Marokkó tryggði sér sigur í C-riðli | Gana úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. janúar 2022 20:53 Marokkó náði í jafntefli gegn Gabon í kvöld og tryggði sér þar með sigur í C-riðli Afríkumótsins. EPA-EFE/Jalal Morchidi Keppni í C-riðli Afríkumótsins í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum. Marokkó tryggði sér sigur í riðlinum með 2-2 jafntefli gegn Gana og Gana endar í neðsta sæti riðilsins eftir 3-2 tap gegn Kómoreyjum. Jim Allevinah kom Gabon yfir gegn Marokkó eftir um tuttugu mínútna leik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Sofiane Boufal kom inn á sem varamaður fyrir Marokkó á 57. mínútu og hann jafnaði metin fyrir liðið um stundarfjórðungi síðar af vítapunktinum. Aaron Salem Boupendza kom Gabon í 2-1 þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, en Achraf Hakimi jafnaði metin þremur mínútum síðar. Það reyndist seinasta mark leiksins og lokatölur því 2-2. Marokkó tryggði sér þar með sigur í riðlinum, en liðið endaði með sjö stig. Gabon er einnig á leið í 16-liða úrslit, en liðið hafnaði í öðru sæti með fimm stig. FULL-TIME! ⏰ #TeamGabon 2️⃣-2️⃣ #TeamMorocco Crazy scenes in Yaoundé as both sides share the honours to fly to the knockout stages ✈️ #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GABMAR pic.twitter.com/vr14qwxiBD— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022 Gana þurfti á sigri að halda gegn Kómoreyjum og treysta á hagstæð úrslit úr leik Marokkó og Gabon til að eiga möguleika á að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Jafntefli í þeim leik þýddi þó að Gana átti í besta falli möguleika á þriðja sæti. El Fardou Ben Nabouhane kom Kómoreyjum yfir strax á fjórðu mínútu leiksins og ekki batnaði það fyrir Gana þegar Andre Ayew lét reka sig af velli með beint rautt spjald á 25. mínútu. Gana þurfti því að leika manni færri í um 65 mínútur, en staðan var enn 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Ahmed Mogni tvöfaldaði forystu Kómoreyja á 62. mínútu, en varamaðurinn Richmond Boakye minnkaði muninn fyrir Gana tveimur mínútum síðar. Alexander Djiku jafnaði svo metin fyrir Gana á 77. mínútu, en Ahmed Mogni gerði út um vonir Gana með þriðja marki Kómoreyja fimm mínútum fyrir leikslok. Lokatölur urðu því 3-2, Kómoreyjum í vil. Gana endar því í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig, tveimur stigum á eftir Kómoreyjum sem enda í þriðja sæti og voru að ná í sín fyrstu og einu stig á mótinu. FULL-TIME! ⏰ #TeamGhana 2-3 #TeamComorosWHAT A MATCH! 🤯A 5️⃣-goal thriller sees Comoros earn a historical first-ever #TotalEnergiesAFCON victory! #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GHACOM pic.twitter.com/29MWYxqiiB— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022 Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
Jim Allevinah kom Gabon yfir gegn Marokkó eftir um tuttugu mínútna leik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Sofiane Boufal kom inn á sem varamaður fyrir Marokkó á 57. mínútu og hann jafnaði metin fyrir liðið um stundarfjórðungi síðar af vítapunktinum. Aaron Salem Boupendza kom Gabon í 2-1 þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, en Achraf Hakimi jafnaði metin þremur mínútum síðar. Það reyndist seinasta mark leiksins og lokatölur því 2-2. Marokkó tryggði sér þar með sigur í riðlinum, en liðið endaði með sjö stig. Gabon er einnig á leið í 16-liða úrslit, en liðið hafnaði í öðru sæti með fimm stig. FULL-TIME! ⏰ #TeamGabon 2️⃣-2️⃣ #TeamMorocco Crazy scenes in Yaoundé as both sides share the honours to fly to the knockout stages ✈️ #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GABMAR pic.twitter.com/vr14qwxiBD— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022 Gana þurfti á sigri að halda gegn Kómoreyjum og treysta á hagstæð úrslit úr leik Marokkó og Gabon til að eiga möguleika á að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Jafntefli í þeim leik þýddi þó að Gana átti í besta falli möguleika á þriðja sæti. El Fardou Ben Nabouhane kom Kómoreyjum yfir strax á fjórðu mínútu leiksins og ekki batnaði það fyrir Gana þegar Andre Ayew lét reka sig af velli með beint rautt spjald á 25. mínútu. Gana þurfti því að leika manni færri í um 65 mínútur, en staðan var enn 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Ahmed Mogni tvöfaldaði forystu Kómoreyja á 62. mínútu, en varamaðurinn Richmond Boakye minnkaði muninn fyrir Gana tveimur mínútum síðar. Alexander Djiku jafnaði svo metin fyrir Gana á 77. mínútu, en Ahmed Mogni gerði út um vonir Gana með þriðja marki Kómoreyja fimm mínútum fyrir leikslok. Lokatölur urðu því 3-2, Kómoreyjum í vil. Gana endar því í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig, tveimur stigum á eftir Kómoreyjum sem enda í þriðja sæti og voru að ná í sín fyrstu og einu stig á mótinu. FULL-TIME! ⏰ #TeamGhana 2-3 #TeamComorosWHAT A MATCH! 🤯A 5️⃣-goal thriller sees Comoros earn a historical first-ever #TotalEnergiesAFCON victory! #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GHACOM pic.twitter.com/29MWYxqiiB— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira