Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Eiður Þór Árnason skrifar 14. janúar 2022 14:48 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur mikilvægt að bregðast við núverandi stöðu. Vísir/Vilhelm Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. Þetta kemur fram í minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra þar sem Þórólfur Guðnason lagði fram þrjá valkosti fyrir ríkisstjórnina í ljósi núverandi stöðu faraldursins. Hann segir ókostinn við hörðustu mögulegu aðgerðir vera sú mikla röskun sem þær myndu valda í samfélaginu. Á móti myndi fyrr sjást ásættanleg fækkun smita. „Ef þessi leið yrði valin þyrfti að skilgreina hvaða starfsemi yrði undanþegin lokunum en til að ná viðunandi árangri yrðu lokanir að ná til sem flestra,“ segir í minnisblaðinu en sú leið er ekki útfærð nánar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kynntu hertar aðgerðir fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Þórdís mætti í stað fjármálaráðherra sem var fjarverandi. Vísir/Vilhelm Fylgdu ekki miðbikstillögunni í einu og öllu Hinir tveir valkostirnir sem Þórólfur lagði fram voru að halda sóttvarnaaðgerðum innanlands óbreyttum eða grípa til hertra aðgerða með tíu manna samkomutakmörkun. Ríkisstjórnin valdi síðastnefnda kostinn en vék að einhverju leyti frá þeirri tillögu sóttvarnalæknis. Til að mynda lagði Þórólfur til að 20 manna fjöldatakmörkun tæki gildi í framhalds- og háskólum auk þess sem aukin áhersla yrði lögð á fjarnám. Ríkisstjórnin varð ekki við þeirri ósk og er því áfram allt að 20 starfsmönnum eða 50 nemendum leyft að vera í sama rými. Þá verður öku- og flugnám með kennara áfram heimilt undir nýjum takmörkunum þvert á tillögu sóttvarnalæknis. Þórólfur lagði til að veitingastöðum yrði einungis leyft að taka á móti tíu gestum í rými í stað tuttugu áður. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra valdi að halda þeirri takmörkun óbreyttri. Eins er gerð krafa um eins metra fjarlægð milli óskyldra sitjandi gesta á viðburðum í nýju reglugerðinni í stað tveggja metra. Þá valdi ráðherra að lækka hámarksfjölda viðskiptavina í verslunum úr 500 í 200 en ekki 100, líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Vill ekki sjá hraðprófin „Með hertum aðgerðum þá eru miklar líkur á fljótlega takist að fækka samfélagslegum smitum og minnka þannig álag á heilbrigðiskerfið í kjölfarið,“ segir Þórólfur varðandi tíu manna samkomubann. „Samkvæmt fyrri reynslu þá tekur um 7 daga að sjá árangur af hertum aðgerðum og um 14 daga að sjá minnkandi álag á heilbrigðis- og spítalakerfið. Hvort sama reynsla verði nú er hins vegar óvíst því hugsanlega mun reynast erfiðara að hemja útbreiðslu hins meira smitandi ómíkron afbrigðis og einnig er útbreiðsla veirunnar meiri en við höfum áður séð. Yfirgnæfandi líkur eru hins vegar á því árangur af hertum aðgerðum muni skila meiri og fljótari árangri en af þeim sóttvarnaaðgerðum sen nú eru í gildi.“ Sem hluta af hertum aðgerðum lagði Þórólfur til að ekki yrði leyfilegt að nota hraðpróf eða PCR-próf til að auka fjölda í hólfum umfram almenna fjöldatakmörkun. „Í ljós hefur komið á mörgum vinnustöðum að áreiðanleiki hraðgreiningaprófa er undir væntingum. Í mörgum óformlegum könnunum hefur fjöldi falsk neikvæðra og falsk jákvæðra niðurstaðna verið óásættanlegur sem sýnir hversu óáreiðanleg mörg þessi próf eru,“ segir í minnisblaðinu. Ríkisstjórnin féllst á þetta og felldi brott heimild til aukins fjölda með hraðprófum. Óbreyttar aðgerðir myndu viðhalda núverandi ástandi í besta falli Þórólfur telur að ef óbreyttar sóttvarnaaðgerðir væru látnar gilda innanlands sé líklegt að fjöldi tilfella í samfélaginu muni haldast óbreyttur frá því sem nú er í einhverja daga og vikur. „Það mun því valda enn meira álag á heilbrigðiskerfið jafnvel þó þróunin muni fylgja björtustu spám. Auk þess má búast við áframhaldandi og vaxandi truflun á margvíslegri starfsemi fyrirtækja innanlands vegna útbreiddra veikinda í samfélaginu.“ Að mati Þórólfs myndu óbreyttar sóttvarnaaðgerðir því í besta falli viðhalda því ástandi sem nú ríkir í heilbrigðiskerfinu í einhverjar vikur hið minnsta. Einnig verði að gera ráð fyrir að ástandi í samfélaginu gæti versnað vegna útbreiddra veikinda og skorts á lykilstarfsmönnum. „Þá er rökstudd hætta á að langvarandi álag, geti stuðlað að brottfalli heilbrigðisstarfsmanna vegna kulnunar og veikinda,“ segir sóttvarnalæknir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Tengd skjöl Minnisblad13012022PDF339KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra þar sem Þórólfur Guðnason lagði fram þrjá valkosti fyrir ríkisstjórnina í ljósi núverandi stöðu faraldursins. Hann segir ókostinn við hörðustu mögulegu aðgerðir vera sú mikla röskun sem þær myndu valda í samfélaginu. Á móti myndi fyrr sjást ásættanleg fækkun smita. „Ef þessi leið yrði valin þyrfti að skilgreina hvaða starfsemi yrði undanþegin lokunum en til að ná viðunandi árangri yrðu lokanir að ná til sem flestra,“ segir í minnisblaðinu en sú leið er ekki útfærð nánar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kynntu hertar aðgerðir fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Þórdís mætti í stað fjármálaráðherra sem var fjarverandi. Vísir/Vilhelm Fylgdu ekki miðbikstillögunni í einu og öllu Hinir tveir valkostirnir sem Þórólfur lagði fram voru að halda sóttvarnaaðgerðum innanlands óbreyttum eða grípa til hertra aðgerða með tíu manna samkomutakmörkun. Ríkisstjórnin valdi síðastnefnda kostinn en vék að einhverju leyti frá þeirri tillögu sóttvarnalæknis. Til að mynda lagði Þórólfur til að 20 manna fjöldatakmörkun tæki gildi í framhalds- og háskólum auk þess sem aukin áhersla yrði lögð á fjarnám. Ríkisstjórnin varð ekki við þeirri ósk og er því áfram allt að 20 starfsmönnum eða 50 nemendum leyft að vera í sama rými. Þá verður öku- og flugnám með kennara áfram heimilt undir nýjum takmörkunum þvert á tillögu sóttvarnalæknis. Þórólfur lagði til að veitingastöðum yrði einungis leyft að taka á móti tíu gestum í rými í stað tuttugu áður. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra valdi að halda þeirri takmörkun óbreyttri. Eins er gerð krafa um eins metra fjarlægð milli óskyldra sitjandi gesta á viðburðum í nýju reglugerðinni í stað tveggja metra. Þá valdi ráðherra að lækka hámarksfjölda viðskiptavina í verslunum úr 500 í 200 en ekki 100, líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Vill ekki sjá hraðprófin „Með hertum aðgerðum þá eru miklar líkur á fljótlega takist að fækka samfélagslegum smitum og minnka þannig álag á heilbrigðiskerfið í kjölfarið,“ segir Þórólfur varðandi tíu manna samkomubann. „Samkvæmt fyrri reynslu þá tekur um 7 daga að sjá árangur af hertum aðgerðum og um 14 daga að sjá minnkandi álag á heilbrigðis- og spítalakerfið. Hvort sama reynsla verði nú er hins vegar óvíst því hugsanlega mun reynast erfiðara að hemja útbreiðslu hins meira smitandi ómíkron afbrigðis og einnig er útbreiðsla veirunnar meiri en við höfum áður séð. Yfirgnæfandi líkur eru hins vegar á því árangur af hertum aðgerðum muni skila meiri og fljótari árangri en af þeim sóttvarnaaðgerðum sen nú eru í gildi.“ Sem hluta af hertum aðgerðum lagði Þórólfur til að ekki yrði leyfilegt að nota hraðpróf eða PCR-próf til að auka fjölda í hólfum umfram almenna fjöldatakmörkun. „Í ljós hefur komið á mörgum vinnustöðum að áreiðanleiki hraðgreiningaprófa er undir væntingum. Í mörgum óformlegum könnunum hefur fjöldi falsk neikvæðra og falsk jákvæðra niðurstaðna verið óásættanlegur sem sýnir hversu óáreiðanleg mörg þessi próf eru,“ segir í minnisblaðinu. Ríkisstjórnin féllst á þetta og felldi brott heimild til aukins fjölda með hraðprófum. Óbreyttar aðgerðir myndu viðhalda núverandi ástandi í besta falli Þórólfur telur að ef óbreyttar sóttvarnaaðgerðir væru látnar gilda innanlands sé líklegt að fjöldi tilfella í samfélaginu muni haldast óbreyttur frá því sem nú er í einhverja daga og vikur. „Það mun því valda enn meira álag á heilbrigðiskerfið jafnvel þó þróunin muni fylgja björtustu spám. Auk þess má búast við áframhaldandi og vaxandi truflun á margvíslegri starfsemi fyrirtækja innanlands vegna útbreiddra veikinda í samfélaginu.“ Að mati Þórólfs myndu óbreyttar sóttvarnaaðgerðir því í besta falli viðhalda því ástandi sem nú ríkir í heilbrigðiskerfinu í einhverjar vikur hið minnsta. Einnig verði að gera ráð fyrir að ástandi í samfélaginu gæti versnað vegna útbreiddra veikinda og skorts á lykilstarfsmönnum. „Þá er rökstudd hætta á að langvarandi álag, geti stuðlað að brottfalli heilbrigðisstarfsmanna vegna kulnunar og veikinda,“ segir sóttvarnalæknir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Tengd skjöl Minnisblad13012022PDF339KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03