#Metoo-byltingin étur blaðamenn Eva Hauksdóttir skrifar 28. febrúar 2022 07:30 Gott fólk hefur nú ólmast við það áratugum saman að teygja hugtakið „kynferðisbrot” út og suður svo það hefur nánast glatað merkingu sinni. Tilgangurinn er göfugur. Kona sem verður fyrir barðinu á kynlífsfrekju skal fá atvikið viðurkennt sem svívirðilegan glæp. Ruddaleg framkoma verður í meðförum kynjafræðinga “faraldur kynferðisofbeldis”. Þess er krafist að menn verði nánast gerðir útlægir úr mannlegu samfélagi, ekki aðeins vegna stórglæpa heldur allt eins vegna smávægilegra brota (jú, kynferðisbrot geta víst verið smávægileg eins og í öðrum brotaflokkum), og jafnvel vegna framkomu sem ekki er refsiverð. Ein afleiðingin af endurskilgreiningu kynferðisofbeldis er sú að blaðamenn sem ætluðu að afhjúpa skipulagðar ofsóknir gegn blaðamönnum eru nú grunaðir um “kynferðisbrot” fyrir vikið. Og nei, þetta er hvorki grín né ofsóknir ― lögin bjóða í alvöru upp á þá túlkun. Í fári falsfrétta af ungum konum sem fórnarlömbum lyfjabyrlunar er staðan svo frekar vandræðaleg; þegar loksins koma fram möguleg sönnunargögn um að lyfi hafi verið laumað í drykk er fórnarlambið miðaldra karl og tilgangurinn ekki kynferðislegur. Atburðir símamálsins í hnotskurn Greinargerð ákæruvaldsins í frávísunarmáli Aðalsteins Kjartanssonar hefur nú verið gerð öllum aðgengileg á netinu. Við þurfum því ekki að lengur að reiða okkur á fullyrðingar sakborninga eða Páls Vilhjálmssonar af tildrögum rannsóknarinnar. Í grófum dráttum er atburðarásin skv. greinargerðinni þessi: X vill fá að skoða síma skipstjórans. Skipstjórinn synjar X um það og X setur svefnlyf í drykkinn hans. Á meðan skipstjórinn liggur meðvitundarlaus á sjúkrahúsi tekur X símann hans og afhendir hann blaðamanni. X er svo í samskiptum við annan fjölmiðlamann vegna símans. Skipstjórinn útskrifast af sjúkrahúsi, sér að átt hefur verið við símann og snýr sér til lögreglu. Þar sem X segist hafa afhent símann, en ekki gögn, er kominn fram rökstuddur grunur um að blaðamenn hafi látið afrita símann. Það er hegningarlagabrot og eðlilegt að það sé rannsakað sem brot gegn friðhelgi einkalífs. Rétt að taka fram að greinargerð ákæruvaldsins ber ekki með sér að grunur leiki á um að blaðamenn hafi vitað af byrluninni. Í greinargerðinni segir að í tölvupósti til Aðalsteins sé talað um klámmyndir og klámmyndbönd í síma skipstórans. Óljóst er hvort það er heimagert klám eða annað. Ef kemur fram í póstinum að á símanum séu kynlífsmyndir af eiganda símans og/eða öðru fólki sem ekki hefur gefið út klámefni af sjálfu sér til almennrar notkunar, þá reynir á ákvæði hegningarlaga um kynferðisbrot. Já ― þetta er sturlun. Ég tel það ekki standast þau mannréttindarsjónarmið sem búa að baki stjórnarskránni að það sé refsivert að taka við slíku efni án nokkurs ásetnings um að skoða það eða dreifa því en það er hér sem hnífurinn stendur í kúnni. Getur þessi fréttaöflun talist kynferðisbrot? Að afrita öll gögn af síma annars manns (ef það var þá gert) er brot gegn friðhelgi einkalífs, sama eðlis og að taka upp símtöl með leynd. Það gæti verið réttlætanlegt að afrita gögn sem varða almannahagsmuni eða glæpi en ekki öll gögn. Afritun gagna er aftur á móti ekki kynferðisbrot í neinum venjulegum skilningi. Það er friðhelgisbrot, og skiptir þá ekki máli hvort gögnin innihalda kynlífsmyndir, heilsufarsupplýsingar, samskipti við skóla barna eða eitthvað annað sem öðrum kemur ekki við. Kynferðisbrot eru í XXII kafla hegningarlaga, friðhelgisbrot í XXV kafla enda eru þessi brot ekki sama eðlis. Með lögum um “kynferðislega friðhelgi” eru mörkin þó gerð óljósari en áður og er það í samræmi við viðleitni til að útvíkka hugtakið kynferðisofbeldi. Fyrst kynferðisbrot er til rannsóknar í máli blaðamannanna hlýtur sú rannsókn að beinast að broti gegn 199. gr. a. almennra hegningarlaga, sem er í kynferðisbrotakaflanum en á við um “kynferðislega friðhelgi”. Hér lendir lögreglan í vanda, því það stríðir gegn almennri skynsemi að sú hegðun blaðamannanna að taka við símanum, afrita gögn og senda á samstarfsmenn sem eru að vinna að sömu frétt, geti talist kynferðisbrot. Engu að síður gera lögin ráð fyrir því. Greinin hljóðar svo: Hver sem útbýr, aflar sér eða öðrum, dreifir eða birtir myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi annars manns án hans samþykkis skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum. Sömu refsingu skal sá sæta sem hótar því sem greinir í 1. mgr., enda sé hótunin til þess fallin að vekja hræðslu eða kvíða hjá þeim sem hún beinist að. Sé brot framið af gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári. (Leturbreyting mín) Stórgölluð lög Telja verður ólíklegt að blaðamenn hafi afritað síma í þeim tilgangi að afla sér gagna um kynhegðun annarra. Orðalagið "að afla sér" virðist fela í sér ásetning en er þannig skýrt í greinargerð með frumvarpinu: Með öflun er átt við að sá brotlegi sæki sér aðgang að efni sem fjallað er um í ákvæðinu. Í dæmaskyni má nefna að einstaklingur fari í heimildarleysi inn á gagnageymslu sem tengd er við farsíma eða taki skjáskot eða annars konar afrit af efni sem ekki var ætlað til frekari dreifingar. Ekkert bendir til þess að blaðamennirnir hafi ætlað að “afla sér” annarra gagna en þeirra sem snúa að Samherja og “skæruliðadeildinni” en með því að hlaða þeim niður gerðu þeir það nú samt. Hér er vandamálið það að lögin taka samkvæmt orðanna hljóðan til háttsemi sem getur snert blygðunarkennd þolandans en felur ekki í sér "lostugt athæfi" og er mun skyldara friðhelgisbroti en kynferðisofbeldi. Það góða fólk sem ætlaði sér að taka á “hefndarklámi” eða “hrelliklámi” var ennfremur svo ákveðið í því að tryggja stöðu brotaþola að rétt þótti að gera gáleysisbrot refsiverð en sérstaka lagaheimild þarf til þess að refsa megi fyrir hegningarlagabrot sem framin eru af gáleysi. Hér þótti ekki einu sinni ástæða til að áskilja stórfellt gáleysi (sjá álit allsherjar og menntamálanefndar) og í greinargerð með frumvarpinu er hamrað á því afleiðingar fyrir brotaþolar geti verið óháðar ásetningi gerandans. Það átti sko ekki að láta þá andskota sleppa sem senda öðrum nektarmyndir af konum í óþökk þeirra. Markmiðið var að girða fyrir þau mannréttindi að vafi um ásetning yrði túlkaður sakborningi í hag. Samkvæmt bókstaf laganna skal því farið með “hefndarklám” eins og brot sem eru til þess fallin að valda bæði stórfelldum og óbætanlegum skaða eins og t.d. að stofna mannslífi í hættu eða uppljóstrun um ríkisleyndarmál. Gáleysisákvæði. 3 mgr. 199. gr. a, þar sem einfalt gáleysi nægir til sakfellingar, stenst að mínu mati ekki það mannréttindasjónarmið sem liggur til grundvallar meginreglunni um að sakborningur eigi að njóta vafans, sem jafnframt er þáttur í stjórnarskrárvörðum réttindum hvers manns um að hann skuli teljast saklaus uns sekt hans er sönnuð. Ef blaðamennirnir hefðu sent hver öðrum kynferðislegt efni vísvitandi (en það hefur ekki komið fram) þá myndi þetta horfa öðruvísi við. Það er ekkert andstætt stjórnarskrá að gera ásetningsbrot refsivert. En ef þeir blaðamenn hafa sent stóra gagnapakka í einu lagi án þess að skoða þá (það er fráleitt sem haldið er fram í greinargerðinni að þeir sem afrituðu símann hljóti að hafa skoðað allt efnið) þá er um að ræða brot gegn friðhelgi einkalífs —ekki ásetning um kynferðisbrot. Misbeiting á lögum? Mikið hefur verið hrópað um það undanfarið að hér sé lögreglan að misbeita lagaákvæðum sem ætlað var að stemma stigu við kynferðisofbeldi. Blaðamenn hafa skrifað rangar og villandi fréttir þess efnis að rannsóknin beinist að umfjöllun fjölmiðla um “skæruliðadeildina” og að markmiðið sé að fá þá til að brjóta gegn lagaákvæðum um vernd heimildarmanna. Blaðamenn hafa jafnvel haft málið í flimtingum, einn talar eins og rannsóknin snúist um týndan síma og að lögreglan hafi “grúskað” til að finna lög sem nota mætti gegn blaðamönnum. Samfélagsmiðlar hafa logað af reiði vegna rannsóknarinnar. Lögreglan er harðlega gagnrýnd fyrir að taka ekki á “hefndarklámi” nema miðaldra, hægri sinnaður karlmaður verði fyrir því. Gagnrýnendur horfa fram hjá því að lögregluembættið sem er með málið til rannsóknar virðist einmitt taka kynferðisbrot mjög alvarlega, a.m.k. hin síðustu ár. Sem dæmi má nefna að eftir að saga af nauðgun á hótelbergi var birt á Facebook í tengslum við #metoo-herferðina tók lögreglan á Norðurlandi eystra upp rannsókn á því máli og var gefin út ákæra 12 árum eftir að brotið var tilkynnt. Sama lögregluembætti var einnig með þrjú lyfjabyrlunarmál til rannsóknar síðasta haust en mikið hefur verið kvartað um að slík mál séu sjaldan rannsökuð. Gagnrýnendur horfa einnig fram hjá því að í þessu tilviki liggur fyrir játning um bæði lyfjabyrlun og afhendingu kynferðislegra mynda til þriðja aðila, svo hér er sannarlega fyrir hendi rökstuddur grunur. Reiðin beinist einnig að brotaþola. Ekki síst meðal þeirra sem hæst hafa grátið yfir því hvað réttarkerfið sé kynferðisbrotamönnum hliðhollt og hvað brotaþolar mæti mikilli fjandsemi. En það er ekki sama hver þolandinn er. Ég hef séð ummæli á netinu þar sem látið er að því liggja að skipstjórinn geti sjálfum sér um kennt fyrst hann geymi typpamyndir á símanum sínum og að hann hafi sjálfur átt svefnlyfið sem bætt var í drykkinn hans. Byltingin étur börnin sín Það eðlilegt að fólk hneykslist á tregðu lögreglu til að rannsaka brot gegn friðhelgi einkalífs og "kynferðislegri friðhelgi" en nú virðist allmörgum þykja það óþarfi í þessu tilviki. Það á að rannsaka alvöru kynferðisbrotamenn, ekki blaðamenn sem við virðum og treystum. Lögin eru ekki gagnrýnd heldur er lögreglan gagnrýnd fyrir að beita þeim. Með fullri virðingu fyrir réttlætinu ― það er einmitt það sem lögreglan á að gera. Menn eru nefnilega jafnir fyrir lögum nema annað sé tekið fram og í lögum er ekkert ákvæði um að blaðamenn megi afrita síma eða að miðaldra, hvítur, hægri sinnaður karlmaður sem tengist Samherja skuli undanskilinn vernd laganna. Ekki ætla ég að útiloka að lögreglan hafi lagt sig fram um að klína sem mestum skít á blaðamennina. Það sem fram er komið gefur þó fullt tilefni til rannsóknar. Lögreglan hefur ekki einu sinni vald til þess að afrita síma án dómsúrskurðar og því síður hafa blaðamenn slíkar heimildir. Hvað meint kynferðisbrot varðar þá er sú undarlega ásökun bein afleiðing af því brjálæði að ráðamenn eru farnir að líta á #metoo herferðir sem einhverskonar réttarheimild. Þannig er í greinargerð með lagafrumvarpi að títtnefndu ákvæði 199. gr. a, um kynferðislega friðhelgi, vísað til þess að myllumerkjaherferðir hafi kallað á “skoðun á þeim mörkum sem samfélag, löggjöf og einstaklingar setja kynferðislegri hegðun”. Alþingi tekur svo undir og samþykkir lög sem eru í skársta falli ónothæf, en í versta falli ógn við þá grunnstoð lýðræðis sem fjölmiðlafrelsið vissulega er. Allt er þetta í meira lagi ömurlegt en hér bera réttlætisriddarar sjálfir talsverða ábyrgð og það er dómstóla en ekki lögreglu að taka afstöðu til þess hvort lög standist stjórnarskrá. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Lögreglan Fjölmiðlar MeToo Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Gott fólk hefur nú ólmast við það áratugum saman að teygja hugtakið „kynferðisbrot” út og suður svo það hefur nánast glatað merkingu sinni. Tilgangurinn er göfugur. Kona sem verður fyrir barðinu á kynlífsfrekju skal fá atvikið viðurkennt sem svívirðilegan glæp. Ruddaleg framkoma verður í meðförum kynjafræðinga “faraldur kynferðisofbeldis”. Þess er krafist að menn verði nánast gerðir útlægir úr mannlegu samfélagi, ekki aðeins vegna stórglæpa heldur allt eins vegna smávægilegra brota (jú, kynferðisbrot geta víst verið smávægileg eins og í öðrum brotaflokkum), og jafnvel vegna framkomu sem ekki er refsiverð. Ein afleiðingin af endurskilgreiningu kynferðisofbeldis er sú að blaðamenn sem ætluðu að afhjúpa skipulagðar ofsóknir gegn blaðamönnum eru nú grunaðir um “kynferðisbrot” fyrir vikið. Og nei, þetta er hvorki grín né ofsóknir ― lögin bjóða í alvöru upp á þá túlkun. Í fári falsfrétta af ungum konum sem fórnarlömbum lyfjabyrlunar er staðan svo frekar vandræðaleg; þegar loksins koma fram möguleg sönnunargögn um að lyfi hafi verið laumað í drykk er fórnarlambið miðaldra karl og tilgangurinn ekki kynferðislegur. Atburðir símamálsins í hnotskurn Greinargerð ákæruvaldsins í frávísunarmáli Aðalsteins Kjartanssonar hefur nú verið gerð öllum aðgengileg á netinu. Við þurfum því ekki að lengur að reiða okkur á fullyrðingar sakborninga eða Páls Vilhjálmssonar af tildrögum rannsóknarinnar. Í grófum dráttum er atburðarásin skv. greinargerðinni þessi: X vill fá að skoða síma skipstjórans. Skipstjórinn synjar X um það og X setur svefnlyf í drykkinn hans. Á meðan skipstjórinn liggur meðvitundarlaus á sjúkrahúsi tekur X símann hans og afhendir hann blaðamanni. X er svo í samskiptum við annan fjölmiðlamann vegna símans. Skipstjórinn útskrifast af sjúkrahúsi, sér að átt hefur verið við símann og snýr sér til lögreglu. Þar sem X segist hafa afhent símann, en ekki gögn, er kominn fram rökstuddur grunur um að blaðamenn hafi látið afrita símann. Það er hegningarlagabrot og eðlilegt að það sé rannsakað sem brot gegn friðhelgi einkalífs. Rétt að taka fram að greinargerð ákæruvaldsins ber ekki með sér að grunur leiki á um að blaðamenn hafi vitað af byrluninni. Í greinargerðinni segir að í tölvupósti til Aðalsteins sé talað um klámmyndir og klámmyndbönd í síma skipstórans. Óljóst er hvort það er heimagert klám eða annað. Ef kemur fram í póstinum að á símanum séu kynlífsmyndir af eiganda símans og/eða öðru fólki sem ekki hefur gefið út klámefni af sjálfu sér til almennrar notkunar, þá reynir á ákvæði hegningarlaga um kynferðisbrot. Já ― þetta er sturlun. Ég tel það ekki standast þau mannréttindarsjónarmið sem búa að baki stjórnarskránni að það sé refsivert að taka við slíku efni án nokkurs ásetnings um að skoða það eða dreifa því en það er hér sem hnífurinn stendur í kúnni. Getur þessi fréttaöflun talist kynferðisbrot? Að afrita öll gögn af síma annars manns (ef það var þá gert) er brot gegn friðhelgi einkalífs, sama eðlis og að taka upp símtöl með leynd. Það gæti verið réttlætanlegt að afrita gögn sem varða almannahagsmuni eða glæpi en ekki öll gögn. Afritun gagna er aftur á móti ekki kynferðisbrot í neinum venjulegum skilningi. Það er friðhelgisbrot, og skiptir þá ekki máli hvort gögnin innihalda kynlífsmyndir, heilsufarsupplýsingar, samskipti við skóla barna eða eitthvað annað sem öðrum kemur ekki við. Kynferðisbrot eru í XXII kafla hegningarlaga, friðhelgisbrot í XXV kafla enda eru þessi brot ekki sama eðlis. Með lögum um “kynferðislega friðhelgi” eru mörkin þó gerð óljósari en áður og er það í samræmi við viðleitni til að útvíkka hugtakið kynferðisofbeldi. Fyrst kynferðisbrot er til rannsóknar í máli blaðamannanna hlýtur sú rannsókn að beinast að broti gegn 199. gr. a. almennra hegningarlaga, sem er í kynferðisbrotakaflanum en á við um “kynferðislega friðhelgi”. Hér lendir lögreglan í vanda, því það stríðir gegn almennri skynsemi að sú hegðun blaðamannanna að taka við símanum, afrita gögn og senda á samstarfsmenn sem eru að vinna að sömu frétt, geti talist kynferðisbrot. Engu að síður gera lögin ráð fyrir því. Greinin hljóðar svo: Hver sem útbýr, aflar sér eða öðrum, dreifir eða birtir myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi annars manns án hans samþykkis skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum. Sömu refsingu skal sá sæta sem hótar því sem greinir í 1. mgr., enda sé hótunin til þess fallin að vekja hræðslu eða kvíða hjá þeim sem hún beinist að. Sé brot framið af gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári. (Leturbreyting mín) Stórgölluð lög Telja verður ólíklegt að blaðamenn hafi afritað síma í þeim tilgangi að afla sér gagna um kynhegðun annarra. Orðalagið "að afla sér" virðist fela í sér ásetning en er þannig skýrt í greinargerð með frumvarpinu: Með öflun er átt við að sá brotlegi sæki sér aðgang að efni sem fjallað er um í ákvæðinu. Í dæmaskyni má nefna að einstaklingur fari í heimildarleysi inn á gagnageymslu sem tengd er við farsíma eða taki skjáskot eða annars konar afrit af efni sem ekki var ætlað til frekari dreifingar. Ekkert bendir til þess að blaðamennirnir hafi ætlað að “afla sér” annarra gagna en þeirra sem snúa að Samherja og “skæruliðadeildinni” en með því að hlaða þeim niður gerðu þeir það nú samt. Hér er vandamálið það að lögin taka samkvæmt orðanna hljóðan til háttsemi sem getur snert blygðunarkennd þolandans en felur ekki í sér "lostugt athæfi" og er mun skyldara friðhelgisbroti en kynferðisofbeldi. Það góða fólk sem ætlaði sér að taka á “hefndarklámi” eða “hrelliklámi” var ennfremur svo ákveðið í því að tryggja stöðu brotaþola að rétt þótti að gera gáleysisbrot refsiverð en sérstaka lagaheimild þarf til þess að refsa megi fyrir hegningarlagabrot sem framin eru af gáleysi. Hér þótti ekki einu sinni ástæða til að áskilja stórfellt gáleysi (sjá álit allsherjar og menntamálanefndar) og í greinargerð með frumvarpinu er hamrað á því afleiðingar fyrir brotaþolar geti verið óháðar ásetningi gerandans. Það átti sko ekki að láta þá andskota sleppa sem senda öðrum nektarmyndir af konum í óþökk þeirra. Markmiðið var að girða fyrir þau mannréttindi að vafi um ásetning yrði túlkaður sakborningi í hag. Samkvæmt bókstaf laganna skal því farið með “hefndarklám” eins og brot sem eru til þess fallin að valda bæði stórfelldum og óbætanlegum skaða eins og t.d. að stofna mannslífi í hættu eða uppljóstrun um ríkisleyndarmál. Gáleysisákvæði. 3 mgr. 199. gr. a, þar sem einfalt gáleysi nægir til sakfellingar, stenst að mínu mati ekki það mannréttindasjónarmið sem liggur til grundvallar meginreglunni um að sakborningur eigi að njóta vafans, sem jafnframt er þáttur í stjórnarskrárvörðum réttindum hvers manns um að hann skuli teljast saklaus uns sekt hans er sönnuð. Ef blaðamennirnir hefðu sent hver öðrum kynferðislegt efni vísvitandi (en það hefur ekki komið fram) þá myndi þetta horfa öðruvísi við. Það er ekkert andstætt stjórnarskrá að gera ásetningsbrot refsivert. En ef þeir blaðamenn hafa sent stóra gagnapakka í einu lagi án þess að skoða þá (það er fráleitt sem haldið er fram í greinargerðinni að þeir sem afrituðu símann hljóti að hafa skoðað allt efnið) þá er um að ræða brot gegn friðhelgi einkalífs —ekki ásetning um kynferðisbrot. Misbeiting á lögum? Mikið hefur verið hrópað um það undanfarið að hér sé lögreglan að misbeita lagaákvæðum sem ætlað var að stemma stigu við kynferðisofbeldi. Blaðamenn hafa skrifað rangar og villandi fréttir þess efnis að rannsóknin beinist að umfjöllun fjölmiðla um “skæruliðadeildina” og að markmiðið sé að fá þá til að brjóta gegn lagaákvæðum um vernd heimildarmanna. Blaðamenn hafa jafnvel haft málið í flimtingum, einn talar eins og rannsóknin snúist um týndan síma og að lögreglan hafi “grúskað” til að finna lög sem nota mætti gegn blaðamönnum. Samfélagsmiðlar hafa logað af reiði vegna rannsóknarinnar. Lögreglan er harðlega gagnrýnd fyrir að taka ekki á “hefndarklámi” nema miðaldra, hægri sinnaður karlmaður verði fyrir því. Gagnrýnendur horfa fram hjá því að lögregluembættið sem er með málið til rannsóknar virðist einmitt taka kynferðisbrot mjög alvarlega, a.m.k. hin síðustu ár. Sem dæmi má nefna að eftir að saga af nauðgun á hótelbergi var birt á Facebook í tengslum við #metoo-herferðina tók lögreglan á Norðurlandi eystra upp rannsókn á því máli og var gefin út ákæra 12 árum eftir að brotið var tilkynnt. Sama lögregluembætti var einnig með þrjú lyfjabyrlunarmál til rannsóknar síðasta haust en mikið hefur verið kvartað um að slík mál séu sjaldan rannsökuð. Gagnrýnendur horfa einnig fram hjá því að í þessu tilviki liggur fyrir játning um bæði lyfjabyrlun og afhendingu kynferðislegra mynda til þriðja aðila, svo hér er sannarlega fyrir hendi rökstuddur grunur. Reiðin beinist einnig að brotaþola. Ekki síst meðal þeirra sem hæst hafa grátið yfir því hvað réttarkerfið sé kynferðisbrotamönnum hliðhollt og hvað brotaþolar mæti mikilli fjandsemi. En það er ekki sama hver þolandinn er. Ég hef séð ummæli á netinu þar sem látið er að því liggja að skipstjórinn geti sjálfum sér um kennt fyrst hann geymi typpamyndir á símanum sínum og að hann hafi sjálfur átt svefnlyfið sem bætt var í drykkinn hans. Byltingin étur börnin sín Það eðlilegt að fólk hneykslist á tregðu lögreglu til að rannsaka brot gegn friðhelgi einkalífs og "kynferðislegri friðhelgi" en nú virðist allmörgum þykja það óþarfi í þessu tilviki. Það á að rannsaka alvöru kynferðisbrotamenn, ekki blaðamenn sem við virðum og treystum. Lögin eru ekki gagnrýnd heldur er lögreglan gagnrýnd fyrir að beita þeim. Með fullri virðingu fyrir réttlætinu ― það er einmitt það sem lögreglan á að gera. Menn eru nefnilega jafnir fyrir lögum nema annað sé tekið fram og í lögum er ekkert ákvæði um að blaðamenn megi afrita síma eða að miðaldra, hvítur, hægri sinnaður karlmaður sem tengist Samherja skuli undanskilinn vernd laganna. Ekki ætla ég að útiloka að lögreglan hafi lagt sig fram um að klína sem mestum skít á blaðamennina. Það sem fram er komið gefur þó fullt tilefni til rannsóknar. Lögreglan hefur ekki einu sinni vald til þess að afrita síma án dómsúrskurðar og því síður hafa blaðamenn slíkar heimildir. Hvað meint kynferðisbrot varðar þá er sú undarlega ásökun bein afleiðing af því brjálæði að ráðamenn eru farnir að líta á #metoo herferðir sem einhverskonar réttarheimild. Þannig er í greinargerð með lagafrumvarpi að títtnefndu ákvæði 199. gr. a, um kynferðislega friðhelgi, vísað til þess að myllumerkjaherferðir hafi kallað á “skoðun á þeim mörkum sem samfélag, löggjöf og einstaklingar setja kynferðislegri hegðun”. Alþingi tekur svo undir og samþykkir lög sem eru í skársta falli ónothæf, en í versta falli ógn við þá grunnstoð lýðræðis sem fjölmiðlafrelsið vissulega er. Allt er þetta í meira lagi ömurlegt en hér bera réttlætisriddarar sjálfir talsverða ábyrgð og það er dómstóla en ekki lögreglu að taka afstöðu til þess hvort lög standist stjórnarskrá. Höfundur er lögmaður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun