Þolandi kynferðisofbeldis fær formlega afsökunarbeiðni forsætisráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2022 07:34 Morrison var harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu ráðherra sinna og annarra yfirmanna innan ráðuneytanna þegar Higgins steig fram og greindi frá afleiðingum þess að hafa greint frá nauðguninni. epa/Lukas Coch Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðið konu formlega afsökunar sem var hunsuð og útskúfuð eftir að hún tilkynnti að sér hefði verið nauðgað af samstarfsmanni sínum. Konan starfaði fyrir tvo ráðherra í áströlsku ríkisstjórninni. Ásakanir Brittany Higgins um þá meðferð sem hún hlaut af hálfu yfirmanna sinna eftir að hún tilkynnti um kynferðisbrotið varð til þess að rannsókn var gerð á vinnustaðarmenningunni í ástralska stjórnkerfinu. Higgins sat í þingsal þegar Morrison, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og fleiri báðu hana og aðra þolendur kynferðisbrota og annarrar áreitni á vinnustaðnum afsökunar. „Ég biðst afsökunar, við biðjumst afsökunar. Ég bið Higgins afsökunar á þeim hræðilegu atburðum sem áttu sér stað hér. Þetta átti að vera öruggur staður en breyttist í martröð,“ sagði forsætisráðherrann. „Og mér þykir meira miður en það. Allir þeir sem komu á undan Higgins... en hún sýndi hugrekki þegar hún steig fram og hér erum við.“ Tugþúsundir söfnuðust saman til að mótmæla eftir að Higgins greindi frá nauðguninni og afleiðingum þess að segja frá henni á vinnustaðnum. Morrisson var harðlega gagnrýndur í kjölfarið, fyrir það hvernig ráðherrar í ríkisstjórn hans og aðrir yfirmenn tóku á málinu. Higgins greindi frá því árið 2019 að samstarfsmaður hennar hefði nauðgað henni á skrifstofu yfirmanns þeirra en á þeim tíma starfaði Higgins fyrir tvo ráðherra. Þegar hún greindi öðrum þeirra, dómsmálaráðherranum Lindu Reynolds, frá árásinni var hún „sett til hliðar“, fékk lítinn stuðning og var hvött til að segja upp störfum. Opinber rannsókn leiddi í ljós að einn af hverjum þremur starfsmönnum þings og ráðuneyta hefði upplifað kynferðislega áreitni. Þá var niðurstaðan sú að á vinnustöðunum ríkti „karlaklúbbs“ menning sem einkenndist af einelti, kynferðislegri áreitni og kynferðisbrotum. BBC greindi frá. Ástralía Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ásakanir Brittany Higgins um þá meðferð sem hún hlaut af hálfu yfirmanna sinna eftir að hún tilkynnti um kynferðisbrotið varð til þess að rannsókn var gerð á vinnustaðarmenningunni í ástralska stjórnkerfinu. Higgins sat í þingsal þegar Morrison, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og fleiri báðu hana og aðra þolendur kynferðisbrota og annarrar áreitni á vinnustaðnum afsökunar. „Ég biðst afsökunar, við biðjumst afsökunar. Ég bið Higgins afsökunar á þeim hræðilegu atburðum sem áttu sér stað hér. Þetta átti að vera öruggur staður en breyttist í martröð,“ sagði forsætisráðherrann. „Og mér þykir meira miður en það. Allir þeir sem komu á undan Higgins... en hún sýndi hugrekki þegar hún steig fram og hér erum við.“ Tugþúsundir söfnuðust saman til að mótmæla eftir að Higgins greindi frá nauðguninni og afleiðingum þess að segja frá henni á vinnustaðnum. Morrisson var harðlega gagnrýndur í kjölfarið, fyrir það hvernig ráðherrar í ríkisstjórn hans og aðrir yfirmenn tóku á málinu. Higgins greindi frá því árið 2019 að samstarfsmaður hennar hefði nauðgað henni á skrifstofu yfirmanns þeirra en á þeim tíma starfaði Higgins fyrir tvo ráðherra. Þegar hún greindi öðrum þeirra, dómsmálaráðherranum Lindu Reynolds, frá árásinni var hún „sett til hliðar“, fékk lítinn stuðning og var hvött til að segja upp störfum. Opinber rannsókn leiddi í ljós að einn af hverjum þremur starfsmönnum þings og ráðuneyta hefði upplifað kynferðislega áreitni. Þá var niðurstaðan sú að á vinnustöðunum ríkti „karlaklúbbs“ menning sem einkenndist af einelti, kynferðislegri áreitni og kynferðisbrotum. BBC greindi frá.
Ástralía Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira