Bareigendur til í slaginn um helgina og taka afléttingum fagnandi Fanndís Birna Logadóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 22. febrúar 2022 21:00 Geoffrey Huntingdon-Williams, eigandi Priksins, segir hverja klukkustund skipta máli í veitingabransanum. Vísir/Egill Að óbreyttu verður tilkynnt um afléttingar á öllum takmörkunum innanlands og á landamærunum í síðasta lagi á föstudag. Bareigendur eru farnir að búa sig undir mikil skemmtanahöld um helgina. Miklar takmarkanir hafa verið á starfsemi skemmti- og veitingastaða í gegnum faraldurinn. Skemmtistöðum hefur ýmist verið gert að loka eða opnunartími þeirra skertur allverulega. Geoffrey Huntington-Williams, eigandi Priksins, segir marga veitingamenn fagna þeim afléttingum sem eru væntanlegar. „Hver klukkutími í þessum bransa er frekar veigamikill þegar þú ert veitingamaður og við erum mjög ánægðir að fá heila þrjá og hálfan tíma strax,“ segir Geoffrey en eins og staðan er núna er þessum stöðum gert að loka á miðnætti og þurfa allir gestir að vera farnir út fyrir klukkan eitt. Ánægðir með að fá tíma til að undirbúa sig Auk þess sem veitingamenn fagna þeim afléttingum sem væntanlega verða kynntar fyrir helgi segir Geoffrey þá þakkláta fyrir að fá tíma til að undirbúa sig. „Við erum mjög ánægð með það að fá tíma til þess að undirbúa, við höfum tekið mörgum breytingum undanfarin tvö ár á hlaupum svolítið, við höfum fengið að vita í hádeginu á föstudegi hvernig staðan verði þá á föstudagskvöldið eða föstudagsnóttunni,“ segir Geoffrey. „Það að fá þetta inn á þriðjudegi jafnvel miðvikudegi fyrir helgi er náttúrulega bara æðislegt,“ segir hann enn fremur og bætir við að þá sé hægt að manna vaktir og birgja staðinn vel upp. Sjálfur á Geoffrey von á að stemningin um helgina verði mjög góð. „Við byrjum kvöldið á tónleikum og endum á plötusnúðasetti eins og vaninn er hérna á Prikinu. Ljósin sveiflast og fjörið verður mikið að vanda,“ segir Geoffrey. Ætlun stjórnvalda ætti að ganga eftir Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagðist heilbrigðisráðherra bíða minnisblaðs frá sóttvarnalækni um stöðu faraldursins, sem sé viðráðanleg á heilbrigðisstofnunum, og því ætti áætlun stjórnvalda að ganga eftir. Um tvö þúsund og fjögur hundruð greindust með kórónuveiruna í gær og 52 eru á spítala, þar af tveir á gjörgæslu. Sýnatökur við landamærin verða lagðar niður við afléttingu. „Það er svona kannski í samræmi við þróunina hjá öðrum þjóðum og einfalda þetta bara og þegar útbreiðsla smita er jafn mikil og raun ber vitni innanlands þá er ekki ástæða til að vera með aðrar ráðstafanir á landamærunum,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Miklar takmarkanir hafa verið á starfsemi skemmti- og veitingastaða í gegnum faraldurinn. Skemmtistöðum hefur ýmist verið gert að loka eða opnunartími þeirra skertur allverulega. Geoffrey Huntington-Williams, eigandi Priksins, segir marga veitingamenn fagna þeim afléttingum sem eru væntanlegar. „Hver klukkutími í þessum bransa er frekar veigamikill þegar þú ert veitingamaður og við erum mjög ánægðir að fá heila þrjá og hálfan tíma strax,“ segir Geoffrey en eins og staðan er núna er þessum stöðum gert að loka á miðnætti og þurfa allir gestir að vera farnir út fyrir klukkan eitt. Ánægðir með að fá tíma til að undirbúa sig Auk þess sem veitingamenn fagna þeim afléttingum sem væntanlega verða kynntar fyrir helgi segir Geoffrey þá þakkláta fyrir að fá tíma til að undirbúa sig. „Við erum mjög ánægð með það að fá tíma til þess að undirbúa, við höfum tekið mörgum breytingum undanfarin tvö ár á hlaupum svolítið, við höfum fengið að vita í hádeginu á föstudegi hvernig staðan verði þá á föstudagskvöldið eða föstudagsnóttunni,“ segir Geoffrey. „Það að fá þetta inn á þriðjudegi jafnvel miðvikudegi fyrir helgi er náttúrulega bara æðislegt,“ segir hann enn fremur og bætir við að þá sé hægt að manna vaktir og birgja staðinn vel upp. Sjálfur á Geoffrey von á að stemningin um helgina verði mjög góð. „Við byrjum kvöldið á tónleikum og endum á plötusnúðasetti eins og vaninn er hérna á Prikinu. Ljósin sveiflast og fjörið verður mikið að vanda,“ segir Geoffrey. Ætlun stjórnvalda ætti að ganga eftir Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagðist heilbrigðisráðherra bíða minnisblaðs frá sóttvarnalækni um stöðu faraldursins, sem sé viðráðanleg á heilbrigðisstofnunum, og því ætti áætlun stjórnvalda að ganga eftir. Um tvö þúsund og fjögur hundruð greindust með kórónuveiruna í gær og 52 eru á spítala, þar af tveir á gjörgæslu. Sýnatökur við landamærin verða lagðar niður við afléttingu. „Það er svona kannski í samræmi við þróunina hjá öðrum þjóðum og einfalda þetta bara og þegar útbreiðsla smita er jafn mikil og raun ber vitni innanlands þá er ekki ástæða til að vera með aðrar ráðstafanir á landamærunum,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira