Gagnrýna ummæli formannsins: „Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. febrúar 2022 20:03 Samtökin segja það ódýra lausn að benda ásakandi á foreldra. Vísir/Vilhelm Landssamtök foreldra lýsa yfir vonbrigðum með málflutning formanns Félags grunnskólakennara í máli kennara í Dalvík sem hlaut nýverið bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Samtökin segja formanninn hafa tekið afstöðu með einhliða frásögn kennarans og varpa ábyrgðinni á foreldra barnsins. Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Norðurlands eystra hefði dæmt Dalvíkurbæ til að greiða kennaranum átta milljónir króna í bætur en kennaranum hafði verið vikið úr starfi eftir að hann svaraði nemenda í sömu mynt og sló til hans. Var það mat dómsins að kinnhestur kennarans hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í viðtali við fréttastofu degi síðar að hún væri sammála dómnum þar sem kennarinn hefði átt að fá áminningu og vísaði til starfsaðstæðna kennara. „Kennarar eru að lenda í átökum við nemendur vegna þess að nemendur eru að veitast að kennurum og öðrum nemendum og oft og tíðum þurfa kennarar að bregðast við og fara í atburð sem má segja að sé óhugsandi þegar fólk veit ekkert um starfsaðstæður dagsdaglega,“ sagði Þorgerður og bætti við að það væri ástæða fyrir foreldra að grípa í taumana. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, lýsa yfir vonbrigðum með þessi ummæli Þorgerðar. „Tekin er afstaða með einhliða frásögn kennarans um atburðarásina og athyglinni síðan beint að hegðunarvanda barna og ábyrgðinni varpað á foreldra. Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta viðhorf heyrist úr þessum ranni og er það engum til hagsbóta,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Þá segir að það sé skylda foreldra og kennara að hafa hafsmuni barna að leiðarljósi og það sé ekki vænlegt til árangurs að etja saman foreldrum og kennurum. „Að benda ásakandi á foreldra þegar börn sýna hegðunarfrávik, í stað þess að komast að rót vandans og íhuga hvernig skólinn getur bætt úr, er ódýr lausn. Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni. Samtökin fordæma sömuleiðis ákvörðun Kennarasambandsins um að upplýsa um hvaða sveitarfélga var að ræða. „Þessar upplýsingar komu hvergi fram í dómnum en hafa valdið hlutaðeigandi óþarfa óþægindum og beint kastljósinu að ósekju að barni sem var ekki umfjöllunarefni dómsins.“ Foreldrar nemandans, fjórtán ára stúlku, stigu fram í viðtali um helgina en að þeirra sögn höfðu þau neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu. Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Börn og uppeldi Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Norðurlands eystra hefði dæmt Dalvíkurbæ til að greiða kennaranum átta milljónir króna í bætur en kennaranum hafði verið vikið úr starfi eftir að hann svaraði nemenda í sömu mynt og sló til hans. Var það mat dómsins að kinnhestur kennarans hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í viðtali við fréttastofu degi síðar að hún væri sammála dómnum þar sem kennarinn hefði átt að fá áminningu og vísaði til starfsaðstæðna kennara. „Kennarar eru að lenda í átökum við nemendur vegna þess að nemendur eru að veitast að kennurum og öðrum nemendum og oft og tíðum þurfa kennarar að bregðast við og fara í atburð sem má segja að sé óhugsandi þegar fólk veit ekkert um starfsaðstæður dagsdaglega,“ sagði Þorgerður og bætti við að það væri ástæða fyrir foreldra að grípa í taumana. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, lýsa yfir vonbrigðum með þessi ummæli Þorgerðar. „Tekin er afstaða með einhliða frásögn kennarans um atburðarásina og athyglinni síðan beint að hegðunarvanda barna og ábyrgðinni varpað á foreldra. Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta viðhorf heyrist úr þessum ranni og er það engum til hagsbóta,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Þá segir að það sé skylda foreldra og kennara að hafa hafsmuni barna að leiðarljósi og það sé ekki vænlegt til árangurs að etja saman foreldrum og kennurum. „Að benda ásakandi á foreldra þegar börn sýna hegðunarfrávik, í stað þess að komast að rót vandans og íhuga hvernig skólinn getur bætt úr, er ódýr lausn. Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni. Samtökin fordæma sömuleiðis ákvörðun Kennarasambandsins um að upplýsa um hvaða sveitarfélga var að ræða. „Þessar upplýsingar komu hvergi fram í dómnum en hafa valdið hlutaðeigandi óþarfa óþægindum og beint kastljósinu að ósekju að barni sem var ekki umfjöllunarefni dómsins.“ Foreldrar nemandans, fjórtán ára stúlku, stigu fram í viðtali um helgina en að þeirra sögn höfðu þau neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu.
Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Börn og uppeldi Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12
Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10