum að ekki hafi tekist að anna allri eftirspurn eftir slátrun á eldislaxi stóran hluta þessa árs. „Með aukinni framleiðslu er fyrirséð að þetta verði staðan þar til að sláturgeta á Vestfjörðum hefur verið aukin. Með það í huga þarf félagið að tryggja sér aukið aðgengi að slátrun eins fljótt og auðið er,“ segir í tilkynningu. Að sögn bæjaryfirvalda í Bolungarvík hefur Fiskmarkaðurinn í staðinn fengið aðra lóð undir nýtt hús sem fyrirhugað er að reisa. Lóðin var í eigu mjólkurvinnslunnar Örnu sem samdi um að bærinn fengi lóðina en léti í staðinn stækka lóð Örnu neðan við Íshúsið með landfyllingu. Einnig var undirritaður samningur til sjö ára milli Arctic Sea Farm ehf. og Bolungarvíkurkaupstaðar um aflagjöld af eldislaxi. View this post on Instagram A post shared by Bolungarvík (@bolungarvik) Skoðað að byggja eitt stórt sláturhús fyrir fyrirtækin Sláturmál Arctic Fish hafa verið í skoðun um nokkurt skeið. Hefur þar verið horft til þess að nýta stærðarhagkvæmni þess að byggja eitt stórt sláturhús fyrir stærsta hluta þeirrar framleiðslu sem kemur frá Vestfjörðum. Að sögn Arctic Fish hafa margir staðir komið til greina sem og samstarf við önnur eldisfyrirtæki. Sú skoðun hafi þó dregist og byggingartími slíkrar framkvæmdar um tvö ár. Á sama tíma stækki eldi fyrirtækisins hratt á meðan núverandi sláturgeta sé takmörkuð. „Með því að kaupa umrætt húsnæði sem hentar vel fyrir þessa starfsemi og er nánast tilbúið er mögulegt á tiltölulega stuttum tíma að koma upp sláturhúsi sem annar þeirri framleiðslu sem framundan er. Þrátt fyrir að ákvörðun um fjárfestingu í sláturhúsi liggi ekki fyrir vill félagið tryggja sér húsnæðið með það að markmiði að koma þar upp sláturhúsi sem annar framleiðslu fyrirtækisins,“ segir Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish, í tilkynningu.
Bolungarvík Fiskeldi Fiskur Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira