Óttast endurkomu Sólveigar Önnu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. janúar 2022 18:22 Framboðsfrestur rennur út 2. febrúar næstkomandi. vísir/vilhelm Það er altalað innan verkalýðshreyfingarinnar að Sólveig Anna Jónsdóttir ætli að bjóða sig fram lista gegn A-lista Eflingar í komandi formannskosningum innan stéttafélagsins. Uggur er í starfsliði skrifstofu Eflingar en köldu andar enn á milli flestra þar inni og fyrrverandi formannsins eftir atburði vetursins sem leiddu til afsagnar Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar. Fastlega er búist við því að Viðar myndi þá snúa aftur með Sólveigu, annað hvort á lista sem stjórnarmaður eða að hún réði hann inn í sína fyrri stöðu sem framkvæmdastjóri ef hún bæri sigur úr bítum í kosningunum. Sjálfur vill hann ekkert gefa upp um hvort hann og Sólveig undirbúi nú endurkomu en útilokar það ekki: „Ég tjái mig ekkert um það,“ sagði Viðar einfaldlega þegar fréttastofa bar það upp á hann í dag. Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/Baldur Þá hefur verið afar erfitt að ná í Sólveigu síðustu vikuna en þegar fréttastofa náði loks í gegn til hennar sagðist hún einfaldlega ekkert vilja tala við okkur áður en hún skellti á. Það var áður en hægt var að bera mögulegt framboð undir hana. Íhuga uppsögn ef Sólveig kemur aftur Stór hluti starfsliðs skrifstofunnar talar þá á þá leið að hann myndi segja upp ef Sólveigu og Viðari tækist að komast aftur til stjórnar í stéttarfélaginu. Viðar og Sólveig sögðu af sér í byrjun vetrar eftir að ályktun trúnaðarmanna starfsmanna komst í opinbera umræðu. Það var stjórnarmaðurinn Guðmundur Jónatan Baldursson sem falaðist fyrst eftir því að stjórnin fengi að sjá ályktunina en í henni lýsti starfslið skrifstofunnar mikilli óánægju sinni með stjórnarhætti Sólveigar og Viðars. Forysta Eflingar lagðist þó gegn því að stjórnarmenn fengju að sjá ályktunina og komst málið í kjölfarið í fjölmiðla. Þá tóku bæði Sólveig og Viðar að gagnrýna trúnaðarmenn skrifstofunnar og starfsliðið harðlega í fjölmiðlum. Eftir það eru margir enn mjög sárir og herma heimildir Vísis að stór hluti skrifstofuliðsins geti alls ekki hugsað sér að starfa aftur með þeim tveimur. Stefnir í spennandi kosningabaráttu Það er Ólöf Helga Adolfsdóttir, starfandi varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, sem mun leiða svokallaðan A-lista Eflingar í kosningunum. Það er listi sem uppstillinganefnd félagsins hefur stillt upp og bæði stjórn og trúnaðarráð samþykkt. Hann var samþykktur síðasta fimmtudag en nú geta félagsmenn Eflingar boðið fram eigin lista gegn A-listanum fyrir kosningar. Framboðsfrestur rennur út 2. febrúar, eftir rúmar tvær vikur. Sólveig hefur þann tíma til að safna fólki á lista og bjóða fram ef hún hyggst snúa aftur sem leiðtogi stéttarfélagsins. Hún bauð sig fram gegn A-listanum árið 2018 þegar hún sigraði kosningar stéttarfélagsins með miklum yfirburðum og var kjörinn formaður. Guðmundur Jónatan Baldvinsson, stjórnarmaður Eflingar, hefur þá tilkynnt að hann sækist sjálfur eftir formannssæti og mun því sjálfur bjóða fram eigin lista gegn A-listanum. Bæði framboð Ólafar Helgu og Guðmundar Jónatans búast fastlega við því að Sólveig bjóði sig fram á næstu dögum og félagsmenn muni velja úr þremur valkostum þegar kosningarnar fara fram í febrúar. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Deilir pólítískri sýn Sólveigar Önnu á hlutverk stéttarfélaga Ólöf Helga Adolfsdóttir er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. Ólöf Helga hefur setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019, en frá því í byrjun nóvember hefur hún gegnt stöðu varaformanns. 11. janúar 2022 07:00 Formaður Eflingar eigi að vera diplómat en harður í horn að taka Guðmundur Jónatan Baldursson er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. 13. janúar 2022 07:00 Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09 Viðar segir sig og Sólveigu Önnu hafa búið við gíslatökuástand á skrifstofum Eflingar Guðmundur Baldursson stjórnarmaður Eflingar er andsnúinn því að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins taki við formennsku í dag eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér. Hann sé hins vegar í minnihluta stjórnar. 4. nóvember 2021 14:10 Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Fastlega er búist við því að Viðar myndi þá snúa aftur með Sólveigu, annað hvort á lista sem stjórnarmaður eða að hún réði hann inn í sína fyrri stöðu sem framkvæmdastjóri ef hún bæri sigur úr bítum í kosningunum. Sjálfur vill hann ekkert gefa upp um hvort hann og Sólveig undirbúi nú endurkomu en útilokar það ekki: „Ég tjái mig ekkert um það,“ sagði Viðar einfaldlega þegar fréttastofa bar það upp á hann í dag. Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/Baldur Þá hefur verið afar erfitt að ná í Sólveigu síðustu vikuna en þegar fréttastofa náði loks í gegn til hennar sagðist hún einfaldlega ekkert vilja tala við okkur áður en hún skellti á. Það var áður en hægt var að bera mögulegt framboð undir hana. Íhuga uppsögn ef Sólveig kemur aftur Stór hluti starfsliðs skrifstofunnar talar þá á þá leið að hann myndi segja upp ef Sólveigu og Viðari tækist að komast aftur til stjórnar í stéttarfélaginu. Viðar og Sólveig sögðu af sér í byrjun vetrar eftir að ályktun trúnaðarmanna starfsmanna komst í opinbera umræðu. Það var stjórnarmaðurinn Guðmundur Jónatan Baldursson sem falaðist fyrst eftir því að stjórnin fengi að sjá ályktunina en í henni lýsti starfslið skrifstofunnar mikilli óánægju sinni með stjórnarhætti Sólveigar og Viðars. Forysta Eflingar lagðist þó gegn því að stjórnarmenn fengju að sjá ályktunina og komst málið í kjölfarið í fjölmiðla. Þá tóku bæði Sólveig og Viðar að gagnrýna trúnaðarmenn skrifstofunnar og starfsliðið harðlega í fjölmiðlum. Eftir það eru margir enn mjög sárir og herma heimildir Vísis að stór hluti skrifstofuliðsins geti alls ekki hugsað sér að starfa aftur með þeim tveimur. Stefnir í spennandi kosningabaráttu Það er Ólöf Helga Adolfsdóttir, starfandi varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, sem mun leiða svokallaðan A-lista Eflingar í kosningunum. Það er listi sem uppstillinganefnd félagsins hefur stillt upp og bæði stjórn og trúnaðarráð samþykkt. Hann var samþykktur síðasta fimmtudag en nú geta félagsmenn Eflingar boðið fram eigin lista gegn A-listanum fyrir kosningar. Framboðsfrestur rennur út 2. febrúar, eftir rúmar tvær vikur. Sólveig hefur þann tíma til að safna fólki á lista og bjóða fram ef hún hyggst snúa aftur sem leiðtogi stéttarfélagsins. Hún bauð sig fram gegn A-listanum árið 2018 þegar hún sigraði kosningar stéttarfélagsins með miklum yfirburðum og var kjörinn formaður. Guðmundur Jónatan Baldvinsson, stjórnarmaður Eflingar, hefur þá tilkynnt að hann sækist sjálfur eftir formannssæti og mun því sjálfur bjóða fram eigin lista gegn A-listanum. Bæði framboð Ólafar Helgu og Guðmundar Jónatans búast fastlega við því að Sólveig bjóði sig fram á næstu dögum og félagsmenn muni velja úr þremur valkostum þegar kosningarnar fara fram í febrúar.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Deilir pólítískri sýn Sólveigar Önnu á hlutverk stéttarfélaga Ólöf Helga Adolfsdóttir er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. Ólöf Helga hefur setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019, en frá því í byrjun nóvember hefur hún gegnt stöðu varaformanns. 11. janúar 2022 07:00 Formaður Eflingar eigi að vera diplómat en harður í horn að taka Guðmundur Jónatan Baldursson er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. 13. janúar 2022 07:00 Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09 Viðar segir sig og Sólveigu Önnu hafa búið við gíslatökuástand á skrifstofum Eflingar Guðmundur Baldursson stjórnarmaður Eflingar er andsnúinn því að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins taki við formennsku í dag eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér. Hann sé hins vegar í minnihluta stjórnar. 4. nóvember 2021 14:10 Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Deilir pólítískri sýn Sólveigar Önnu á hlutverk stéttarfélaga Ólöf Helga Adolfsdóttir er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. Ólöf Helga hefur setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019, en frá því í byrjun nóvember hefur hún gegnt stöðu varaformanns. 11. janúar 2022 07:00
Formaður Eflingar eigi að vera diplómat en harður í horn að taka Guðmundur Jónatan Baldursson er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. 13. janúar 2022 07:00
Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09
Viðar segir sig og Sólveigu Önnu hafa búið við gíslatökuástand á skrifstofum Eflingar Guðmundur Baldursson stjórnarmaður Eflingar er andsnúinn því að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins taki við formennsku í dag eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér. Hann sé hins vegar í minnihluta stjórnar. 4. nóvember 2021 14:10
Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03