Munið þið eftir kennaraverkfallinu 1995? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 20. janúar 2022 13:00 Verkfallið stóð yfir í 6 vikur, frá 17. febrúar til 28. mars. Nemendur í grunnskólum og framhaldsskólum landsins mættu ekki í skólann í sex vikur. Sjálf er ég fædd 1979 og var í 10. bekk þegar verkfallið skall á. Þetta var ógurlegt sport í svona tvær vikur, að þurfa ekki að vakna í myrkrinu og mæta í skólann tíu mínútur yfir átta. Svo fór rútínuleysið að segja til sín, depurð og tilgangsleysi urðu ríkjandi tilfinningar. Til að mynda fengu landasalarnir meira að gera á þessum sex vikum snemma árs 1995 og jafnvel þeir sem seldu eitthvað annað líka. Ég get sjálf bent á þó nokkra aðila sem flosnuðu upp úr námi og hafa aldrei snúið aftur. Þetta tímabil hafði markerandi áhrif á líf fjölda barna og ungmenna. Og af hverju er ég að rifja upp þetta verkfall núna? Því sömu rauðglóandi viðvörunarbjöllur blikka núna um þessar mundir. Andleg líðan barna og ungmenna er mér afar hugleikin á tímum heimsfaraldurs og ég hef áhyggjur af því hvert þetta stefnir í til lengri tíma litið. Hvaða áhrif sóttkví ofan í sóttkví ofan í einangrun ofan í smitgát mun hafa á börn og ungmenni. Öllu þessu hefur svo fylgt röðin í skítakulda upp á Suðurlandsbraut 34 í kvíðavaldandi bið eftir því að fá pinnann ógurlega upp í nefið. Skert starfsemi í leikskólum, grunnskólum, frístund, tómstundum og framhaldsskólum hefur víðtæk áhrif og hefur afleiðingar á marga þætti líf og hverdag þeirra sem þar nema, stunda og starfa sem og fjölskyldur allra þessa hópa. Framhaldsskólanemendur sem hófu nám 2019 og 2020 eiga þá allra helst sérstakan stað í hjarta mínu og mér fallast hendur þegar ég hugsa til þess hversu mikill missirinn þeirra er. Allir þættirnir sem ekki eru á formlegu námskránni en eru svo mikilvægir fyrir félagslegan þroska og tengslamyndun við aðra á sama aldri. Fyrir mér voru þessi framhaldsskólaár minn helsti öryggisventill í lífinu. Ég var svo sem enginn fyrirmyndar nemandi en þarna átti ég mitt haldreipi sem gaf mér stöðugleika. Andlegan styrk og stöðugleika sem gaf mér góða spyrnu út í lífið framundan. Það þarf líka að fletja geðheilsuvanda kúrfuna Að sjálfsögðu er mikilvægt að hlusta á spár og tillögur að aðgerðum, sem stuðla að því að fletja kúrfuna blessuðu, frá sóttvarnarlækni og fagaðilum tengdum almannavörnum. En það er mér algjörlega fyrirmunað að skilja af hverju ríkisstjórnin hafi ekki tekið betur utan um geðheilbrigðismálin samhliða þessu. Þessi yfirsjón á eftir að verða svo dýrkeypt fyrir lýðheilsu þegar fram í sækir. Það er til dæmis þverpólitískt samþykkt frumvarp um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem bíður eftir að vera fjármagnað. Í markaðsfræðum kallast þetta “low hanging fruit” aðgerð. Ég skora hér með á ríkisstjórnina að tína þennan ávöxt af trénu sem allra fyrst. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun: Kosningar 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Verkfallið stóð yfir í 6 vikur, frá 17. febrúar til 28. mars. Nemendur í grunnskólum og framhaldsskólum landsins mættu ekki í skólann í sex vikur. Sjálf er ég fædd 1979 og var í 10. bekk þegar verkfallið skall á. Þetta var ógurlegt sport í svona tvær vikur, að þurfa ekki að vakna í myrkrinu og mæta í skólann tíu mínútur yfir átta. Svo fór rútínuleysið að segja til sín, depurð og tilgangsleysi urðu ríkjandi tilfinningar. Til að mynda fengu landasalarnir meira að gera á þessum sex vikum snemma árs 1995 og jafnvel þeir sem seldu eitthvað annað líka. Ég get sjálf bent á þó nokkra aðila sem flosnuðu upp úr námi og hafa aldrei snúið aftur. Þetta tímabil hafði markerandi áhrif á líf fjölda barna og ungmenna. Og af hverju er ég að rifja upp þetta verkfall núna? Því sömu rauðglóandi viðvörunarbjöllur blikka núna um þessar mundir. Andleg líðan barna og ungmenna er mér afar hugleikin á tímum heimsfaraldurs og ég hef áhyggjur af því hvert þetta stefnir í til lengri tíma litið. Hvaða áhrif sóttkví ofan í sóttkví ofan í einangrun ofan í smitgát mun hafa á börn og ungmenni. Öllu þessu hefur svo fylgt röðin í skítakulda upp á Suðurlandsbraut 34 í kvíðavaldandi bið eftir því að fá pinnann ógurlega upp í nefið. Skert starfsemi í leikskólum, grunnskólum, frístund, tómstundum og framhaldsskólum hefur víðtæk áhrif og hefur afleiðingar á marga þætti líf og hverdag þeirra sem þar nema, stunda og starfa sem og fjölskyldur allra þessa hópa. Framhaldsskólanemendur sem hófu nám 2019 og 2020 eiga þá allra helst sérstakan stað í hjarta mínu og mér fallast hendur þegar ég hugsa til þess hversu mikill missirinn þeirra er. Allir þættirnir sem ekki eru á formlegu námskránni en eru svo mikilvægir fyrir félagslegan þroska og tengslamyndun við aðra á sama aldri. Fyrir mér voru þessi framhaldsskólaár minn helsti öryggisventill í lífinu. Ég var svo sem enginn fyrirmyndar nemandi en þarna átti ég mitt haldreipi sem gaf mér stöðugleika. Andlegan styrk og stöðugleika sem gaf mér góða spyrnu út í lífið framundan. Það þarf líka að fletja geðheilsuvanda kúrfuna Að sjálfsögðu er mikilvægt að hlusta á spár og tillögur að aðgerðum, sem stuðla að því að fletja kúrfuna blessuðu, frá sóttvarnarlækni og fagaðilum tengdum almannavörnum. En það er mér algjörlega fyrirmunað að skilja af hverju ríkisstjórnin hafi ekki tekið betur utan um geðheilbrigðismálin samhliða þessu. Þessi yfirsjón á eftir að verða svo dýrkeypt fyrir lýðheilsu þegar fram í sækir. Það er til dæmis þverpólitískt samþykkt frumvarp um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem bíður eftir að vera fjármagnað. Í markaðsfræðum kallast þetta “low hanging fruit” aðgerð. Ég skora hér með á ríkisstjórnina að tína þennan ávöxt af trénu sem allra fyrst. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar