Vonar að þjóðin hafi skemmt sér yfir baráttunni við vindmylluna Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. janúar 2022 20:46 Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar stóð vaktina í dag. Vísir Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar sem kom að því að fella vindmylluna í Þykkvabæ, segir að verkefnið sé með því flóknara sem hafi komið inn á borð þeirra. Um 100 kíló af sprengiefni voru notuð til að fella vindmylluna. Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í dag hefur vakið mikla athygli en niður fór hún eftir sex sprengjuhleðslur og átta tíma. Ákveðið var að fella vindmylluna eftir að hún brann á nýársnótt, svo koma mætti í veg fyrir tjón vegna vonskuveðurs sem von er á. „Þetta var mjög flókið og stórt viðfangsefni fyrir okkur,“ sagði Ásgeir kampakátur með afrakstur vinnudagsins í viðtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann og Arnar Halldórsson tökumann sem staðið hafa vaktina í Þykkvabæ í allan dag. „Já, það fór svolítið meira í þetta en við reiknuðum út. Miðað við okkar útreikninga sem við gerðum í gærkvöldi þá hefði hann átt að falla fyrir myrkur,“ sagði Ásgeir en horfa má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan. Lítill tími fékkst í undirbúning enda allir í kapp við veðrið. Ásgeir reiknaði þó með að vindmyllan myndi falla fyrr en hún gerði. „Svona tvö, þrjú, fjögur kannski en það er alltaf erfitt að segja. Svona verkefni eru yfirleitt viku í undirbúning. Við fengum sólarhring tæpan. Þetta þurfti að klárast fyrir miðnætti áður en lægðin kemur inn,“ sagði Ásgeir. Með flóknustu verkfræðisprengingum sem hægt er að gera Þetta var sem fyrr segir afar flókið verkefni. „Þetta er tveggja sentimetra þykkt stál og að fella svona hring í stálformi er gríðarlega flókið verkefni. Þetta er ekki auðvelt og eru í rauninni flóknustu verkfræðisprengingar sem menn gera. Við erum vissulega sprengjusérfræðingar en þetta er ekki daglegt hjá okkur að sprengja svona. Þetta er flókið og krefjandi og mikið af útreikningum.“ Ásgeir segir að myllan hafi fallið í hárrétta átt, miðað við væntingar sveitarinnar. Um 100 kíló af sprengiefni hafi verið notuð, í mörgum litlum sprengingum. Hann segir að vissulega hefði verið hægt að nota allt sprengiefnið í einu, en það hefði valdið tjóni. Lykilatriðið hafi verið að notast við margar litlar sprengingar. Þúsundir fylgdust með aðgerðum Ásgeirs og félaga í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Ásgeir vonar að þeir sem fylgdust með hafi skemmt sér vel. „Við höfum ekkert að fela, ekki í þessu verkefni. Engin mistök og neitt sem gerist í þessu verkefni og ef það gerist þá er það bara þannig. Við erum með breitt bak og tökum það bara á okkur.“ Eru allir sáttir eftir daginn? „Við erum allavega mjög sáttir og ég bara vona að þjóðin hafi skemmt sér við þetta í dag og haft eitthvað annað að hugsa um.“ Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í dag hefur vakið mikla athygli en niður fór hún eftir sex sprengjuhleðslur og átta tíma. Ákveðið var að fella vindmylluna eftir að hún brann á nýársnótt, svo koma mætti í veg fyrir tjón vegna vonskuveðurs sem von er á. „Þetta var mjög flókið og stórt viðfangsefni fyrir okkur,“ sagði Ásgeir kampakátur með afrakstur vinnudagsins í viðtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann og Arnar Halldórsson tökumann sem staðið hafa vaktina í Þykkvabæ í allan dag. „Já, það fór svolítið meira í þetta en við reiknuðum út. Miðað við okkar útreikninga sem við gerðum í gærkvöldi þá hefði hann átt að falla fyrir myrkur,“ sagði Ásgeir en horfa má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan. Lítill tími fékkst í undirbúning enda allir í kapp við veðrið. Ásgeir reiknaði þó með að vindmyllan myndi falla fyrr en hún gerði. „Svona tvö, þrjú, fjögur kannski en það er alltaf erfitt að segja. Svona verkefni eru yfirleitt viku í undirbúning. Við fengum sólarhring tæpan. Þetta þurfti að klárast fyrir miðnætti áður en lægðin kemur inn,“ sagði Ásgeir. Með flóknustu verkfræðisprengingum sem hægt er að gera Þetta var sem fyrr segir afar flókið verkefni. „Þetta er tveggja sentimetra þykkt stál og að fella svona hring í stálformi er gríðarlega flókið verkefni. Þetta er ekki auðvelt og eru í rauninni flóknustu verkfræðisprengingar sem menn gera. Við erum vissulega sprengjusérfræðingar en þetta er ekki daglegt hjá okkur að sprengja svona. Þetta er flókið og krefjandi og mikið af útreikningum.“ Ásgeir segir að myllan hafi fallið í hárrétta átt, miðað við væntingar sveitarinnar. Um 100 kíló af sprengiefni hafi verið notuð, í mörgum litlum sprengingum. Hann segir að vissulega hefði verið hægt að nota allt sprengiefnið í einu, en það hefði valdið tjóni. Lykilatriðið hafi verið að notast við margar litlar sprengingar. Þúsundir fylgdust með aðgerðum Ásgeirs og félaga í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Ásgeir vonar að þeir sem fylgdust með hafi skemmt sér vel. „Við höfum ekkert að fela, ekki í þessu verkefni. Engin mistök og neitt sem gerist í þessu verkefni og ef það gerist þá er það bara þannig. Við erum með breitt bak og tökum það bara á okkur.“ Eru allir sáttir eftir daginn? „Við erum allavega mjög sáttir og ég bara vona að þjóðin hafi skemmt sér við þetta í dag og haft eitthvað annað að hugsa um.“
Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47
„Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16