Toyota með flestar nýskráningar í janúar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. febrúar 2022 07:01 Toyota var mest selda tegundin í janúar. Toyota nýskráði 129 ný ökutæki á fyrsta mánuði ársins. Þar af voru 109 fólksbifreiðar og 20 sendibifreiðar. Land Cruiser var mest selda undirtegundin með 35 eintök seld. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu. Sala nýrra ökutækja jókst um 43% á milli ára. Nýskráð ökutæki í janúar í fyrra voru 835 og í ár voru nýskráningar á fyrsta mánuði ársins 1195. Fjöldi nýskráninga í janúar eftir tegundum. Hyundai er í örðu sæti í janúar í ár með 93 nýskráningar, Kia í þriðja sæti með 86 eintök skráð. Mitsubishi var svo í fjórða sæti með 86 eintök skráð, öll eintökum voru Eclipse Cross, sem einng var mest selda undirtegundin í janúar. Orkugjafar Hreinir rafbílar voru algengasti orkugjafinn í nýskráðum bílum í janúar. Samtals voru 340 hreinir rafbílar nýskráðir í janúar. Þar af voru flestir af gerð Kia EV6 eða 65 bílar og Skoda Enyaq 80X var í öðru sæti með 24 seld eintök. Fjöldi nýskráninga í janúar eftir orkugjöfum. Tengiltvinnbílar sem ganga fyrir bensíni og rafmagni voru næst vinsælasti kosturinn í janúar, með 273 nýskráningar. Þar vegur Eclipse Cross þyngst með sín 86 eintök. Hreinir bensínbílar voru í þriðja sæti með 159 eintök skráð. Skráningar þar dreifast talsvert en Hyundai i20 og i10 eru efstir með 17 og 15 eintök skráð. Vistvænir bílar, eða bílar sem ganga fyrir rafmagni að einhverju eða öllu leyti ásamt metan og vetnis bílum voru talsvert algengari kaup í janúar en hefðbundnir bensín- eða dísilbílar. Vistvænir bílar seldust í 734 eintökum en bensín- og dísilbílar í 303 eintökum. Samgöngustofa uppfærði nýlega vef sinn og nú þægilegra að leita upplýsinga, auk þess sem upplýsingarnar uppfærast örar. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent
Sala nýrra ökutækja jókst um 43% á milli ára. Nýskráð ökutæki í janúar í fyrra voru 835 og í ár voru nýskráningar á fyrsta mánuði ársins 1195. Fjöldi nýskráninga í janúar eftir tegundum. Hyundai er í örðu sæti í janúar í ár með 93 nýskráningar, Kia í þriðja sæti með 86 eintök skráð. Mitsubishi var svo í fjórða sæti með 86 eintök skráð, öll eintökum voru Eclipse Cross, sem einng var mest selda undirtegundin í janúar. Orkugjafar Hreinir rafbílar voru algengasti orkugjafinn í nýskráðum bílum í janúar. Samtals voru 340 hreinir rafbílar nýskráðir í janúar. Þar af voru flestir af gerð Kia EV6 eða 65 bílar og Skoda Enyaq 80X var í öðru sæti með 24 seld eintök. Fjöldi nýskráninga í janúar eftir orkugjöfum. Tengiltvinnbílar sem ganga fyrir bensíni og rafmagni voru næst vinsælasti kosturinn í janúar, með 273 nýskráningar. Þar vegur Eclipse Cross þyngst með sín 86 eintök. Hreinir bensínbílar voru í þriðja sæti með 159 eintök skráð. Skráningar þar dreifast talsvert en Hyundai i20 og i10 eru efstir með 17 og 15 eintök skráð. Vistvænir bílar, eða bílar sem ganga fyrir rafmagni að einhverju eða öllu leyti ásamt metan og vetnis bílum voru talsvert algengari kaup í janúar en hefðbundnir bensín- eða dísilbílar. Vistvænir bílar seldust í 734 eintökum en bensín- og dísilbílar í 303 eintökum. Samgöngustofa uppfærði nýlega vef sinn og nú þægilegra að leita upplýsinga, auk þess sem upplýsingarnar uppfærast örar.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent