Sögufölsun skuggastjórnenda verkalýðshreyfingarinnar Vilhjálmur Birgisson skrifar 11. febrúar 2022 11:30 Það var nú undarleg sögufölsun sem kom fram í pistli frá Gunnari Karli starfsmanni stéttarfélags Bárunnar á Selfossi á Vísi í gær þar sem hann fjallaði að stærstum hluta um formannskosningarnar í Eflingu. En í þessum pistli er því haldið ranglega fram að kjarasamningurinn frá 2015 hafi skilað verkafólki meiri ávinningi en lífskjarasamningurinn sem undirritaður var 2019. Það er grátbroslegt að sjá skuggastjórnendur verkalýðshreyfingarinnar sem félagi Ragnar Þór talaði um í pistli sínum í gær væla eins og stungnir grísir yfir því að nokkuð vel hafi tekist til við gerð lífskjarasamningsins sem leiddur var undir forystu Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness. Svona sögufölsun eins og sést hjá Gunnari Karli er til þess eins að reyna að telja launafólki trú um að kjarasamningurinn frá 2015 hafi skilað meiri ávinningi fyrir verkafólk en lífskjarasamningurinn. Öll svona afbökun á sannleikanum er til þess fallin að reyna að hafa áhrif á formannskosningar í Eflingu. Það er ekki bara að lífskjarasamningurinn hafi skilað umtalsvert fleiri krónum í launaumslag verkafólks heldur fylgdi með aðgerðapakki frá stjórnvöldum sem var kostnaðarmetinn af stjórnvöldum upp á 80 milljarða til að styðja við lífskjarasamninginn. Okkur tókst í lífskjarasamningum að til dæmis lækka skattbyrði lágtekjufólks með samkomulagi við stjórnvöld og skilaði sú skattalækkun ein og sér tæplega 12.000 krónum til lágtekjufólks. Þetta er hægt að sjá með nákvæmum hætti á reiknivél um staðgreiðslu hjá ríkisskattstjóra. Samhliða lífskjarasamningum funduðum við líka með Seðlabankanum þar sem lögð var ofuráhersla á að skapa forsendur fyrir Seðlabankann til að lækka stýrivexti bankans, og það tókst. Það var meira að segja skrifað í forsendur lífskjarasamningsins að ef stýrivextir Seðlabankans myndu ekki lækka um 2% yrði lífskjarasamningurinn uppsegjanlegur. En skoðum þessa ótrúlega röngu staðhæfingu um að kjarasamningurinn frá 2015 hafi skilað meiri ávinningi fyrir verkafólk en lífskjarasamningurinn. Algengasti launaflokkur verkafólks er lfl. 7 en hann hækkaði úr 211.211 kr. árið 2014 í 272.261 kr. á samningstímanum eða sem nemur 61.050 kr. nánar tiltekið 29%. Þessi sami launaflokkur nr. 7 hækkaði hinsvegar í lífskjarasamningum úr 272.261. í 362.261 kr. og stendur í þeirri upphæð í dag. Semsagt hækkaði um 90.000 kr. á samningstímanum eða sem nemur 33%. Þessu til viðbótar liggur fyrir að við sömdum líka um svokallaðan hagvaxtarauka og mun hagvaxtaraukinn sem samið var um í lífskjarasamningnum virkjast á þessu ári. Afar líklegt er að hann muni skila launafólki 13.000 kr. sem koma þá til hækkunar 1. maí á þessu ári. Ef það raungerist sem afar miklar líkur eru á miðað við stöðuna eins og hún er í dag þá hafa launataxtar verkafólks hækkað um 103.000 kr. Að halda því fram að samningurinn 2015 hafi skilað verkafólki meiru er ótrúlegt þegar liggur fyrir að launataxtar hækkuðu um 61.050 kr. á samningstímanum 2015 en að öllum líkindum 103.000 í lífskjarasamningnum. Þetta þýðir að lífskjarasamningurinn skilar 38% launahækkun en samningurinn 2015 29%. Því til viðbótar er 80 milljarða aðgerðapakki sem fylgdi með lífskjarasamningnum þar sem skattalækkun upp á 12.000 kr. er m.a. hluti af. Vaxtalækkun En aðalkjarabótin fyrir verkafólk og íslensk heimili liggur í lækkun vaxta eins og var eitt af stóru markmiðum lífskjarasamningsins og það tókst en fyrir lífskjarasamninginn voru stýrivextir 4,25% og fóru lægst niður í 0,75% þótt vissulega hafi þeir hækkað að nýju og standi núna í 2,75% En skoðum vextina sem heimilunum var boðið upp á árið 2015 en óverðtryggðir vextir voru þá 7,25% en eru í dag 4,20%. Verðtryggðir vextir voru 3,65% en eru í dag 1,9%. Þessi vaxtamunur á 35 milljóna húsnæðisláni þýðir að greiðslubyrði hefur lækkað miðað við vextina 2015 um 90.000 á mánuði eða 1,1 milljón á ársgrundvelli. Af verðtryggðu láni að sömu fjárhæð er lækkun á greiðslubyrði 50.000 kr. á mánuði eða 600.000 á ársgrundvelli. Það er sorglegt þegar aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar vilja ekki viðurkenna að lífskjarasamningurinn undir forystu Verkalýðsfélags Akraness, Eflingar og VR hafi ekki skilað afar góðum árangri þótt alltaf megi gera betur enda lýkur kjarabaráttu launafólks aldrei. Það er rétt hjá félaga Ragnari Þór að hatrið og níðið í garð þeirra sem hafa gagnrýnt stefnur og markmið ASÍ á liðnum árum og áratugum er grímulaust. Allir sem þekkja til innan verkalýðshreyfingarinnar vita hvernig fulltrúalýðræðið virkar inni á þingum ASÍ og innan landssambanda ASÍ. Því má klárlega segja að það sé ekkert verið að kjósa eingöngu um forystu í Eflingu heldur hefur sú kosning áhrif á fulltrúalýðræðið inni á þingum ASÍ og SGS. Það má segja að kosningar í Eflingu, sem er næststærsta stéttarfélag landsins, muni hafa áhrif á stefnu og markmið verkalýðshreyfingarinnar í heild sinni og nú sé kannski að renna upp sá dagur að loksins verði lokauppgjör innan verkalýðshreyfingarinnar. En rétt skal vera rétt og ég vísa svona sögufölsun á bug sérstaklega þegar verið er að reyna að hafa áhrif á formannskjör í Eflingu með slíku bulli! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það var nú undarleg sögufölsun sem kom fram í pistli frá Gunnari Karli starfsmanni stéttarfélags Bárunnar á Selfossi á Vísi í gær þar sem hann fjallaði að stærstum hluta um formannskosningarnar í Eflingu. En í þessum pistli er því haldið ranglega fram að kjarasamningurinn frá 2015 hafi skilað verkafólki meiri ávinningi en lífskjarasamningurinn sem undirritaður var 2019. Það er grátbroslegt að sjá skuggastjórnendur verkalýðshreyfingarinnar sem félagi Ragnar Þór talaði um í pistli sínum í gær væla eins og stungnir grísir yfir því að nokkuð vel hafi tekist til við gerð lífskjarasamningsins sem leiddur var undir forystu Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness. Svona sögufölsun eins og sést hjá Gunnari Karli er til þess eins að reyna að telja launafólki trú um að kjarasamningurinn frá 2015 hafi skilað meiri ávinningi fyrir verkafólk en lífskjarasamningurinn. Öll svona afbökun á sannleikanum er til þess fallin að reyna að hafa áhrif á formannskosningar í Eflingu. Það er ekki bara að lífskjarasamningurinn hafi skilað umtalsvert fleiri krónum í launaumslag verkafólks heldur fylgdi með aðgerðapakki frá stjórnvöldum sem var kostnaðarmetinn af stjórnvöldum upp á 80 milljarða til að styðja við lífskjarasamninginn. Okkur tókst í lífskjarasamningum að til dæmis lækka skattbyrði lágtekjufólks með samkomulagi við stjórnvöld og skilaði sú skattalækkun ein og sér tæplega 12.000 krónum til lágtekjufólks. Þetta er hægt að sjá með nákvæmum hætti á reiknivél um staðgreiðslu hjá ríkisskattstjóra. Samhliða lífskjarasamningum funduðum við líka með Seðlabankanum þar sem lögð var ofuráhersla á að skapa forsendur fyrir Seðlabankann til að lækka stýrivexti bankans, og það tókst. Það var meira að segja skrifað í forsendur lífskjarasamningsins að ef stýrivextir Seðlabankans myndu ekki lækka um 2% yrði lífskjarasamningurinn uppsegjanlegur. En skoðum þessa ótrúlega röngu staðhæfingu um að kjarasamningurinn frá 2015 hafi skilað meiri ávinningi fyrir verkafólk en lífskjarasamningurinn. Algengasti launaflokkur verkafólks er lfl. 7 en hann hækkaði úr 211.211 kr. árið 2014 í 272.261 kr. á samningstímanum eða sem nemur 61.050 kr. nánar tiltekið 29%. Þessi sami launaflokkur nr. 7 hækkaði hinsvegar í lífskjarasamningum úr 272.261. í 362.261 kr. og stendur í þeirri upphæð í dag. Semsagt hækkaði um 90.000 kr. á samningstímanum eða sem nemur 33%. Þessu til viðbótar liggur fyrir að við sömdum líka um svokallaðan hagvaxtarauka og mun hagvaxtaraukinn sem samið var um í lífskjarasamningnum virkjast á þessu ári. Afar líklegt er að hann muni skila launafólki 13.000 kr. sem koma þá til hækkunar 1. maí á þessu ári. Ef það raungerist sem afar miklar líkur eru á miðað við stöðuna eins og hún er í dag þá hafa launataxtar verkafólks hækkað um 103.000 kr. Að halda því fram að samningurinn 2015 hafi skilað verkafólki meiru er ótrúlegt þegar liggur fyrir að launataxtar hækkuðu um 61.050 kr. á samningstímanum 2015 en að öllum líkindum 103.000 í lífskjarasamningnum. Þetta þýðir að lífskjarasamningurinn skilar 38% launahækkun en samningurinn 2015 29%. Því til viðbótar er 80 milljarða aðgerðapakki sem fylgdi með lífskjarasamningnum þar sem skattalækkun upp á 12.000 kr. er m.a. hluti af. Vaxtalækkun En aðalkjarabótin fyrir verkafólk og íslensk heimili liggur í lækkun vaxta eins og var eitt af stóru markmiðum lífskjarasamningsins og það tókst en fyrir lífskjarasamninginn voru stýrivextir 4,25% og fóru lægst niður í 0,75% þótt vissulega hafi þeir hækkað að nýju og standi núna í 2,75% En skoðum vextina sem heimilunum var boðið upp á árið 2015 en óverðtryggðir vextir voru þá 7,25% en eru í dag 4,20%. Verðtryggðir vextir voru 3,65% en eru í dag 1,9%. Þessi vaxtamunur á 35 milljóna húsnæðisláni þýðir að greiðslubyrði hefur lækkað miðað við vextina 2015 um 90.000 á mánuði eða 1,1 milljón á ársgrundvelli. Af verðtryggðu láni að sömu fjárhæð er lækkun á greiðslubyrði 50.000 kr. á mánuði eða 600.000 á ársgrundvelli. Það er sorglegt þegar aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar vilja ekki viðurkenna að lífskjarasamningurinn undir forystu Verkalýðsfélags Akraness, Eflingar og VR hafi ekki skilað afar góðum árangri þótt alltaf megi gera betur enda lýkur kjarabaráttu launafólks aldrei. Það er rétt hjá félaga Ragnari Þór að hatrið og níðið í garð þeirra sem hafa gagnrýnt stefnur og markmið ASÍ á liðnum árum og áratugum er grímulaust. Allir sem þekkja til innan verkalýðshreyfingarinnar vita hvernig fulltrúalýðræðið virkar inni á þingum ASÍ og innan landssambanda ASÍ. Því má klárlega segja að það sé ekkert verið að kjósa eingöngu um forystu í Eflingu heldur hefur sú kosning áhrif á fulltrúalýðræðið inni á þingum ASÍ og SGS. Það má segja að kosningar í Eflingu, sem er næststærsta stéttarfélag landsins, muni hafa áhrif á stefnu og markmið verkalýðshreyfingarinnar í heild sinni og nú sé kannski að renna upp sá dagur að loksins verði lokauppgjör innan verkalýðshreyfingarinnar. En rétt skal vera rétt og ég vísa svona sögufölsun á bug sérstaklega þegar verið er að reyna að hafa áhrif á formannskjör í Eflingu með slíku bulli! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar