Líkir myndbirtingu Sigurðar G við áður séða þöggunartilburði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2022 19:51 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir segir mynd af Vítalíu Lazarevu, sem Sigurður G. Guðjónsson kveðst ekki kannast við, líkjast þöggunartilburðum. Vísir/Samsett Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson tekur fyrir að hafa birt mynd af Vítalíu Lazarevu hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Talskona Stígamóta segir myndbirtinguna líkjast þöggunartilburðum. Vítalía, sem hefur sakað þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi, vakti sjálf athygli á mynddeilingunni á Twitter og furðaði sig á því að Sigurður, sem hún segist ekkert þekkja, hafi birt af henni mynd á Facebook. Hún hafi á myndinni verið að ganga inn á fund með sínum eigin lögmanni. Það er ekkert spes að lögfræðingur sem ég þekki ekki baun í bala taki mynd af mér þegar ég er að labba inn á fund að hitta minn lögmann .... Það sem er ennþá meira spes er að hann póstar myndinni á Facebookið sitt.HJÁLP pic.twitter.com/y8tsWwVrkK— Vitalia Lazareva (@LazarevaVitalia) January 21, 2022 „Það er náttúrulega mjög íþyngjandi að upplifa það að það sé verið að fylgjast með manni. Sérstaklega ef maður er hræddur við aðilann sem kann að vera að fylgjast með manni eða senda einhvern til að fylgjast með manni,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagðist Sigurður ekki kannast við að hafa birt myndina á Facebook og sagðist heldur ekki hafa verið á staðnum þegar myndin var tekin. Í morgun mátti þó sjá myndina á Facebook-síðu Sigurðar. Sigurður fjarlægði myndina af Facebook eftir hádegi í dag. „Það er kannski erfitt að festa fingur á það nákvæmlega, hvað þetta er, en í öllu falli finnst mér þetta líkjast mjög ýmsum þöggunartilburðum sem við höfum áður séð,“ segir Steinunn. Við það bætist að meintir gerendur í málinu séu allir valdamiklir menn. „Ég held að það sé alveg aukalag af ótta sem fylgir því að stíga fram gegn mjög valdamiklum mönnum sem eru í allt annarri stöðu en brotaþoli.“ Sigurður hefur áður verið á milli tannanna á fólki vegna umdeildrar Facebook-færslu þar sem hann birti ljósmyndir af skýrslum lögreglu af Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem sakaði Kolbein Sigþórsson knattspyrnumann um ofbeldi. „Það er óhjákvæmilegt að setja það í samhengi við það sem sami maður hefur gert áður, þar sem hann birtir lögregluskýrlsur brotaþola opinberlega á Facebook.“ Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að félaginu hafi borist athugasemdir í dag vegna málsins sem það muni taka til skoðunar. Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Vill ekki kannast við myndina sem hann birti af Vítalíu Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segist ekki hafa tekið mynd af Vítalíu Lazarevu og birt í „story“ hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Vítalía hefur sakað nafntogaða og þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi. 21. janúar 2022 11:33 Facebook-skrifum Sigurðar G. um Þórhildi Gyðu vísað frá úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd lögmanna hefur vísað kvörtun Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur vegna skrifa hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðnasonar á Facebook frá nefndinni. 15. desember 2021 19:08 Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. 24. september 2021 17:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Vítalía, sem hefur sakað þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi, vakti sjálf athygli á mynddeilingunni á Twitter og furðaði sig á því að Sigurður, sem hún segist ekkert þekkja, hafi birt af henni mynd á Facebook. Hún hafi á myndinni verið að ganga inn á fund með sínum eigin lögmanni. Það er ekkert spes að lögfræðingur sem ég þekki ekki baun í bala taki mynd af mér þegar ég er að labba inn á fund að hitta minn lögmann .... Það sem er ennþá meira spes er að hann póstar myndinni á Facebookið sitt.HJÁLP pic.twitter.com/y8tsWwVrkK— Vitalia Lazareva (@LazarevaVitalia) January 21, 2022 „Það er náttúrulega mjög íþyngjandi að upplifa það að það sé verið að fylgjast með manni. Sérstaklega ef maður er hræddur við aðilann sem kann að vera að fylgjast með manni eða senda einhvern til að fylgjast með manni,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagðist Sigurður ekki kannast við að hafa birt myndina á Facebook og sagðist heldur ekki hafa verið á staðnum þegar myndin var tekin. Í morgun mátti þó sjá myndina á Facebook-síðu Sigurðar. Sigurður fjarlægði myndina af Facebook eftir hádegi í dag. „Það er kannski erfitt að festa fingur á það nákvæmlega, hvað þetta er, en í öllu falli finnst mér þetta líkjast mjög ýmsum þöggunartilburðum sem við höfum áður séð,“ segir Steinunn. Við það bætist að meintir gerendur í málinu séu allir valdamiklir menn. „Ég held að það sé alveg aukalag af ótta sem fylgir því að stíga fram gegn mjög valdamiklum mönnum sem eru í allt annarri stöðu en brotaþoli.“ Sigurður hefur áður verið á milli tannanna á fólki vegna umdeildrar Facebook-færslu þar sem hann birti ljósmyndir af skýrslum lögreglu af Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem sakaði Kolbein Sigþórsson knattspyrnumann um ofbeldi. „Það er óhjákvæmilegt að setja það í samhengi við það sem sami maður hefur gert áður, þar sem hann birtir lögregluskýrlsur brotaþola opinberlega á Facebook.“ Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að félaginu hafi borist athugasemdir í dag vegna málsins sem það muni taka til skoðunar.
Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Vill ekki kannast við myndina sem hann birti af Vítalíu Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segist ekki hafa tekið mynd af Vítalíu Lazarevu og birt í „story“ hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Vítalía hefur sakað nafntogaða og þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi. 21. janúar 2022 11:33 Facebook-skrifum Sigurðar G. um Þórhildi Gyðu vísað frá úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd lögmanna hefur vísað kvörtun Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur vegna skrifa hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðnasonar á Facebook frá nefndinni. 15. desember 2021 19:08 Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. 24. september 2021 17:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Vill ekki kannast við myndina sem hann birti af Vítalíu Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segist ekki hafa tekið mynd af Vítalíu Lazarevu og birt í „story“ hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Vítalía hefur sakað nafntogaða og þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi. 21. janúar 2022 11:33
Facebook-skrifum Sigurðar G. um Þórhildi Gyðu vísað frá úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd lögmanna hefur vísað kvörtun Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur vegna skrifa hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðnasonar á Facebook frá nefndinni. 15. desember 2021 19:08
Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. 24. september 2021 17:18