Leiguþak er lífsnauðsynleg kjarabót fyrir verkafólk Anna Steina Finnsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 09:30 Langvarandi húsnæðisskortur á Íslandi hefur gert leigumarkaðinn að kjöraðstæðum fyrir fjármagnseigendur til þess að okra á þeim eignaminni. Lágtekjufólki er gert ómögulegt að kaupa sér húsnæði vegna ríkulegra áætlana á útgjöldum einstaklings við greiðslumat en á sama tíma er þeim gert að greiða húsaleigu sem er langtum hærri en afborganir og rekstur húsnæðis gæti verið. Margar breytingar hafa orðið á húsnæðiskerfinu á undanförnum áratugum og erum við nú komin á byrjunarreit. Verkalýðurinn á hvorki möguleika á að leigja né kaupa fasteign nema fórna þeim lúxus að borða heita máltíð á hverjum degi. Öll viljum við búa okkur og fjölskyldum okkar öruggt heimili, en því miður er það ekki möguleiki fyrir alla. Á Íslandi er húsnæðiskostnaður helsta ástæða fátæktar. A-listinn sem er í framboði til stjórnar Eflingar leggur mikla áherslu á umbætur á húsnæðismarkaði til að vernda ávinninga kjarasamninga frá því að hverfa í vasa auðmanna. Við viljum auka vernd leigjenda og byggja upp tryggt leiguumhverfi. Víða um heim hefur verið komið á leiguþaki og leigubremsum til að beisla okur sem viðgengst og teljum við mikilvægt að verkalýðsfélög berjist fyrir slíku kerfi hérlendis. Við viljum koma á fót bremsu á leigusamningum þannig að leigusalar geti ekki hækkað leiguverðið án rökstuðnings. Við þurfum ekki að leita lengra en til frændfólks okkar í Danmörku til þess að finna góða fyrirmynd að lögum og reglugerðum er snúa að verndun leigutaka, regluverk sem virka líka sanngjörn fyrir leigusala. Þar er skýrt regluverk þar sem hámarks leiguverð er reiknað út frá mörgum þáttum eins og staðsetningu, stærð, gerð og ástandi eignar. Leigutakar geta sótt aðstoð frá sérstökum lögfræðistofum telji þeir að verið sé að svindla á þeim, til dæmis með of hárri leigu eða ef leigusalar sinna ekki nauðsynlegu viðhaldi á eignum. Einnig geta leigusalar leitað sér aðstoðar hjá slíkum stofnunum ef þeir telja leiguna of lága. Húseigendum er heimilt að hækka leigu, ef gæði húsnæðis eru bætt, eins og ef eldhús er endurinnrétt. Regluverkið gætir ekki aðeins að hagsmunum leigutaka heldur er leigusala tryggður sá réttur að reka leigjenda úr íbúð ef greiðslur á leigu tefjast eða ef leigjandi gerist að öðru leiti brotlegur við leigusamning. Við upphaf leigutíma er leigjanda boðið að gera ástandsskoðun á íbúðinni og koma með ábendingar til leigusala ef hann telur að eitthvað sé ábótavant. Við skil á íbúð á leigjandi að skila henni í sama ástandi og hann tók við henni. Ef íbúðin var til Dæmis Nýmáluð getur leigusali krafist þess að leigutaki máli áður en hann skilar eða dregið af tryggingu fé sem nemur málningarkostnaði, en leigusali getur krafist tryggingarfjár að upphæð sem nemur að hámarki 3 mánaða leigu við upphafi leigutíma. Þessar reglur veita leigutaka og leigusala langtímaöryggi og stuðla að virkum og heilbrigðum leigumarkaði. Í haust var rætt á Alþingi um þak sem gerði ráð fyrir 10% hámarkshækkun árlega. Slík hækkun er ekki skynsamleg, enda hefur leiguverð fengið að hækka óhindrað síðustu ár. Sú hækkun sem orðið hefur á íslenskum leigumarkaði er að sliga íslensk heimili og hafa af verkafólki allann ágóða lífskjarasamningsins. Hætt var við þessi áform, enda 10% hækkun árlega allt of hátt þak. Við í Eflingarlistanum ætlum að vera leiðandi afl í umræðu um leigubremsu þar sem leigusalar mættu aðeins hækka leiguna að ákveðnum skilyrðum uppfylltum eins og endurnýjun íbúðar, hækkun vaxtarstigs eða hækkun verðlags. Hinn almenni leigumarkaður annar þó ekki eftirspurn og því er mikilvægt að auka verulega uppbyggingu hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. Saman mun aukin uppbygging á ódýru leiguhúsnæði með aðkomu lífeyrissjóða okkar og skýrt regluverk skapa jafnvægi og öryggi á leigumarkaði. Það mun hækka ráðstöfunartekjur verkafólks og vera dýrmæt kjarabót til viðbótar við þær launahækkanir sem við förum fram á í komandi kjarasamningum. Nú standa yfir stjórnarkosningar hjá Eflingu, en þeim lýkur í dag klukkan átta, og því fer hver að verða síðastur til þess að kjósa. Farðu á efling.is til að taka þátt og kjósa Eflingarlistann X-A fyrir framtíð þar sem hagsmunir verkafólks eru í fyrirrúmi. Höfundur er frambjóðandi á Eflingarlistanum (X-A) í stjórnarkosningu Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Langvarandi húsnæðisskortur á Íslandi hefur gert leigumarkaðinn að kjöraðstæðum fyrir fjármagnseigendur til þess að okra á þeim eignaminni. Lágtekjufólki er gert ómögulegt að kaupa sér húsnæði vegna ríkulegra áætlana á útgjöldum einstaklings við greiðslumat en á sama tíma er þeim gert að greiða húsaleigu sem er langtum hærri en afborganir og rekstur húsnæðis gæti verið. Margar breytingar hafa orðið á húsnæðiskerfinu á undanförnum áratugum og erum við nú komin á byrjunarreit. Verkalýðurinn á hvorki möguleika á að leigja né kaupa fasteign nema fórna þeim lúxus að borða heita máltíð á hverjum degi. Öll viljum við búa okkur og fjölskyldum okkar öruggt heimili, en því miður er það ekki möguleiki fyrir alla. Á Íslandi er húsnæðiskostnaður helsta ástæða fátæktar. A-listinn sem er í framboði til stjórnar Eflingar leggur mikla áherslu á umbætur á húsnæðismarkaði til að vernda ávinninga kjarasamninga frá því að hverfa í vasa auðmanna. Við viljum auka vernd leigjenda og byggja upp tryggt leiguumhverfi. Víða um heim hefur verið komið á leiguþaki og leigubremsum til að beisla okur sem viðgengst og teljum við mikilvægt að verkalýðsfélög berjist fyrir slíku kerfi hérlendis. Við viljum koma á fót bremsu á leigusamningum þannig að leigusalar geti ekki hækkað leiguverðið án rökstuðnings. Við þurfum ekki að leita lengra en til frændfólks okkar í Danmörku til þess að finna góða fyrirmynd að lögum og reglugerðum er snúa að verndun leigutaka, regluverk sem virka líka sanngjörn fyrir leigusala. Þar er skýrt regluverk þar sem hámarks leiguverð er reiknað út frá mörgum þáttum eins og staðsetningu, stærð, gerð og ástandi eignar. Leigutakar geta sótt aðstoð frá sérstökum lögfræðistofum telji þeir að verið sé að svindla á þeim, til dæmis með of hárri leigu eða ef leigusalar sinna ekki nauðsynlegu viðhaldi á eignum. Einnig geta leigusalar leitað sér aðstoðar hjá slíkum stofnunum ef þeir telja leiguna of lága. Húseigendum er heimilt að hækka leigu, ef gæði húsnæðis eru bætt, eins og ef eldhús er endurinnrétt. Regluverkið gætir ekki aðeins að hagsmunum leigutaka heldur er leigusala tryggður sá réttur að reka leigjenda úr íbúð ef greiðslur á leigu tefjast eða ef leigjandi gerist að öðru leiti brotlegur við leigusamning. Við upphaf leigutíma er leigjanda boðið að gera ástandsskoðun á íbúðinni og koma með ábendingar til leigusala ef hann telur að eitthvað sé ábótavant. Við skil á íbúð á leigjandi að skila henni í sama ástandi og hann tók við henni. Ef íbúðin var til Dæmis Nýmáluð getur leigusali krafist þess að leigutaki máli áður en hann skilar eða dregið af tryggingu fé sem nemur málningarkostnaði, en leigusali getur krafist tryggingarfjár að upphæð sem nemur að hámarki 3 mánaða leigu við upphafi leigutíma. Þessar reglur veita leigutaka og leigusala langtímaöryggi og stuðla að virkum og heilbrigðum leigumarkaði. Í haust var rætt á Alþingi um þak sem gerði ráð fyrir 10% hámarkshækkun árlega. Slík hækkun er ekki skynsamleg, enda hefur leiguverð fengið að hækka óhindrað síðustu ár. Sú hækkun sem orðið hefur á íslenskum leigumarkaði er að sliga íslensk heimili og hafa af verkafólki allann ágóða lífskjarasamningsins. Hætt var við þessi áform, enda 10% hækkun árlega allt of hátt þak. Við í Eflingarlistanum ætlum að vera leiðandi afl í umræðu um leigubremsu þar sem leigusalar mættu aðeins hækka leiguna að ákveðnum skilyrðum uppfylltum eins og endurnýjun íbúðar, hækkun vaxtarstigs eða hækkun verðlags. Hinn almenni leigumarkaður annar þó ekki eftirspurn og því er mikilvægt að auka verulega uppbyggingu hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. Saman mun aukin uppbygging á ódýru leiguhúsnæði með aðkomu lífeyrissjóða okkar og skýrt regluverk skapa jafnvægi og öryggi á leigumarkaði. Það mun hækka ráðstöfunartekjur verkafólks og vera dýrmæt kjarabót til viðbótar við þær launahækkanir sem við förum fram á í komandi kjarasamningum. Nú standa yfir stjórnarkosningar hjá Eflingu, en þeim lýkur í dag klukkan átta, og því fer hver að verða síðastur til þess að kjósa. Farðu á efling.is til að taka þátt og kjósa Eflingarlistann X-A fyrir framtíð þar sem hagsmunir verkafólks eru í fyrirrúmi. Höfundur er frambjóðandi á Eflingarlistanum (X-A) í stjórnarkosningu Eflingar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar