Áttaði sig á því að þau geta ekki flutt Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 19:01 Mæðginin Emilia og Christofer. Vísir/Sigurjón Móðir drengs með alvarlega heyrnarskerðingu vill að táknmál verði skyldufag á öllum skólastigum. Fjölskyldan er utan af landi en getur nú hvergi annars staðar búið en í Reykjavík, þar sem eini skólinn með viðeigandi sérþekkingu er starfræktur. Christofer Gylfi Róbertsson er með alvarlega heyrnarskerðingu vegna veirusýkingar sem móðir hans fékk á meðgöngu. Hann fór í kuðungsígræðslu sem framkvæmd var í tveimur aðgerðum, sú seinni reyndar eftir talsverða þrautagöngu, í Svíþjóð. Christofer fékk ekki inni á leikskólanum Sólborg í Reykjavík fyrr en við þriggja ára aldur, þar sem hann fær loksins kennslu í bæði tal- og taknmáli. Hann verður sex ára í sumar og er nú með málþroska á við tveggja ára barn - og það er langur vegur framundan. „Hann virðist dragast meira að táknmálinu og honum líður ofboðslega vel í táknmálinu, hann er mjög sjónrænn,“ segir Emila C. Gylfadóttir, móðir Christofers. Telur það mjög gerlegt að taka upp táknmálskennslu Emilia segir þungu fargi af sér létt að Christofer fái loksins kennslu og úrræði við hæfi. En það breyti því ekki að enginn í fjölskyldunni skilji eða tali táknmál. Christofer hafi margoft reynt að gera sig skiljanlegan - og foreldrarnir þurft að giska á hvað hann meini. Stundum hafi þeim hreinlega ekki tekist að ráða sig fram úr því. Emilia furðar sig á því hversu lítið sé lagt upp úr táknmáli í skólakerfinu í ljósi þess að allt að 20 þúsund Íslendinga séu heyrnarskertir. „Ég vil að það verði tekin upp táknmálskennsla í öllum grunnskólum, menntaskólum, háskólum á landinu og ég held að það sé bara mjög gerlegt. En við hefðum getað verið komin miklu lengra og mér finnst ekki afsökun að segja þetta er svo lítill hópur, alls ekki. Þetta er íslenskt mál og við erum á Íslandi,“ segir Emilia. Fjölskyldan er utan af landi en býr í Kópavogi og Christofer hefur eins og sakir standa ekki val um annað en að sækja leikskóla og grunnskóla í hlíðunum. „Við höfum ekki baklandið hér heldur. Og það er ekkert svo langt síðan ég áttaði mig á því að við höfum ekki val um að flytja neitt annað. Ef það væri eitthvert annað væri það bara erlendis,“ segir Emilia. Táknmál Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Christofer Gylfi Róbertsson er með alvarlega heyrnarskerðingu vegna veirusýkingar sem móðir hans fékk á meðgöngu. Hann fór í kuðungsígræðslu sem framkvæmd var í tveimur aðgerðum, sú seinni reyndar eftir talsverða þrautagöngu, í Svíþjóð. Christofer fékk ekki inni á leikskólanum Sólborg í Reykjavík fyrr en við þriggja ára aldur, þar sem hann fær loksins kennslu í bæði tal- og taknmáli. Hann verður sex ára í sumar og er nú með málþroska á við tveggja ára barn - og það er langur vegur framundan. „Hann virðist dragast meira að táknmálinu og honum líður ofboðslega vel í táknmálinu, hann er mjög sjónrænn,“ segir Emila C. Gylfadóttir, móðir Christofers. Telur það mjög gerlegt að taka upp táknmálskennslu Emilia segir þungu fargi af sér létt að Christofer fái loksins kennslu og úrræði við hæfi. En það breyti því ekki að enginn í fjölskyldunni skilji eða tali táknmál. Christofer hafi margoft reynt að gera sig skiljanlegan - og foreldrarnir þurft að giska á hvað hann meini. Stundum hafi þeim hreinlega ekki tekist að ráða sig fram úr því. Emilia furðar sig á því hversu lítið sé lagt upp úr táknmáli í skólakerfinu í ljósi þess að allt að 20 þúsund Íslendinga séu heyrnarskertir. „Ég vil að það verði tekin upp táknmálskennsla í öllum grunnskólum, menntaskólum, háskólum á landinu og ég held að það sé bara mjög gerlegt. En við hefðum getað verið komin miklu lengra og mér finnst ekki afsökun að segja þetta er svo lítill hópur, alls ekki. Þetta er íslenskt mál og við erum á Íslandi,“ segir Emilia. Fjölskyldan er utan af landi en býr í Kópavogi og Christofer hefur eins og sakir standa ekki val um annað en að sækja leikskóla og grunnskóla í hlíðunum. „Við höfum ekki baklandið hér heldur. Og það er ekkert svo langt síðan ég áttaði mig á því að við höfum ekki val um að flytja neitt annað. Ef það væri eitthvert annað væri það bara erlendis,“ segir Emilia.
Táknmál Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira