Rökrætt um lífeyrismál Drífa Snædal skrifar 4. mars 2022 13:01 ASÍ stendur nú fyrir metnaðarfullum rökræðufundi um lífeyrismál og lífeyrissjóði á Selfossi. Þar er formönnum aðildarfélaga ASÍ, fulltrúum vinnandi fólks í stjórnum lífeyrissjóða, félögum í lífeyrisnefnd ASÍ og ungliðahreyfingunni boðið til þátttöku. Allt frá því samið var um skylduaðild að lífeyrissjóðum árið 1969 hefur verið fjörug umræða innan verkalýðshreyfingarinnar um lífeyrismál, og sömu sögu má segja um samfélagið allt. Þegar samningurinn var gerður var staðan sú að vinnandi fólk gat vænst þess að fá 17% af grunnlaunum verkafólks í ellilífeyri úr almannatryggingum. Atvinnuleysið var 7% og landið logaði í verkföllum. Samkomulag um skylduaðild að lífeyrissjóðum var hluti af lausn kjaradeilunnar þótt krafan hafi ekki verið hávær þegar fyrst var gengið til samninga. Launafólk hafði augljósa hagsmuni af þessu en atvinnurekendur voru líka í þeirri stöðu að fólk gat einfaldlega ekki hætt að vinna því það þýddi örbirgð. Grunnurinn að kerfinu voru S-in þrjú: Sjóðssöfnun, skylduaðild og samtrygging. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Lífeyrissjóðirnir eru stórir og stöndugir og ekki aðeins trygging fyrir vinnandi fólk heldur líka órjúfanlegur hluti af íslensku efnahagslífi. Þetta vekur auðvitað margar spurningar og álitaefni. Skerðingar almannatrygginga hófust í raun löngu áður en lífeyriskerfið var orðið fullþroskað, sem kemur sérstaklega illa við láglaunafólk og hefur dæmt hópa fólks til fátæktar í ellinni. Í gegnum lífeyrissjóðina er launafólk í raun líka í hlutverki fjármagnseigenda og stundum geta þeir hagsmunir stangast á, sem kallar á umræður um fjárfestingarstefnur og -ákvarðanir lífeyrissjóðanna. Við stöndum líka frammi fyrir þrýstingi um að hækka lífeyristökualdur í samræmi við hækkandi lífaldur. Lífaldurslenging er þó misjöfn eftir stétt og stöðu og það er langt í frá sjálfsagt að hér gildi það sama um alla. Þessi málefni og fleiri eru til umræðu á rökræðufundi ASÍ sem lýkur í dag, en þetta er í fyrsta sinn sem ASÍ efnir til slíks rökræðufundar þar sem öll deilumál eru sett upp á borðið og samtalið tekið sem leiðir væntanlega af sér bætta ákvarðanatöku og stefnumótun. Um Úkraínu Þessa dagana hvílir yfir okkur öllum skuggi innrásar Rússa í Úkraínu. Miðstjórn ASÍ samþykkti á miðvikudag ályktun þar sem innrásin var fordæmd en jafnframt var hvatt til eftirfarandi: Að fólk taki þátt í mótmælum við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu Að ríkisstjórn Íslands tali fyrir friðsamlegum lausnum á alþjóðavettvangi og leggi sín lóð á vogarskálarnar til að draga úr stigmögnun átakanna Að stjórnvöld á Íslandi veiti Úkraínumönnum sem hér óska verndar, málsmeðferð og vernd og taki þegar í stað á móti hópum kvótaflóttafólks Að lífeyrissjóðir okkar dragi til baka fjárfestingar tengdar Rússlandi Að ríkisstjórn Íslands styðji áfram viðskiptaþvinganir gegn Rússum Að aðildarfélög undirbúi fræðsluefni á úkraínsku um íslenskt samfélag og vinnumarkað en ASÍ mun gera slíkt hið sama. Að aðildarfélög leggi til húsnæði ef þörf krefur og þau hafa tök á til að taka við flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum Það er ábyrgð okkar að tala fyrir friði á ófriðartímum og leggja okkar til í þágu mannúðar. Góða helgi, Höfundur er forseti ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Lífeyrissjóðir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
ASÍ stendur nú fyrir metnaðarfullum rökræðufundi um lífeyrismál og lífeyrissjóði á Selfossi. Þar er formönnum aðildarfélaga ASÍ, fulltrúum vinnandi fólks í stjórnum lífeyrissjóða, félögum í lífeyrisnefnd ASÍ og ungliðahreyfingunni boðið til þátttöku. Allt frá því samið var um skylduaðild að lífeyrissjóðum árið 1969 hefur verið fjörug umræða innan verkalýðshreyfingarinnar um lífeyrismál, og sömu sögu má segja um samfélagið allt. Þegar samningurinn var gerður var staðan sú að vinnandi fólk gat vænst þess að fá 17% af grunnlaunum verkafólks í ellilífeyri úr almannatryggingum. Atvinnuleysið var 7% og landið logaði í verkföllum. Samkomulag um skylduaðild að lífeyrissjóðum var hluti af lausn kjaradeilunnar þótt krafan hafi ekki verið hávær þegar fyrst var gengið til samninga. Launafólk hafði augljósa hagsmuni af þessu en atvinnurekendur voru líka í þeirri stöðu að fólk gat einfaldlega ekki hætt að vinna því það þýddi örbirgð. Grunnurinn að kerfinu voru S-in þrjú: Sjóðssöfnun, skylduaðild og samtrygging. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Lífeyrissjóðirnir eru stórir og stöndugir og ekki aðeins trygging fyrir vinnandi fólk heldur líka órjúfanlegur hluti af íslensku efnahagslífi. Þetta vekur auðvitað margar spurningar og álitaefni. Skerðingar almannatrygginga hófust í raun löngu áður en lífeyriskerfið var orðið fullþroskað, sem kemur sérstaklega illa við láglaunafólk og hefur dæmt hópa fólks til fátæktar í ellinni. Í gegnum lífeyrissjóðina er launafólk í raun líka í hlutverki fjármagnseigenda og stundum geta þeir hagsmunir stangast á, sem kallar á umræður um fjárfestingarstefnur og -ákvarðanir lífeyrissjóðanna. Við stöndum líka frammi fyrir þrýstingi um að hækka lífeyristökualdur í samræmi við hækkandi lífaldur. Lífaldurslenging er þó misjöfn eftir stétt og stöðu og það er langt í frá sjálfsagt að hér gildi það sama um alla. Þessi málefni og fleiri eru til umræðu á rökræðufundi ASÍ sem lýkur í dag, en þetta er í fyrsta sinn sem ASÍ efnir til slíks rökræðufundar þar sem öll deilumál eru sett upp á borðið og samtalið tekið sem leiðir væntanlega af sér bætta ákvarðanatöku og stefnumótun. Um Úkraínu Þessa dagana hvílir yfir okkur öllum skuggi innrásar Rússa í Úkraínu. Miðstjórn ASÍ samþykkti á miðvikudag ályktun þar sem innrásin var fordæmd en jafnframt var hvatt til eftirfarandi: Að fólk taki þátt í mótmælum við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu Að ríkisstjórn Íslands tali fyrir friðsamlegum lausnum á alþjóðavettvangi og leggi sín lóð á vogarskálarnar til að draga úr stigmögnun átakanna Að stjórnvöld á Íslandi veiti Úkraínumönnum sem hér óska verndar, málsmeðferð og vernd og taki þegar í stað á móti hópum kvótaflóttafólks Að lífeyrissjóðir okkar dragi til baka fjárfestingar tengdar Rússlandi Að ríkisstjórn Íslands styðji áfram viðskiptaþvinganir gegn Rússum Að aðildarfélög undirbúi fræðsluefni á úkraínsku um íslenskt samfélag og vinnumarkað en ASÍ mun gera slíkt hið sama. Að aðildarfélög leggi til húsnæði ef þörf krefur og þau hafa tök á til að taka við flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum Það er ábyrgð okkar að tala fyrir friði á ófriðartímum og leggja okkar til í þágu mannúðar. Góða helgi, Höfundur er forseti ASÍ
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun