Söfnuðu ríflega 1,3 milljónum raddsýna Eiður Þór Árnason skrifar 27. janúar 2022 16:16 Börkur Vígþórsson, skólastjóri Smárskóla, nemendurnir Emilía Guðný Magnúsdóttir og Lúkas-Matei Danko, auk Elizu Reid forsetafrúr. Myndin var tekin þegar keppnin var ræst þetta árið í Smáraskóla en hann vann keppnina í fyrra. Aðsend Ríflega 1,3 milljónir raddsýna söfnuðust í Lestrarkeppni grunnskólanna sem lauk í gær. Um er að ræða tvöföldun milli ára en alls tóku 118 skólar þátt og lögðu 5.652 manns sínum skóla lið í keppninni. Keppt var um fjölda setninga sem skólar lásu inn í Samróm en því verkefni er ætlað að safna upptökum af lestri sem notaðar eru til að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku. Fram kemur í tilkynningu að mikil spenna hafi myndast á lokasprettinum og var síðasti dagur keppninnar sá langstærsti til þessa. Þá lásu keppendur inn 487.936 setningar. Salaskóli, Smáraskóli og Höfðaskóli fremst í sínum flokki Salaskóli sigraði í flokki A, flokki stærri skóla, og lásu 703 keppendur 107.075 setningar. Smáraskóli bar sigur úr í býtum í flokki B, sem inniheldur skóla af miðstærð, og las jafnframt mest allra í keppninni eða 236.470 setningar. 914 einstaklingar tóku þátt fyrir hönd skólans. Hörð keppni var í flokki C, flokki smærri skóla, en þar sigraði Höfðaskóli með 153.288 setningar lesnar af 353 keppendum. Sandgerðisskóli las hlutfallslega flestar setningar Jafnframt eru veitt þrenn aukaverðlaun fyrir framúrskarandi árangur með tilliti til fjölda setninga sem hver skóli las, þvert á flokka. Sandgerðisskóli náði framúrskarandi árangri en þar lásu 593 einstaklingar 208.535 setningar. Öxarfjarðarskóli og Gerðaskóli fá einnig verðlaun fyrir framúrskarandi árangur. Í Öxarfjarðarskóla lásu 285 keppendur 147.189 setningar og fyrir Gerðaskóla tóku 406 einstaklingar þátt og lásu 89.336 setningar. Áfram er hægt að lesa inn í gagnagrunn Samróms á vef verkefnisins og leggja þannig sitt af mörkum fyrir framtíð íslenskunnar. Grunnskólar Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Keppt var um fjölda setninga sem skólar lásu inn í Samróm en því verkefni er ætlað að safna upptökum af lestri sem notaðar eru til að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku. Fram kemur í tilkynningu að mikil spenna hafi myndast á lokasprettinum og var síðasti dagur keppninnar sá langstærsti til þessa. Þá lásu keppendur inn 487.936 setningar. Salaskóli, Smáraskóli og Höfðaskóli fremst í sínum flokki Salaskóli sigraði í flokki A, flokki stærri skóla, og lásu 703 keppendur 107.075 setningar. Smáraskóli bar sigur úr í býtum í flokki B, sem inniheldur skóla af miðstærð, og las jafnframt mest allra í keppninni eða 236.470 setningar. 914 einstaklingar tóku þátt fyrir hönd skólans. Hörð keppni var í flokki C, flokki smærri skóla, en þar sigraði Höfðaskóli með 153.288 setningar lesnar af 353 keppendum. Sandgerðisskóli las hlutfallslega flestar setningar Jafnframt eru veitt þrenn aukaverðlaun fyrir framúrskarandi árangur með tilliti til fjölda setninga sem hver skóli las, þvert á flokka. Sandgerðisskóli náði framúrskarandi árangri en þar lásu 593 einstaklingar 208.535 setningar. Öxarfjarðarskóli og Gerðaskóli fá einnig verðlaun fyrir framúrskarandi árangur. Í Öxarfjarðarskóla lásu 285 keppendur 147.189 setningar og fyrir Gerðaskóla tóku 406 einstaklingar þátt og lásu 89.336 setningar. Áfram er hægt að lesa inn í gagnagrunn Samróms á vef verkefnisins og leggja þannig sitt af mörkum fyrir framtíð íslenskunnar.
Grunnskólar Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira