Netþrjótarnir náðu afriti af Þjóðskrá frá Strætó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2022 20:47 Nöfn, kennitölur, kyn, hjúskaparstaða og heimilisfang allra Íslendinga er meðal þeirra upplýsinga sem netþrjótarnir komust yfir. Vísir/Vilhelm Netþrjótar, sem réðust inn í tölvukerfi Strætó í lok desember, komust yfir afrit af upplýsingum úr Þjóðskrá og kennitöluskrá þegar þeir brutust inn í kerfið. Þrjótarnir hafa krafið Strætó um greiðslu og hótað að leka gögnunum verði Strætó ekki við kröfunum. Greint var frá því í gær að netþrjótarnir hafi komist yfir upplýsingar um notendur akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra, sem Strætó sinnir. Meðal upplýsinganna voru nöfn, kennitölur, heimilisföng og eftir atvikum símanúmer og netföng notendanna og forráðamanna og tengiliða þeirra. RÚV greindi þá frá því fyrr í kvöld að netþrjótarnir hafi farið fram á lausnargjald sem samvari um 72 milljónum króna en vilji fá greitt í Bitcoin. Nú hefur hins vegar komið í ljós að netþrjótarnir komust yfir afrit af Þjóðskrá, þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem eru eða hafa verið skráðir til lögheimilis á Íslandi og íslenskra ríkisborgara búsetta erlendis. Það eru upplýsingar um nafn, kennitölu, kyn, lögheimili, hjúskaparstöðu, fjölskyldunúmer, birtingarnafn, afdrif (týndur eða látinn) og bannmerkingu auk nafns og kennitölu maka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Þá komust þrjótarnir yfir afrit af kerfiskennitöluskrá, þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem eru eða hafa verið búsettir á Íslandi án lögheimilis, það er upplýsingar um nafn, kerfiskennitölu, kyn, dvalarstað, dagsetningu nýskráningar, númer viðkomandi í skránni og birtingarnafn. Þá komust þeir einnig yfir launakerfi Strætó þar sem finna má tengililðaupplýsingar, reikningsupplýsingar, launaupplýsingar núverandi og fyrrverandi starfsfólks Strætó. Auk þess komust þeir yfir mannauðskerfi fyrirtækisins, þar sem finna má tengiliðaupplýsingar, ráðningasamninga og önnur mannauðstengd gögn fyrrverandi og núverandi starfsfólks Strætó. Auk þess komust þeir yfir málaskrá Strætó, bókhaldskerfi þess, móttökukerfi og neterfi, þar sem meðal annars má finna upplýsingar um hljóðupptökur símtala síðustu þriggja mánaða áður en árásin átti sér stað. Málið er enn í fullri rannsókn og bendir enn ekkert til, samkvæmt tilkynningunni, að þrjótarnir hafi eða geti misnotað þessar upplýsingar en ekki er hægt að útiloka að upplýsingarnar hafi verið afritaðar og verði birtar opinberlega af hálfu umræddra aðila. Hér að neðan má sjá uppfærðan lista þeirra gagna sem þrjótarnir komust yfir samkvæmt tilkynningu Strætó. Afrit af þjóðskrá: þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem eru eða hafa verið skráðir til lögheimilis á Íslandi og íslenska ríkisborgara búsetta erlendis, þ.e. upplýsingar um nafn, kennitölu, kyn, lögheimili, hjúskaparstöðu, fjölskyldunúmer, birtingarnafn, afdrif (týndur eða látinn), og bannmerkingu auk nafns og kennitölu maka. Afrit af kerfiskennitöluskrá: þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem eru eða hafa verið búsettir á Íslandi án lögheimilis, þ.e. upplýsingar um nafn, kerfiskennitölu, kyn, dvalarstað, dagsetningu nýskráningar, númer viðkomandi í skránni og birtingarnafn. Launakerfi Strætó þar sem finna má tengiliðaupplýsingar, reikningsupplýsingar og launaupplýsingar núverandi og fyrrverandi starfsfólks Strætó. Mannauðskerfi Strætó þar sem finna má tengiliðaupplýsingar, ráðningarsamninga og önnur mannauðstengd gögn fyrrverandi og núverandi starfsfólks Strætó. Málaskrá Strætó þar sem finna má afrit af erindum og fyrirspurnum frá almenningi, tengiliðaupplýsingar forsvarsmanna birgja, samstarfsaðila og verktaka, sem og afrit af umsóknargögnum umsækjenda um störf . Bókhaldskerfi Strætó þar sem finna má tengiliðaupplýsingar forsvarsmanna birgja, samstarfsaðila og verktaka, sem og afrit af reikningum. Móttökukerfi þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem heimsótt hafa skrifstofur Strætó, þ.e upplýsingar um nafn (yfirleitt fornafn aðeins skráð), upplýsingar um hvaða starfsmann viðkomandi er að fara hitta og upplýsingar um tímasetningu og lengd fundar. Netkerfi Strætó þar sem finna má upplýsingar um hljóðupptökur símtala sl. 90 daga áður en árásin átti sér stað . Strætó Netglæpir Persónuvernd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Greint var frá því í gær að netþrjótarnir hafi komist yfir upplýsingar um notendur akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra, sem Strætó sinnir. Meðal upplýsinganna voru nöfn, kennitölur, heimilisföng og eftir atvikum símanúmer og netföng notendanna og forráðamanna og tengiliða þeirra. RÚV greindi þá frá því fyrr í kvöld að netþrjótarnir hafi farið fram á lausnargjald sem samvari um 72 milljónum króna en vilji fá greitt í Bitcoin. Nú hefur hins vegar komið í ljós að netþrjótarnir komust yfir afrit af Þjóðskrá, þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem eru eða hafa verið skráðir til lögheimilis á Íslandi og íslenskra ríkisborgara búsetta erlendis. Það eru upplýsingar um nafn, kennitölu, kyn, lögheimili, hjúskaparstöðu, fjölskyldunúmer, birtingarnafn, afdrif (týndur eða látinn) og bannmerkingu auk nafns og kennitölu maka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Þá komust þrjótarnir yfir afrit af kerfiskennitöluskrá, þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem eru eða hafa verið búsettir á Íslandi án lögheimilis, það er upplýsingar um nafn, kerfiskennitölu, kyn, dvalarstað, dagsetningu nýskráningar, númer viðkomandi í skránni og birtingarnafn. Þá komust þeir einnig yfir launakerfi Strætó þar sem finna má tengililðaupplýsingar, reikningsupplýsingar, launaupplýsingar núverandi og fyrrverandi starfsfólks Strætó. Auk þess komust þeir yfir mannauðskerfi fyrirtækisins, þar sem finna má tengiliðaupplýsingar, ráðningasamninga og önnur mannauðstengd gögn fyrrverandi og núverandi starfsfólks Strætó. Auk þess komust þeir yfir málaskrá Strætó, bókhaldskerfi þess, móttökukerfi og neterfi, þar sem meðal annars má finna upplýsingar um hljóðupptökur símtala síðustu þriggja mánaða áður en árásin átti sér stað. Málið er enn í fullri rannsókn og bendir enn ekkert til, samkvæmt tilkynningunni, að þrjótarnir hafi eða geti misnotað þessar upplýsingar en ekki er hægt að útiloka að upplýsingarnar hafi verið afritaðar og verði birtar opinberlega af hálfu umræddra aðila. Hér að neðan má sjá uppfærðan lista þeirra gagna sem þrjótarnir komust yfir samkvæmt tilkynningu Strætó. Afrit af þjóðskrá: þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem eru eða hafa verið skráðir til lögheimilis á Íslandi og íslenska ríkisborgara búsetta erlendis, þ.e. upplýsingar um nafn, kennitölu, kyn, lögheimili, hjúskaparstöðu, fjölskyldunúmer, birtingarnafn, afdrif (týndur eða látinn), og bannmerkingu auk nafns og kennitölu maka. Afrit af kerfiskennitöluskrá: þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem eru eða hafa verið búsettir á Íslandi án lögheimilis, þ.e. upplýsingar um nafn, kerfiskennitölu, kyn, dvalarstað, dagsetningu nýskráningar, númer viðkomandi í skránni og birtingarnafn. Launakerfi Strætó þar sem finna má tengiliðaupplýsingar, reikningsupplýsingar og launaupplýsingar núverandi og fyrrverandi starfsfólks Strætó. Mannauðskerfi Strætó þar sem finna má tengiliðaupplýsingar, ráðningarsamninga og önnur mannauðstengd gögn fyrrverandi og núverandi starfsfólks Strætó. Málaskrá Strætó þar sem finna má afrit af erindum og fyrirspurnum frá almenningi, tengiliðaupplýsingar forsvarsmanna birgja, samstarfsaðila og verktaka, sem og afrit af umsóknargögnum umsækjenda um störf . Bókhaldskerfi Strætó þar sem finna má tengiliðaupplýsingar forsvarsmanna birgja, samstarfsaðila og verktaka, sem og afrit af reikningum. Móttökukerfi þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem heimsótt hafa skrifstofur Strætó, þ.e upplýsingar um nafn (yfirleitt fornafn aðeins skráð), upplýsingar um hvaða starfsmann viðkomandi er að fara hitta og upplýsingar um tímasetningu og lengd fundar. Netkerfi Strætó þar sem finna má upplýsingar um hljóðupptökur símtala sl. 90 daga áður en árásin átti sér stað .
Afrit af þjóðskrá: þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem eru eða hafa verið skráðir til lögheimilis á Íslandi og íslenska ríkisborgara búsetta erlendis, þ.e. upplýsingar um nafn, kennitölu, kyn, lögheimili, hjúskaparstöðu, fjölskyldunúmer, birtingarnafn, afdrif (týndur eða látinn), og bannmerkingu auk nafns og kennitölu maka. Afrit af kerfiskennitöluskrá: þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem eru eða hafa verið búsettir á Íslandi án lögheimilis, þ.e. upplýsingar um nafn, kerfiskennitölu, kyn, dvalarstað, dagsetningu nýskráningar, númer viðkomandi í skránni og birtingarnafn. Launakerfi Strætó þar sem finna má tengiliðaupplýsingar, reikningsupplýsingar og launaupplýsingar núverandi og fyrrverandi starfsfólks Strætó. Mannauðskerfi Strætó þar sem finna má tengiliðaupplýsingar, ráðningarsamninga og önnur mannauðstengd gögn fyrrverandi og núverandi starfsfólks Strætó. Málaskrá Strætó þar sem finna má afrit af erindum og fyrirspurnum frá almenningi, tengiliðaupplýsingar forsvarsmanna birgja, samstarfsaðila og verktaka, sem og afrit af umsóknargögnum umsækjenda um störf . Bókhaldskerfi Strætó þar sem finna má tengiliðaupplýsingar forsvarsmanna birgja, samstarfsaðila og verktaka, sem og afrit af reikningum. Móttökukerfi þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem heimsótt hafa skrifstofur Strætó, þ.e upplýsingar um nafn (yfirleitt fornafn aðeins skráð), upplýsingar um hvaða starfsmann viðkomandi er að fara hitta og upplýsingar um tímasetningu og lengd fundar. Netkerfi Strætó þar sem finna má upplýsingar um hljóðupptökur símtala sl. 90 daga áður en árásin átti sér stað .
Strætó Netglæpir Persónuvernd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira