Sprengingin mældist á jarðskjálftamælum: „Þetta var svaka hvellur“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2022 22:33 Keyrt er inn í Hvalfjarðargöng. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Íbúar í Hvalfirði urðu varir við einhvers konar sprengingu eða skjálfta skömmu fyrir klukkan hálf sjö í kvöld. Lítill skjálfti mældist á mælum Veðurstofunnar en sprengingin var í raun á vegum byggingafyrirtækisins Borgarvirkis. Sprengingin dularfulla er rædd í Facebook-hópi Íbúa í Kjósarhreppi en þar spyr einn notandi: „Fann einhver fyrir hljóðbylgju frá sprengingu eða einhverju öðru fyrir korteri?“ RÚV greindi fyrst frá. Viðbrögðin hafa ekki látið standa á sér en rúmlega þrjátíu athugasemdir hafa verið skrifaðar við færslu íbúans. Margir virðast hafa orðið varir við dynkinn. „Þetta virkaði frekar eins og verksmiðja hefði sprungið! Hávaði, hljóðbylgjur og húsið gekk í bylgjum,“ skrifar ein í athugasemd og aðrir taka í sama streng. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að í upphafi hafi staðan verið óljós. Skjálfti mældist á mælum Veðurstofunnar sem hafði samband við Almannavarnir í kjölfarið. „Það kemur höggbylgja í loftið og svona“ Skömmu eftir klukkan tíu í kvöld fékk Veðurstofa þó ábendingu sem leysti málið. „Við fengum tölvupóst núna rétt fyrir klukkan tíu frá fyrirtækinu Borgarvirki og þeir voru að sprengja á svæðinu,“ segir Bryndís Ýr hjá Veðurstofu Íslands. Framkvæmdir eru á svæðinu og segir Bryndís algengt að slíkar sprengingar mælist á mælum Veðurstofunnar og nefnir sprengingar við uppbyggingu Landspítala sem dæmi. Pétur Ingason hjá Borgarvirki segir að framkvæmdir hafi staðið yfir á Grundartanga. Algengt sé að slíkar sprengingar heyrist og að ekki hafi verið brugðið út af vananum í þetta skipti. „Þetta er bara spurning um það hljóðbært það er og annað, þannig að þetta er ekki neitt neitt. Það er mjög stillt yfir og þá heyrist bara meira. Það kemur höggbylgja í loftið og svona,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu. Borgarvirki var ranglega kalla Borgarverk í fréttinni. Það hefur verið leiðrétt. Eldgos og jarðhræringar Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Sprengingin dularfulla er rædd í Facebook-hópi Íbúa í Kjósarhreppi en þar spyr einn notandi: „Fann einhver fyrir hljóðbylgju frá sprengingu eða einhverju öðru fyrir korteri?“ RÚV greindi fyrst frá. Viðbrögðin hafa ekki látið standa á sér en rúmlega þrjátíu athugasemdir hafa verið skrifaðar við færslu íbúans. Margir virðast hafa orðið varir við dynkinn. „Þetta virkaði frekar eins og verksmiðja hefði sprungið! Hávaði, hljóðbylgjur og húsið gekk í bylgjum,“ skrifar ein í athugasemd og aðrir taka í sama streng. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að í upphafi hafi staðan verið óljós. Skjálfti mældist á mælum Veðurstofunnar sem hafði samband við Almannavarnir í kjölfarið. „Það kemur höggbylgja í loftið og svona“ Skömmu eftir klukkan tíu í kvöld fékk Veðurstofa þó ábendingu sem leysti málið. „Við fengum tölvupóst núna rétt fyrir klukkan tíu frá fyrirtækinu Borgarvirki og þeir voru að sprengja á svæðinu,“ segir Bryndís Ýr hjá Veðurstofu Íslands. Framkvæmdir eru á svæðinu og segir Bryndís algengt að slíkar sprengingar mælist á mælum Veðurstofunnar og nefnir sprengingar við uppbyggingu Landspítala sem dæmi. Pétur Ingason hjá Borgarvirki segir að framkvæmdir hafi staðið yfir á Grundartanga. Algengt sé að slíkar sprengingar heyrist og að ekki hafi verið brugðið út af vananum í þetta skipti. „Þetta er bara spurning um það hljóðbært það er og annað, þannig að þetta er ekki neitt neitt. Það er mjög stillt yfir og þá heyrist bara meira. Það kemur höggbylgja í loftið og svona,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu. Borgarvirki var ranglega kalla Borgarverk í fréttinni. Það hefur verið leiðrétt.
Eldgos og jarðhræringar Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira