Þú getur hjálpað úkraínskum konum Stella Samúelsdóttir skrifar 8. mars 2022 08:00 Það að hafa aðeins fáeinar mínútur til að ákveða hvort betra sé að flýja heimilið sitt vegna yfirvofandi innrásar í landið sem maður býr í eða vera um kyrrt eru aðstæður sem fæst okkar tengja við. Það að vita ekki hvert skuli halda, hvað skuli taka með og hvort það sé yfir höfuð mögulegt að komast á leiðarenda yfir landamæri í öruggt skjól er svo enn fjarlægari hugsun fyrir þau okkar sem erum svo lánsöm að hafa alist upp og búið við almennt öryggi og frið alla okkar tíð. Þetta eru þær aðstæður og veruleiki sem íbúar í Úkraínu búa við á þessari stundu og vöknuðu við fyrir rúmlega viku síðan. Aðstæður þar sem hver mínúta skiptir máli. Taka þarf mið af sértækum þörfum kvenna og stúlkna Raunveruleiki fólks í Úkraínu er að meirihluti þeirra sem nú flýja landið eru konur með börn sín. Það stafar af þeirri ástæðu að karlmönnum á aldrinum 18-60 ára var meinað að yfirgefa Úkraínu í kjölfar átakanna. Konurnar eru því að skilja við eiginmenn, bræður, syni og feður sína í algjörri óvissu. Slíkur aðskilnaður mun án efa skilja eftir sig ótal ör á sálum og skarð sem jafnvel aldrei verður fyllt upp í. Í aðstæðum sem þessum skiptir máli að tryggja að fólk á flótta fái öryggi og skjól. Framkvæmdastýra UN Women, Sima Bahous lýsti því yfir á dögunum að UN Women hefðu þungar áhyggjur af stöðu mála í Úkraínu og áhrifum átakanna á líf og lífsviðurværi úkraínskra kvenna og stúlkna. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að allir áhættuþættir sem fylgja því að eiga ekki öruggt skjól séu í öllum viðbragðsáætlunum og tekið sé mið af sértækum þörfum kvenna og stúlkna þegar mannúðaraðstöð er veitt vegna átakanna. Hún undirstrikaði einnig mikilvægi þess að tryggja þátttöku kvenna til jafns við karla í friðarviðræðum og uppbyggingu svo lausnir taki mið af þörfum sem flestra. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna Í dag, 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Þrátt fyrir að opinbert þema dagsins í ár sé áhersla á loftslagsmál og kynjuð áhrif þeirra er hugur heimsbyggðar hjá úkraínskum almenningi þessa dagana. Þegar eru farnar að berast fregnir af því að rússnenskir hermenn hafi nauðgað konum og stúlkum í úkraínskum borgum sem þeir hafa náð á vald sitt. Konur sem eru að öllum líkindum vopnlausar og berskjaldaðar á flótta frá heimilum sínum. Samkvæmt Sameinðu þjóðunum er þörf á umtalsverðum fjárhæðum svo unnt sé að bregðast við þeirri neyð sem nú hefur skapast vegna þeirra milljóna Úkraínubúa sem nú eru á flótta eða hafa orðið fyrir áhrifum af þessu hörmulega stríði. UN Women hefur verið starfandi í Úkraínu um árabil og mun halda starfi sínu í þágu úkraínskra kvenna og stúlkna áfram. UN Women tryggir að þörfum allra kvenna og stúlkna sé mætt. Rannsóknir UN Women sýna að í neyð; hvort sem er vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka, þá eru auknar líkur á kynbundnu ofbeldi, mansali og almennri neyð en á friðartímum. Að auki búa óléttar konur og sængurkonur við aukna ógn við líf og heilsu sína og nýfæddra barna sinna þar sem grundvallarinnviðir eins og sjúkrahús eru orðin skotmörk rússnenska hersins. Konur með fatlanir eiga erfðara með að komast í öruggt skjól og Róma konur, sem eru meðal þeirra jaðarsettustu í úkraínsku samfélagi, eiga í hættu á að verða eftir og gleymast þegar neyðaraðstoð er veitt. Fyrst og fremst skiptir máli að fólk í viðkvæmri stöðu haldi reisn sinni og huga að áfallahjálp þegar neyðarástand ríkir. Þar kemur UN Women sterk til leiks, með áralanga þjálfun og sérhæfingu í að veita öryggi og skjól á vettvangi. UN Women er á staðnum og verður áfram til staðar fyrir konur og börn þeirra í Úkraínu. Þú getur hjálpað með því að senda sms-ið KONUR í 1900 (1900kr). Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum í gegnum AUR/KASS: 839-0700 og á reikning: 0537-26-55505 / 551090-2489. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það að hafa aðeins fáeinar mínútur til að ákveða hvort betra sé að flýja heimilið sitt vegna yfirvofandi innrásar í landið sem maður býr í eða vera um kyrrt eru aðstæður sem fæst okkar tengja við. Það að vita ekki hvert skuli halda, hvað skuli taka með og hvort það sé yfir höfuð mögulegt að komast á leiðarenda yfir landamæri í öruggt skjól er svo enn fjarlægari hugsun fyrir þau okkar sem erum svo lánsöm að hafa alist upp og búið við almennt öryggi og frið alla okkar tíð. Þetta eru þær aðstæður og veruleiki sem íbúar í Úkraínu búa við á þessari stundu og vöknuðu við fyrir rúmlega viku síðan. Aðstæður þar sem hver mínúta skiptir máli. Taka þarf mið af sértækum þörfum kvenna og stúlkna Raunveruleiki fólks í Úkraínu er að meirihluti þeirra sem nú flýja landið eru konur með börn sín. Það stafar af þeirri ástæðu að karlmönnum á aldrinum 18-60 ára var meinað að yfirgefa Úkraínu í kjölfar átakanna. Konurnar eru því að skilja við eiginmenn, bræður, syni og feður sína í algjörri óvissu. Slíkur aðskilnaður mun án efa skilja eftir sig ótal ör á sálum og skarð sem jafnvel aldrei verður fyllt upp í. Í aðstæðum sem þessum skiptir máli að tryggja að fólk á flótta fái öryggi og skjól. Framkvæmdastýra UN Women, Sima Bahous lýsti því yfir á dögunum að UN Women hefðu þungar áhyggjur af stöðu mála í Úkraínu og áhrifum átakanna á líf og lífsviðurværi úkraínskra kvenna og stúlkna. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að allir áhættuþættir sem fylgja því að eiga ekki öruggt skjól séu í öllum viðbragðsáætlunum og tekið sé mið af sértækum þörfum kvenna og stúlkna þegar mannúðaraðstöð er veitt vegna átakanna. Hún undirstrikaði einnig mikilvægi þess að tryggja þátttöku kvenna til jafns við karla í friðarviðræðum og uppbyggingu svo lausnir taki mið af þörfum sem flestra. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna Í dag, 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Þrátt fyrir að opinbert þema dagsins í ár sé áhersla á loftslagsmál og kynjuð áhrif þeirra er hugur heimsbyggðar hjá úkraínskum almenningi þessa dagana. Þegar eru farnar að berast fregnir af því að rússnenskir hermenn hafi nauðgað konum og stúlkum í úkraínskum borgum sem þeir hafa náð á vald sitt. Konur sem eru að öllum líkindum vopnlausar og berskjaldaðar á flótta frá heimilum sínum. Samkvæmt Sameinðu þjóðunum er þörf á umtalsverðum fjárhæðum svo unnt sé að bregðast við þeirri neyð sem nú hefur skapast vegna þeirra milljóna Úkraínubúa sem nú eru á flótta eða hafa orðið fyrir áhrifum af þessu hörmulega stríði. UN Women hefur verið starfandi í Úkraínu um árabil og mun halda starfi sínu í þágu úkraínskra kvenna og stúlkna áfram. UN Women tryggir að þörfum allra kvenna og stúlkna sé mætt. Rannsóknir UN Women sýna að í neyð; hvort sem er vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka, þá eru auknar líkur á kynbundnu ofbeldi, mansali og almennri neyð en á friðartímum. Að auki búa óléttar konur og sængurkonur við aukna ógn við líf og heilsu sína og nýfæddra barna sinna þar sem grundvallarinnviðir eins og sjúkrahús eru orðin skotmörk rússnenska hersins. Konur með fatlanir eiga erfðara með að komast í öruggt skjól og Róma konur, sem eru meðal þeirra jaðarsettustu í úkraínsku samfélagi, eiga í hættu á að verða eftir og gleymast þegar neyðaraðstoð er veitt. Fyrst og fremst skiptir máli að fólk í viðkvæmri stöðu haldi reisn sinni og huga að áfallahjálp þegar neyðarástand ríkir. Þar kemur UN Women sterk til leiks, með áralanga þjálfun og sérhæfingu í að veita öryggi og skjól á vettvangi. UN Women er á staðnum og verður áfram til staðar fyrir konur og börn þeirra í Úkraínu. Þú getur hjálpað með því að senda sms-ið KONUR í 1900 (1900kr). Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum í gegnum AUR/KASS: 839-0700 og á reikning: 0537-26-55505 / 551090-2489. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar