Stökkið: „Við höfum búið saman í Vín, Aþenu, Malmö og nú Boston“ Elísabet Hanna skrifar 6. mars 2022 09:00 Andrea Röfn býr í dag með fjölskyldunni í draumaborginni sinni Boston. Berglaug Petra Garðarsdóttir Andrea Röfn Jónasdóttir hefur verið búsett í Vínarborg, Aþenu og Malmö en á síðasta ári flutti fjölskyldan til Boston þar sem eiginmaður hennar Arnór Ingvi Traustason spilar fótbolta í MLS deildinni. Andrea er viðskiptafræðingur sem hefur verið að hanna skó með JoDis shoes sem hafa vakið mikla lukku ásamt því að blogga á Trendnet. Saman eiga Andrea og Arnór hina þriggja ára Aþenu Röfn sem er heldur betur orðin heimsborgari þrátt fyrir ungan aldur. Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hvenær fluttirðu út? Ég flutti út sumarið 2017, þá í stutta stund til Vínarborgar þar sem Arnór bjó. Þaðan fluttum við til Aþenu í hálft ár og svo til Malmö þar sem við bjuggum í rúmlega þrjú ár. Við vorum þar þangað til við fluttum til Boston vorið 2021. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Langaði þig alltaf til þess að flytja út? Ég hef alltaf verið mikið á ferðalagi síðan ég man eftir mér og sá það alltaf fyrir mér að búa erlendis einn daginn. Ég hafði búið í hálft ár í Rotterdam þar sem ég var í skiptinámi frá HR, haustið 2015. Þegar við Arnór kynntumst bjó ég og starfaði á Íslandi en hann í Vínarborg og hálfu ári seinna elti ég hann svo út. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) „Við höfum búið saman í Vín, Aþenu, Malmö og nú Boston.“ Þegar ég var sjö ára fór ég með mömmu til Boston í fyrsta skipti og sagði við hana að einn daginn ætlaði ég mér að búa í þessari borg. Það er því ennþá hálf súrrealískt að ganga um götur Boston og minna mig á að við eigum í alvöru heima þarna. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Þegar við fluttum frá Svíþjóð til Bandaríkjanna var landið lokað og við Aþena Röfn þurftum að bíða í átta vikur eftir vegabréfsáritun til að geta komist inn í landið. Þegar við loks gátum flutt til Arnórs fundum við aðallega fyrir því að landið var enn lokað og þar af leiðandi engir gestir sem gátu komið til okkar. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Þetta byrjaði á því að Arnór var keyptur til liðsins hérna í Boston og flutti með litlum fyrirvara til að hitta liðið og komast inn í hlutina þar sem tímabilið var að byrja. Ég pakkaði búslóðinni okkar í Malmö og kláraði að binda lausa enda þar, eins og að setja íbúðina okkar á sölu og sjá um þessi helstu praktísku atriði. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) „Það voru miklar tilfinningar sem fylgdu því að kveðja Malmö eftir þrjú ár, við áttum marga góða vini og minningar frá þessum tíma, auk þess sem Aþena Röfn fæddist þar.“ Í Boston fór Arnór í það að leita að húsnæði og skoðaði íbúðir á nokkrum stöðum. Að lokum vorum við spenntust fyrir Seaport svæðinu þar sem er mikið líf og nóg um að vera. Ég vinn ein með tölvuna mína og lifi því mikið á því að hafa fólk í kringum mig og svo finnst okkur mikil lífsgæði að geta labbað á kaffihús og veitingastaði eða niður í bæ. Íbúðin okkar er ekki stór en mjög mátuleg fyrir okkur þrjú. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Maður þarf að minna sig á að á nýja staðnum er líklegast margt afar ólíkt því sem maður er vanur í heimalandinu. Lykilatriði í byrjun er þolinmæði því að hlutir eins og að skrá sig inn í landið, opna bankareikning og finna sér húsnæði geta tekið lengri tíma en maður bjóst við. Mér finnst líka mikilvægt að hafa opinn hug og áhuga á því að kynnast nýjum heimkynnum og nýju fólki. Í Bandaríkjunum þarf að hafa í huga að kerfið þarna er gjörólíkt því sem við Íslendingar erum vanir, heilbrigðiskerfið og leikskólar sem dæmi. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í?Ég get unnið sjálf hvar sem er í heiminum, svo lengi sem tölvan mín er með mér. Þessa dagana er ég að vinna með JoDis shoes sem staðsett eru í Kaupmannahöfn en það samstarf hófst þegar ég var búsett í Malmö og gat auðveldlega keyrt yfir Eyrarsundið á skrifstofuna þeirra. Núna getur tímamismunurinn stundum verið áskorun en við látum það alltaf virka. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Svo er ég með blogg á Trendnet.is sem ég get líka sinnt hvar og hvenær sem er. Ég er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og langar að fara í frekara nám þegar tækifæri gefst. „Á meðan við erum á þessu flakki sníð ég stakk eftir vexti og er glöð að vinna við það sem ég geri akkúrat núna og að geta sinnt því hvar sem er í heiminum.“ View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hvers saknarðu mest við Ísland? Ég er mikil fjölskyldukona og sakna alltaf fjölskyldu og vina þegar ég er úti. „Svo sakna ég þess að komast í Vesturbæjarlaugina og á Kaffi Vest.“ Hvers saknarðu minnst við Ísland? Skammdegis og rauðra viðvarana, tvímælalaust! Hvernig er veðrið? Það er ýkt í báðar áttir, sumrin eru mjög heit og veturnir mjög kaldir. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hvaða ferðamáta notast þú við? Eins og er búum við miðsvæðis og þar af leiðandi labba ég mjög mikið og nota almenningssamgöngur eins mikið og ég get. En þegar við erum að fara eitthvað lengra er það bíllinn sem kemur okkur milli staða. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Kemurðu oft til Íslands? Já, ég kem oft til Íslands og hef alltaf gert eftir að ég flutti út. Kosturinn við að búa í Malmö og núna í Boston er að fjarlægðin við flugvellina er ekki mikil og beint flug heim frá báðum stöðum. Flugið milli Boston og Íslands er sem betur fer ekki langt og á meðan landið var lokað var ekkert annað í stöðunni en að fara heim ef við vildum hitta fjölskyldur okkar. Við mæðgurnar fljúgum töluvert oft heim vegna vinnunnar minnar eða þegar Arnór er á löngum ferðalögum. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna? Ég upplifi það töluvert kostnaðarsamara að búa í Boston en á Íslandi. Fasteignaverð er mun hærra í miðborg Boston og leiguverð einnig. „Leikskólarnir í Massachusetts eru þeir dýrustu á landsvísu og leikskólinn hennar Aþenu Rafnar kostar á einum mánuði svipað mikið og 7 mánuðir á Íslandi.“ View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Við lifum mikið á heimsóknum frá okkar nánustu, en vorum þó orðin ansi vön því að vera bara þrjú þar sem síðasta árið okkar í Malmö var heimsóknalaust vegna covid. Við erum búin að fá eina heimsókn eftir að landið opnaði og bíðum heldur betur spennt eftir næstu. „Að fá gesti brýtur svo upp hversdagsleikann og svo er borgin ekki af verri endanum.“ View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert? Það er mikið um Íslendinga í Boston og nágrenni. Við eigum okkar kjarna af yndislegu fólki sem hafa verið okkar fjölskylda hérna síðan við fluttum. Þau tóku svo vel á móti okkur og hjálpuðu okkur að komast inn í hlutina sem við erum þeim innilega þakklát fyrir. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Áttu þér uppáhalds stað? Ég elska Seaport svæðið sem við búum á. Það er miðsvæðis en samt töluvert rólegra en alveg downtown Boston. Uppáhalds stundirnar okkar eru þegar við sækjum take-away mat, sitjum við vatnið og horfum á fólkið og bátana á meðan sólin sest. Svo elskum við að fara á Boston Children’s Museum með Aþenu og getum verið þar allan daginn að leika. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla með?Le Petit Robert er franskur bistro í miklu uppáhaldi. Við erum líka tíðir gestir á Lola 42 og Bartaco. Nýlega kynntumst við svo MAST pizzastað sem ég held að verði mikið heimsóttur héðan í frá. Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað? Ég á ennþá eftir að gera svo margt! „Að mínu mati verða allir að njóta þess að rölta um þessa fallegu borg, skoða Beacon Hill, Boston Common, fara til Cambridge og rölta um Harvard svæðið með góðan kaffibolla í hönd.“ View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Í Seaport eru margir mjög góðir veitingastaðir og oft eitthvað pop-up fjör eins og brugghús, matarvagnar og jólamarkaður. Íþróttamenningin í borginni er sterk og það er ótrúlega gaman að fara á Celtics eða Red Sox leik. Eða jafnvel fótboltaleik hjá Arnóri. Fyrir þau sem taka börnin með mæli ég mikið með Boston Children’s Museum og Boston Public Library. Fyrir aðeins eldri börn er Museum of Science líka mikið ævintýri. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti? Aþena Röfn er í leikskóla á virkum dögum, ég labba með hana þangað og rölti svo heim og vinn á meðan. Helgarnar eru sjaldan eins, við förum yfirleitt í eitthvað ævintýri, þvælumst um borgina og förum á róló, bókasöfn, fótbolta og kaffihús. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Arnór er búinn í vinnunni fljótlega eftir hádegi og við gerum þá eitthvað saman öll þrjú og elskum að sitja á góðum kaffihúsum eða eiga notalegar stundir heima en þau feðginin eru afar heimakær. Kvöldin eru mjög mismunandi, ef við eldum þá er það eitthvað einfalt og hollt, annars er það take-away eða við röltum út að borða í nágrenninu. Hvað er það besta við staðinn þinn? Heimilið okkar og hverfið þar sem stutt er í allt kemur fyrst upp í hugann. Einnig allt góða fólkið sem við höfum kynnst og erum dugleg að hitta. Svo er fjarlægðin við Ísland mjög mikill kostur. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hvað er það versta við staðinn þinn? Ég er ennþá að venjast því hvað barnamenningin er ólík þeirri íslensku og sænsku. Börn eru mikið heima með foreldrum sínum eða barnfóstru (nanny) og í byrjun leið mér hálf illa að ætla að senda barnið okkar á leikskóla, þó svo að hún hafi verið alla daga vikunnar í leikskóla í Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Já, við sjáum alltaf fyrir okkur að flytja aftur til Íslands þegar sígur á seinni hluta fótboltans hjá Arnóri. Við tölum reyndar oft um möguleikann á því að þegar þar að kemur fari fjölskyldan að elta mig um heiminn og það gæti vel verið að ég fari í frekara nám eða dragi þau með mér í eitthvað ævintýri úti í heimi. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) „Ég væri ekki alveg tilbúin til þess að flytja til Íslands akkúrat núna og nýt þess að búa erlendis í bili.“ Stökkið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: „Áður en ég kom hingað hafði ég búið í Argentínu, Hondúras, Austurríki og á Spáni“ Sunneva Sverrisdóttir er búsett í Danmörku með unnustanum sínum Oliver B. Pedersen sem hún kynntist á Grikklandi sumarið áður en hún flutti til Danmerkur. Hún flutti út fyrir tæpum sex árum síðan til þess að hefja nám við einn besta viðskiptaháskóli í Evrópu, CBS. Hún hefur verið dugleg að ferðast og skoða heiminn í gegnum tíðina og vill helst vera þar sem sólin er. 26. febrúar 2022 07:01 Stökkið: Keypti íbúð í Hafnarfirði en endaði í Brussel Margrét Björnsdóttir býr í Brussel, Belgíu ásamt eiginmanni sínum Atla Má og þremur börnum þeirra þeim Sóleyju, Þorsteini Úlfi og Loka. Fjölskyldan flutti frá Íslandi til London og svo til Brussel vegna vinnuhaga Atla. Margrét hefur alltaf verið með mikla ævintýraþrá og hefur verið dugleg að ferðast í gegnum tíðina. 20. febrúar 2022 07:01 Stökkið: „Ég veit ekki betur en að ég sé eini Íslendingurinn í Kyoto eins og er“ Fatahönnuðurinn Sigmundur Páll Freysteinsson er búsettur í Kyoto í Japan og stundar þar mastersnám í fatahönnun með áherslu á textíl og sjálfbærni. Þar sem strangt bann var sett á landamærin vegna heimsfaraldursins er hann einn eins og er en eiginkona hans Ída Pálsdóttir og dóttir þeirra Kaía Blær koma loksins til hans í mánuðinum. 13. febrúar 2022 07:00 Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Andrea er viðskiptafræðingur sem hefur verið að hanna skó með JoDis shoes sem hafa vakið mikla lukku ásamt því að blogga á Trendnet. Saman eiga Andrea og Arnór hina þriggja ára Aþenu Röfn sem er heldur betur orðin heimsborgari þrátt fyrir ungan aldur. Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hvenær fluttirðu út? Ég flutti út sumarið 2017, þá í stutta stund til Vínarborgar þar sem Arnór bjó. Þaðan fluttum við til Aþenu í hálft ár og svo til Malmö þar sem við bjuggum í rúmlega þrjú ár. Við vorum þar þangað til við fluttum til Boston vorið 2021. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Langaði þig alltaf til þess að flytja út? Ég hef alltaf verið mikið á ferðalagi síðan ég man eftir mér og sá það alltaf fyrir mér að búa erlendis einn daginn. Ég hafði búið í hálft ár í Rotterdam þar sem ég var í skiptinámi frá HR, haustið 2015. Þegar við Arnór kynntumst bjó ég og starfaði á Íslandi en hann í Vínarborg og hálfu ári seinna elti ég hann svo út. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) „Við höfum búið saman í Vín, Aþenu, Malmö og nú Boston.“ Þegar ég var sjö ára fór ég með mömmu til Boston í fyrsta skipti og sagði við hana að einn daginn ætlaði ég mér að búa í þessari borg. Það er því ennþá hálf súrrealískt að ganga um götur Boston og minna mig á að við eigum í alvöru heima þarna. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Þegar við fluttum frá Svíþjóð til Bandaríkjanna var landið lokað og við Aþena Röfn þurftum að bíða í átta vikur eftir vegabréfsáritun til að geta komist inn í landið. Þegar við loks gátum flutt til Arnórs fundum við aðallega fyrir því að landið var enn lokað og þar af leiðandi engir gestir sem gátu komið til okkar. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Þetta byrjaði á því að Arnór var keyptur til liðsins hérna í Boston og flutti með litlum fyrirvara til að hitta liðið og komast inn í hlutina þar sem tímabilið var að byrja. Ég pakkaði búslóðinni okkar í Malmö og kláraði að binda lausa enda þar, eins og að setja íbúðina okkar á sölu og sjá um þessi helstu praktísku atriði. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) „Það voru miklar tilfinningar sem fylgdu því að kveðja Malmö eftir þrjú ár, við áttum marga góða vini og minningar frá þessum tíma, auk þess sem Aþena Röfn fæddist þar.“ Í Boston fór Arnór í það að leita að húsnæði og skoðaði íbúðir á nokkrum stöðum. Að lokum vorum við spenntust fyrir Seaport svæðinu þar sem er mikið líf og nóg um að vera. Ég vinn ein með tölvuna mína og lifi því mikið á því að hafa fólk í kringum mig og svo finnst okkur mikil lífsgæði að geta labbað á kaffihús og veitingastaði eða niður í bæ. Íbúðin okkar er ekki stór en mjög mátuleg fyrir okkur þrjú. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Maður þarf að minna sig á að á nýja staðnum er líklegast margt afar ólíkt því sem maður er vanur í heimalandinu. Lykilatriði í byrjun er þolinmæði því að hlutir eins og að skrá sig inn í landið, opna bankareikning og finna sér húsnæði geta tekið lengri tíma en maður bjóst við. Mér finnst líka mikilvægt að hafa opinn hug og áhuga á því að kynnast nýjum heimkynnum og nýju fólki. Í Bandaríkjunum þarf að hafa í huga að kerfið þarna er gjörólíkt því sem við Íslendingar erum vanir, heilbrigðiskerfið og leikskólar sem dæmi. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í?Ég get unnið sjálf hvar sem er í heiminum, svo lengi sem tölvan mín er með mér. Þessa dagana er ég að vinna með JoDis shoes sem staðsett eru í Kaupmannahöfn en það samstarf hófst þegar ég var búsett í Malmö og gat auðveldlega keyrt yfir Eyrarsundið á skrifstofuna þeirra. Núna getur tímamismunurinn stundum verið áskorun en við látum það alltaf virka. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Svo er ég með blogg á Trendnet.is sem ég get líka sinnt hvar og hvenær sem er. Ég er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og langar að fara í frekara nám þegar tækifæri gefst. „Á meðan við erum á þessu flakki sníð ég stakk eftir vexti og er glöð að vinna við það sem ég geri akkúrat núna og að geta sinnt því hvar sem er í heiminum.“ View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hvers saknarðu mest við Ísland? Ég er mikil fjölskyldukona og sakna alltaf fjölskyldu og vina þegar ég er úti. „Svo sakna ég þess að komast í Vesturbæjarlaugina og á Kaffi Vest.“ Hvers saknarðu minnst við Ísland? Skammdegis og rauðra viðvarana, tvímælalaust! Hvernig er veðrið? Það er ýkt í báðar áttir, sumrin eru mjög heit og veturnir mjög kaldir. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hvaða ferðamáta notast þú við? Eins og er búum við miðsvæðis og þar af leiðandi labba ég mjög mikið og nota almenningssamgöngur eins mikið og ég get. En þegar við erum að fara eitthvað lengra er það bíllinn sem kemur okkur milli staða. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Kemurðu oft til Íslands? Já, ég kem oft til Íslands og hef alltaf gert eftir að ég flutti út. Kosturinn við að búa í Malmö og núna í Boston er að fjarlægðin við flugvellina er ekki mikil og beint flug heim frá báðum stöðum. Flugið milli Boston og Íslands er sem betur fer ekki langt og á meðan landið var lokað var ekkert annað í stöðunni en að fara heim ef við vildum hitta fjölskyldur okkar. Við mæðgurnar fljúgum töluvert oft heim vegna vinnunnar minnar eða þegar Arnór er á löngum ferðalögum. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna? Ég upplifi það töluvert kostnaðarsamara að búa í Boston en á Íslandi. Fasteignaverð er mun hærra í miðborg Boston og leiguverð einnig. „Leikskólarnir í Massachusetts eru þeir dýrustu á landsvísu og leikskólinn hennar Aþenu Rafnar kostar á einum mánuði svipað mikið og 7 mánuðir á Íslandi.“ View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Við lifum mikið á heimsóknum frá okkar nánustu, en vorum þó orðin ansi vön því að vera bara þrjú þar sem síðasta árið okkar í Malmö var heimsóknalaust vegna covid. Við erum búin að fá eina heimsókn eftir að landið opnaði og bíðum heldur betur spennt eftir næstu. „Að fá gesti brýtur svo upp hversdagsleikann og svo er borgin ekki af verri endanum.“ View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert? Það er mikið um Íslendinga í Boston og nágrenni. Við eigum okkar kjarna af yndislegu fólki sem hafa verið okkar fjölskylda hérna síðan við fluttum. Þau tóku svo vel á móti okkur og hjálpuðu okkur að komast inn í hlutina sem við erum þeim innilega þakklát fyrir. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Áttu þér uppáhalds stað? Ég elska Seaport svæðið sem við búum á. Það er miðsvæðis en samt töluvert rólegra en alveg downtown Boston. Uppáhalds stundirnar okkar eru þegar við sækjum take-away mat, sitjum við vatnið og horfum á fólkið og bátana á meðan sólin sest. Svo elskum við að fara á Boston Children’s Museum með Aþenu og getum verið þar allan daginn að leika. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla með?Le Petit Robert er franskur bistro í miklu uppáhaldi. Við erum líka tíðir gestir á Lola 42 og Bartaco. Nýlega kynntumst við svo MAST pizzastað sem ég held að verði mikið heimsóttur héðan í frá. Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað? Ég á ennþá eftir að gera svo margt! „Að mínu mati verða allir að njóta þess að rölta um þessa fallegu borg, skoða Beacon Hill, Boston Common, fara til Cambridge og rölta um Harvard svæðið með góðan kaffibolla í hönd.“ View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Í Seaport eru margir mjög góðir veitingastaðir og oft eitthvað pop-up fjör eins og brugghús, matarvagnar og jólamarkaður. Íþróttamenningin í borginni er sterk og það er ótrúlega gaman að fara á Celtics eða Red Sox leik. Eða jafnvel fótboltaleik hjá Arnóri. Fyrir þau sem taka börnin með mæli ég mikið með Boston Children’s Museum og Boston Public Library. Fyrir aðeins eldri börn er Museum of Science líka mikið ævintýri. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti? Aþena Röfn er í leikskóla á virkum dögum, ég labba með hana þangað og rölti svo heim og vinn á meðan. Helgarnar eru sjaldan eins, við förum yfirleitt í eitthvað ævintýri, þvælumst um borgina og förum á róló, bókasöfn, fótbolta og kaffihús. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Arnór er búinn í vinnunni fljótlega eftir hádegi og við gerum þá eitthvað saman öll þrjú og elskum að sitja á góðum kaffihúsum eða eiga notalegar stundir heima en þau feðginin eru afar heimakær. Kvöldin eru mjög mismunandi, ef við eldum þá er það eitthvað einfalt og hollt, annars er það take-away eða við röltum út að borða í nágrenninu. Hvað er það besta við staðinn þinn? Heimilið okkar og hverfið þar sem stutt er í allt kemur fyrst upp í hugann. Einnig allt góða fólkið sem við höfum kynnst og erum dugleg að hitta. Svo er fjarlægðin við Ísland mjög mikill kostur. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Hvað er það versta við staðinn þinn? Ég er ennþá að venjast því hvað barnamenningin er ólík þeirri íslensku og sænsku. Börn eru mikið heima með foreldrum sínum eða barnfóstru (nanny) og í byrjun leið mér hálf illa að ætla að senda barnið okkar á leikskóla, þó svo að hún hafi verið alla daga vikunnar í leikskóla í Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Já, við sjáum alltaf fyrir okkur að flytja aftur til Íslands þegar sígur á seinni hluta fótboltans hjá Arnóri. Við tölum reyndar oft um möguleikann á því að þegar þar að kemur fari fjölskyldan að elta mig um heiminn og það gæti vel verið að ég fari í frekara nám eða dragi þau með mér í eitthvað ævintýri úti í heimi. View this post on Instagram A post shared by Andrea Ro fn (@andrearofn) „Ég væri ekki alveg tilbúin til þess að flytja til Íslands akkúrat núna og nýt þess að búa erlendis í bili.“
Stökkið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: „Áður en ég kom hingað hafði ég búið í Argentínu, Hondúras, Austurríki og á Spáni“ Sunneva Sverrisdóttir er búsett í Danmörku með unnustanum sínum Oliver B. Pedersen sem hún kynntist á Grikklandi sumarið áður en hún flutti til Danmerkur. Hún flutti út fyrir tæpum sex árum síðan til þess að hefja nám við einn besta viðskiptaháskóli í Evrópu, CBS. Hún hefur verið dugleg að ferðast og skoða heiminn í gegnum tíðina og vill helst vera þar sem sólin er. 26. febrúar 2022 07:01 Stökkið: Keypti íbúð í Hafnarfirði en endaði í Brussel Margrét Björnsdóttir býr í Brussel, Belgíu ásamt eiginmanni sínum Atla Má og þremur börnum þeirra þeim Sóleyju, Þorsteini Úlfi og Loka. Fjölskyldan flutti frá Íslandi til London og svo til Brussel vegna vinnuhaga Atla. Margrét hefur alltaf verið með mikla ævintýraþrá og hefur verið dugleg að ferðast í gegnum tíðina. 20. febrúar 2022 07:01 Stökkið: „Ég veit ekki betur en að ég sé eini Íslendingurinn í Kyoto eins og er“ Fatahönnuðurinn Sigmundur Páll Freysteinsson er búsettur í Kyoto í Japan og stundar þar mastersnám í fatahönnun með áherslu á textíl og sjálfbærni. Þar sem strangt bann var sett á landamærin vegna heimsfaraldursins er hann einn eins og er en eiginkona hans Ída Pálsdóttir og dóttir þeirra Kaía Blær koma loksins til hans í mánuðinum. 13. febrúar 2022 07:00 Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Stökkið: „Áður en ég kom hingað hafði ég búið í Argentínu, Hondúras, Austurríki og á Spáni“ Sunneva Sverrisdóttir er búsett í Danmörku með unnustanum sínum Oliver B. Pedersen sem hún kynntist á Grikklandi sumarið áður en hún flutti til Danmerkur. Hún flutti út fyrir tæpum sex árum síðan til þess að hefja nám við einn besta viðskiptaháskóli í Evrópu, CBS. Hún hefur verið dugleg að ferðast og skoða heiminn í gegnum tíðina og vill helst vera þar sem sólin er. 26. febrúar 2022 07:01
Stökkið: Keypti íbúð í Hafnarfirði en endaði í Brussel Margrét Björnsdóttir býr í Brussel, Belgíu ásamt eiginmanni sínum Atla Má og þremur börnum þeirra þeim Sóleyju, Þorsteini Úlfi og Loka. Fjölskyldan flutti frá Íslandi til London og svo til Brussel vegna vinnuhaga Atla. Margrét hefur alltaf verið með mikla ævintýraþrá og hefur verið dugleg að ferðast í gegnum tíðina. 20. febrúar 2022 07:01
Stökkið: „Ég veit ekki betur en að ég sé eini Íslendingurinn í Kyoto eins og er“ Fatahönnuðurinn Sigmundur Páll Freysteinsson er búsettur í Kyoto í Japan og stundar þar mastersnám í fatahönnun með áherslu á textíl og sjálfbærni. Þar sem strangt bann var sett á landamærin vegna heimsfaraldursins er hann einn eins og er en eiginkona hans Ída Pálsdóttir og dóttir þeirra Kaía Blær koma loksins til hans í mánuðinum. 13. febrúar 2022 07:00