„Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 19. janúar 2022 21:59 Ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnaraðgerðir á föstudag. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að hann ætlaði að óbreyttu ekki að skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem verður 2. febrúar næstkomandi. Tíu manna samkomubann tók gildi á laugardag. Áslaug Arna vakti máls á því á Twitter-síðu sinni í dag að jafn margir liggi nú á spítala með Covid-19 og í desember 2020 þrátt fyrir að nýgengi smitaðra sé núna margfalt hærra með tilkomu ómíkron afbrigðisins. Þarna á vissulega að standa desember 2020. Engar tölur frá 21.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 19, 2022 „Það sem ég var að benda á í dag eru einfaldlega þau gögn sem liggja fyrir og við erum alltaf að taka þessar ákvarðanir á grundvelli þess. Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta heldur þurfum við að hafa mjög skýr gögn til þess að viðhalda takmörkunum í lengri tíma,“ sagði Áslaug Arna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Nýgengi smita sé í dag hátt í hundraðfalt hærra en fyrir tveimur árum þegar svipaðar takmarkanir voru við lýði. Hún segir blasa við að staðan sé góð og þá verði að endurskoða stöðuna. Spár sem hafi verið gerðar í desember hafi ekki ræst og fjöldi á sjúkrahúsi nú langt undir bjartsýnustu spá. „Það er sjálfsagt og eðlilegt að benda á þá bjartsýni, að það sé tilefni til bjartsýni og við megum aldrei á grundvelli laga ganga lengra en þörf krefur hverju sinni.“ „Ég held að heilbrigðisráðherra hafi gögnin fyrir framan sig núna, og við þurfum að vinna því að komast út úr þessu. Það eru bráðum liðin tvö ár af faraldrinum og á sama tíma og við lítum til sóttvarnaráðstafana til að fækka smitum í samfélaginu þá sjáum við að smitin eru ekki að minnka á meðan innlagnir eru að minnka en áhrifin sem þetta hefur á annað fólk, eins og ungt fólk, eru gríðarlega alvarleg,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að hann ætlaði að óbreyttu ekki að skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem verður 2. febrúar næstkomandi. Tíu manna samkomubann tók gildi á laugardag. Áslaug Arna vakti máls á því á Twitter-síðu sinni í dag að jafn margir liggi nú á spítala með Covid-19 og í desember 2020 þrátt fyrir að nýgengi smitaðra sé núna margfalt hærra með tilkomu ómíkron afbrigðisins. Þarna á vissulega að standa desember 2020. Engar tölur frá 21.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 19, 2022 „Það sem ég var að benda á í dag eru einfaldlega þau gögn sem liggja fyrir og við erum alltaf að taka þessar ákvarðanir á grundvelli þess. Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta heldur þurfum við að hafa mjög skýr gögn til þess að viðhalda takmörkunum í lengri tíma,“ sagði Áslaug Arna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Nýgengi smita sé í dag hátt í hundraðfalt hærra en fyrir tveimur árum þegar svipaðar takmarkanir voru við lýði. Hún segir blasa við að staðan sé góð og þá verði að endurskoða stöðuna. Spár sem hafi verið gerðar í desember hafi ekki ræst og fjöldi á sjúkrahúsi nú langt undir bjartsýnustu spá. „Það er sjálfsagt og eðlilegt að benda á þá bjartsýni, að það sé tilefni til bjartsýni og við megum aldrei á grundvelli laga ganga lengra en þörf krefur hverju sinni.“ „Ég held að heilbrigðisráðherra hafi gögnin fyrir framan sig núna, og við þurfum að vinna því að komast út úr þessu. Það eru bráðum liðin tvö ár af faraldrinum og á sama tíma og við lítum til sóttvarnaráðstafana til að fækka smitum í samfélaginu þá sjáum við að smitin eru ekki að minnka á meðan innlagnir eru að minnka en áhrifin sem þetta hefur á annað fólk, eins og ungt fólk, eru gríðarlega alvarleg,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41