Löngu horfið listaverk gæti litið dagsins ljós á ný Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2022 10:01 Sandfjaran hefur gleypt verkið í sig. Mynd/Borghildur Óskarsdóttir Verði landfylling í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði að veruleika eru hugmyndir uppi um að listaverk sem löngu er horfið ofan í fjöruna verði grafið upp og komið fyrir á nýjum stað. Í tengslum við fyrirhugaða nýja byggð í Nýja-Skerjafirði eru uppi hugmyndir um að gera 4,3 hektara landfyllingu á um 700 metra kafla sem á að ná 100 metra út í sjó. Hin fyrirhugaða landfylling er nú í skipulagsferli og sem hluti af því var unnin frummatsskýrsla um mögulega umhverfisáhrif hennar. Skýrslan var kynnt á sérstökum kynningarfundi á dögunum. Horfa má á fundinn hér að neðan. Athygli vekur að í skýrslunni er fjallað stuttlega um listaverkið Flæðisker eftir myndlistarkonuna Borghildi Óskarsdóttur. Vakti töluverða athygli á sínum tíma Árið 1998 var því komið fyrir í sandfjörunni Grófir í Skerjafirði, mitt á milli lægstu og hæstu sjávarstöðu, sem hluti af sýningunni Strandlengjan, sem vakti töluverða athygli á sínum tíma. Margir kannast ef til við listaverkið Geirfuglinn sem situr í flæðarmálinu í Skerjafirði, en Geirfuglinn var einnig settur upp í tengslum við sýninguna Strandlengjuna. Listaverkið í allri sinni dýrð og listamaðurinn sjálfur, Borghildur Óskarsdóttir.Mynd/Vilhjálmur Hjálmarsson. Listaverkið, sjö steinsteyptir stafir sem mynda orðið NÁTTÚRA, er enn á sínum stað. Það hefur reyndar ekki verið sýnilegt í mörg ár, þar sem náttúran gleypti það. Það er því grafið ofan í fjöruna. Umrædd fjara er ein af þeim sem myndi hverfa ef landfyllingin verður að veruleika. Hugmyndir eru þó uppi um að strandlengja landfyllingarinnar verði mótuð til að líkja eftir náttúrulegri strönd. Í frummatskýrslunni kemur fram að Reykjavíkurborg, eigandi verksins, muni kanna ástand verksins og leita leiða til að koma því fyrir á nýjum stað verði landfyllingin að veruleika. Í samtali við Vísi segir Ólöf Kristín Sigurðardóttur, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, sem hefur umsjón með verkinu, að kanna þurfi ástand verksins, en gaman væri ef hægt væri að finna því nýjan stað. „Þetta er mjög fallegt verk og það væri mjög gaman að endurlífga það,“ segir hún. Listaverkið vakti eftirtekt á sínum tíma, ekki síst fyrir þær sakir að náttúrunni var leyft að eigna sér það með tíð og tíma. Náttúran gleypti verkið en nú eru uppi hugmyndir um að endurheimta það á ný.Vísir/Vilhelm „Þetta er stórt og var mjög fallegt á sínum tíma. Maður fékk tilfinningu fyrir því hvernig náttúran væri að ganga að verkinu og taka það yfir. Svo er það komið á þann stað núna að það er ekki sýnilegt,“ segir Ólöf. Ekki mun reynast erfitt að staðsetja verkið ofan í fjörunni verði farið í það að kanna ástand þess með mögulega tilfærslu í huga. Vita nákvæmlega hvar það er „Við vitum alveg hvar þetta er. Það hefur ekki hreyfst til. Þetta er bara ofan í sandinum,“ segir Ólöf sem ítrekar þó að ekkert hafi verið ákveðið í þessum efnum. Bíða þurfi eftir að skipulagsferlinu ljúki. Verkið var ðsett mitt á milli lægstu og hæstu sjávarstöðu.Mynd/Borghildur Óskarsdóttir Pawel Bartozek, formaður skipulags og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að það komi vel til greina að koma listaverkinu fyrir á nýjum stað. Líkt og Ólöf ítrekar hann þó að formlegu skipulagsferli þurfi að ljúka áður en endanleg ákvörðun verði tekin um hvað verði gert. Taka þurfi tillit til umsagna og athugasemda sem kunni að berast í ferlinu og ekki verði hægt að fara að huga að nákvæmri útfærslu á því hvað gert verði við verkið fyrr en það liggi fyrir hvernig landfyllingin muni verða útfærð. Segir hann þó að sér finnist spennandi að listaverkið fái að njóta sín á ný. Telur hann líklegt að það myndi þá fá meiri athygli en þegar það var sýnilegt, þar sem fyrirhuguð er nokkuð fjölmenn byggð við strandlengjuna í Nýja Skerjafirði. Listamaðurinn vill koma með í ferðalagið Borghildur sjálf segist í samtali við Vísi alls ekki vera mótfallin því að verkið verði grafið upp svo koma megi því fyrir á nýjum stað, enda vakti hún sjálft athygli á því þegar skipulagsvinnan var að hefjast að verkið væri falið þarna, og bað hún um að farið yrði að með aðgát þegar framkvæmdir hæfust. Úr umsögn Borghildar við skýrslu Eflu vegna framkvæmdarinnar. „Ég vil endilega pæla í því ef það er hægt, segir hún og bætir við að hún myndi gjarnan vilja fá að vera höfð með í ráðum ef svo verður úr að listaverkið fái nýjan stað. „Ég væri til í að koma með þetta í ferðalag,“ segir hún þegar fréttamaður náði tali af henni og Vilhjálmi Hjálmarssyni, eiginmanni hennar. Náttúran greip í taumana og gleypti verkið.Mynd/Borghildur Óskarsdóttir „Þetta eru þung stykki. Þetta var bara járnbent steinsteypa. Hver stafur var þannig að maður lyfti honum ekki sjálfur,“ segir Vilhjálmur sem reiknar með að vinnuvélar þurfi til að færa listaverkið um set, líkt og þegar það var sett niður á sínum tíma. Sem fyrr segir hefur þó ekkert verið ákveðið í þessum efnum en formlegt skipulagsferli er nú í gangi. Úr umsögn Listasafn Reykjavíkur við skýrslu Eflu um landfyllinguna þar sem safnið lagði það til að ástand verksins yrði kannað: Hér er á ferðinni áhugaverð hugvekja um inngrip mannsins í náttúruna og þau áhrif sem náttúran hefur á mannanna verk. Sú hugmynd að láta náttúruna um að grafa inngrip mannsins vekur okkur til vitundar um vistkerfið og virðingu fyrir náttúrulegu jafnvægi. Tilvist verksins er nú hugmyndaleg fremur en bókstafleg en með manngerðri uppfyllingu er gengið á þá grunnhugmynd verksins að náttúran ein taki þátt í þróun þess. Það er því æskilegt að verkið verði grafið upp og ferlið endurtekið á stað sem hefur sambærilega eiginleika og fjaran þar sem verkið er nú. Í því felst gott tækifæri til að nýta þetta áhugaverða listaverk til að auðga umhverfið á svæðinu og jafnframt laða fólk að fjörunni. Myndlist Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. 24. apríl 2021 22:04 Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. 3. desember 2021 13:56 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Í tengslum við fyrirhugaða nýja byggð í Nýja-Skerjafirði eru uppi hugmyndir um að gera 4,3 hektara landfyllingu á um 700 metra kafla sem á að ná 100 metra út í sjó. Hin fyrirhugaða landfylling er nú í skipulagsferli og sem hluti af því var unnin frummatsskýrsla um mögulega umhverfisáhrif hennar. Skýrslan var kynnt á sérstökum kynningarfundi á dögunum. Horfa má á fundinn hér að neðan. Athygli vekur að í skýrslunni er fjallað stuttlega um listaverkið Flæðisker eftir myndlistarkonuna Borghildi Óskarsdóttur. Vakti töluverða athygli á sínum tíma Árið 1998 var því komið fyrir í sandfjörunni Grófir í Skerjafirði, mitt á milli lægstu og hæstu sjávarstöðu, sem hluti af sýningunni Strandlengjan, sem vakti töluverða athygli á sínum tíma. Margir kannast ef til við listaverkið Geirfuglinn sem situr í flæðarmálinu í Skerjafirði, en Geirfuglinn var einnig settur upp í tengslum við sýninguna Strandlengjuna. Listaverkið í allri sinni dýrð og listamaðurinn sjálfur, Borghildur Óskarsdóttir.Mynd/Vilhjálmur Hjálmarsson. Listaverkið, sjö steinsteyptir stafir sem mynda orðið NÁTTÚRA, er enn á sínum stað. Það hefur reyndar ekki verið sýnilegt í mörg ár, þar sem náttúran gleypti það. Það er því grafið ofan í fjöruna. Umrædd fjara er ein af þeim sem myndi hverfa ef landfyllingin verður að veruleika. Hugmyndir eru þó uppi um að strandlengja landfyllingarinnar verði mótuð til að líkja eftir náttúrulegri strönd. Í frummatskýrslunni kemur fram að Reykjavíkurborg, eigandi verksins, muni kanna ástand verksins og leita leiða til að koma því fyrir á nýjum stað verði landfyllingin að veruleika. Í samtali við Vísi segir Ólöf Kristín Sigurðardóttur, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, sem hefur umsjón með verkinu, að kanna þurfi ástand verksins, en gaman væri ef hægt væri að finna því nýjan stað. „Þetta er mjög fallegt verk og það væri mjög gaman að endurlífga það,“ segir hún. Listaverkið vakti eftirtekt á sínum tíma, ekki síst fyrir þær sakir að náttúrunni var leyft að eigna sér það með tíð og tíma. Náttúran gleypti verkið en nú eru uppi hugmyndir um að endurheimta það á ný.Vísir/Vilhelm „Þetta er stórt og var mjög fallegt á sínum tíma. Maður fékk tilfinningu fyrir því hvernig náttúran væri að ganga að verkinu og taka það yfir. Svo er það komið á þann stað núna að það er ekki sýnilegt,“ segir Ólöf. Ekki mun reynast erfitt að staðsetja verkið ofan í fjörunni verði farið í það að kanna ástand þess með mögulega tilfærslu í huga. Vita nákvæmlega hvar það er „Við vitum alveg hvar þetta er. Það hefur ekki hreyfst til. Þetta er bara ofan í sandinum,“ segir Ólöf sem ítrekar þó að ekkert hafi verið ákveðið í þessum efnum. Bíða þurfi eftir að skipulagsferlinu ljúki. Verkið var ðsett mitt á milli lægstu og hæstu sjávarstöðu.Mynd/Borghildur Óskarsdóttir Pawel Bartozek, formaður skipulags og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að það komi vel til greina að koma listaverkinu fyrir á nýjum stað. Líkt og Ólöf ítrekar hann þó að formlegu skipulagsferli þurfi að ljúka áður en endanleg ákvörðun verði tekin um hvað verði gert. Taka þurfi tillit til umsagna og athugasemda sem kunni að berast í ferlinu og ekki verði hægt að fara að huga að nákvæmri útfærslu á því hvað gert verði við verkið fyrr en það liggi fyrir hvernig landfyllingin muni verða útfærð. Segir hann þó að sér finnist spennandi að listaverkið fái að njóta sín á ný. Telur hann líklegt að það myndi þá fá meiri athygli en þegar það var sýnilegt, þar sem fyrirhuguð er nokkuð fjölmenn byggð við strandlengjuna í Nýja Skerjafirði. Listamaðurinn vill koma með í ferðalagið Borghildur sjálf segist í samtali við Vísi alls ekki vera mótfallin því að verkið verði grafið upp svo koma megi því fyrir á nýjum stað, enda vakti hún sjálft athygli á því þegar skipulagsvinnan var að hefjast að verkið væri falið þarna, og bað hún um að farið yrði að með aðgát þegar framkvæmdir hæfust. Úr umsögn Borghildar við skýrslu Eflu vegna framkvæmdarinnar. „Ég vil endilega pæla í því ef það er hægt, segir hún og bætir við að hún myndi gjarnan vilja fá að vera höfð með í ráðum ef svo verður úr að listaverkið fái nýjan stað. „Ég væri til í að koma með þetta í ferðalag,“ segir hún þegar fréttamaður náði tali af henni og Vilhjálmi Hjálmarssyni, eiginmanni hennar. Náttúran greip í taumana og gleypti verkið.Mynd/Borghildur Óskarsdóttir „Þetta eru þung stykki. Þetta var bara járnbent steinsteypa. Hver stafur var þannig að maður lyfti honum ekki sjálfur,“ segir Vilhjálmur sem reiknar með að vinnuvélar þurfi til að færa listaverkið um set, líkt og þegar það var sett niður á sínum tíma. Sem fyrr segir hefur þó ekkert verið ákveðið í þessum efnum en formlegt skipulagsferli er nú í gangi. Úr umsögn Listasafn Reykjavíkur við skýrslu Eflu um landfyllinguna þar sem safnið lagði það til að ástand verksins yrði kannað: Hér er á ferðinni áhugaverð hugvekja um inngrip mannsins í náttúruna og þau áhrif sem náttúran hefur á mannanna verk. Sú hugmynd að láta náttúruna um að grafa inngrip mannsins vekur okkur til vitundar um vistkerfið og virðingu fyrir náttúrulegu jafnvægi. Tilvist verksins er nú hugmyndaleg fremur en bókstafleg en með manngerðri uppfyllingu er gengið á þá grunnhugmynd verksins að náttúran ein taki þátt í þróun þess. Það er því æskilegt að verkið verði grafið upp og ferlið endurtekið á stað sem hefur sambærilega eiginleika og fjaran þar sem verkið er nú. Í því felst gott tækifæri til að nýta þetta áhugaverða listaverk til að auðga umhverfið á svæðinu og jafnframt laða fólk að fjörunni.
Hér er á ferðinni áhugaverð hugvekja um inngrip mannsins í náttúruna og þau áhrif sem náttúran hefur á mannanna verk. Sú hugmynd að láta náttúruna um að grafa inngrip mannsins vekur okkur til vitundar um vistkerfið og virðingu fyrir náttúrulegu jafnvægi. Tilvist verksins er nú hugmyndaleg fremur en bókstafleg en með manngerðri uppfyllingu er gengið á þá grunnhugmynd verksins að náttúran ein taki þátt í þróun þess. Það er því æskilegt að verkið verði grafið upp og ferlið endurtekið á stað sem hefur sambærilega eiginleika og fjaran þar sem verkið er nú. Í því felst gott tækifæri til að nýta þetta áhugaverða listaverk til að auðga umhverfið á svæðinu og jafnframt laða fólk að fjörunni.
Myndlist Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. 24. apríl 2021 22:04 Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. 3. desember 2021 13:56 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. 24. apríl 2021 22:04
Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. 3. desember 2021 13:56