Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Sunna Valgerðardóttir skrifar 7. mars 2022 17:38 Í Kompás er rætt við fyrrverandi meðlimi kristinna sértrúarsafnaða þar sem þau lýsa grófu kynferðisofbeldi, barnæsku sem einkenndist af kvíða og skömm og tilfinningunni að vera álitin andsetin og útskúfuð. Vísir/Adelina Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. Flest höfum við heyrt lygilegar sögur af sértrúarsöfnuðum, enda hafa gjörðir þeirra og örlög oft ratað í heimspressuna og ekki síst poppkúlturinn um allan heim. Meðal þekktustu sértrúarsafnaða sögunnar eru Peoples Temple, sem endaði með fjöldamorðum um þúsund fylgjenda Jim Jones, og Heaven’s Gate, þar sem söfnuðurinn batt viljandi enda á líf sitt. Meðlimir sértrúarsafnaðarins Heaven's Gate trúðu því að með því að binda enda á líf sitt, klæðast nýjum Nike-skóm og breiða ofan á sig fjólublá klæði, myndu þau loks komast á heimaplánetuna sína. Safnaðarmeðlimirnir, 39 talsins, frömdu sjálfsvíg á heimili þeirra í San Diego í Kaliforniu árið 1997. Getty/Kim Kulish Þó að svona gróf dæmi séu sem betur fer fáheyrð og sannarlega ekki til hér á landi, er hér starfandi fjöldinn allur af skaðlegum söfnuðum sem ganga fram í nafni kærleika og frelsis og umburðarlyndis. Þekkir afleiðingarnar af eigin raun Petra Hólmgrímsdóttir er sálfræðingur og sérhæfir sig í meðferð fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum. Hún þekkir afleiðingarnar af eigin raun, en hún gekk í kristna sértrúarsöfnuðinn Frelsið einungis sextán ára gömul. „Þau sem hafa hætt í bókstafstrúarsöfnuðum eru líklegri til að vera minna ánægð með lífið sitt, þau sjá eftir fleiri hlutum, þau takast á við meiri depurðareinkenni, kvíða og áfallastreitueinkenni,” segir hún. Petra var í sértrúarsöfnuði frá 16 ára aldri, en starfar nú sem sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð fólks sem hefur hætt í slíkum söfnuðum. Vísir/Adelina Fækkar í söfnuðunum Félögum í Vottum Jehóva eru nú um sex hundruð og hefur þeim fækkað um hundrað síðasta áratug. Safnaðarmeðlimir í Smárakirkju, áður Krossinum, eru nú 400 en voru 550. Fjöldinn í Hvítasunnusöfnuðnum landsins hefur staðið í stað með rúmlega 2.000 manns. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem er utan trú- og lífsskoðunarfélaga tvöfaldast og telja nú um 30.000 manns. Andlegt og fjárhagslegt ofbeldi í sex ár Sigríður Lund Hermannsdóttir var með Petru í Frelsinu. Hún sagði skilið við söfnuðinn eftir sex ár af miklu andlegu og fjárhagslegu ofbeldi. „Við vorum bara skröltandi í blóði okkar í svo langan tíma eftir þetta. Maður var bara hrapandi, því allt sem maður hafði byggt líf sitt á var bara kippt undan þér. Allt sem þú treystir á var bara farið.” Rætt verður við fyrrverandi meðlimi kristinna sértrúarsafnaða á Íslandi í Kompás á Stöð 2, strax að loknum fréttum, mánudagskvöldið 7. mars 2022. Þar lýsa þau meðal annars grófu kynferðisofbeldi, barnæsku sem einkenndist af kvíða og skömm og tilfinningunni að vera álitin andsetin og útskúfuð. Þátturinn verður birtur í heild sinni á Vísi, þriðjudagsmorguninn 8. mars 2022. Þetta er fyrri þáttur Kompáss af tveimur um trúarofbeldi. Sigríður kynntist fyrst starfi bókstafstrúarsöfnuða þegar hún var einungis sex ára gömul. Hún sagði skilið við sértrúarsöfnuðinn Frelsið þegar hún var 31 árs og þurfti þá að kynnast sjálfri sér í fyrsta sinn. Vísir/Arnar Kompás Trúmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Flest höfum við heyrt lygilegar sögur af sértrúarsöfnuðum, enda hafa gjörðir þeirra og örlög oft ratað í heimspressuna og ekki síst poppkúlturinn um allan heim. Meðal þekktustu sértrúarsafnaða sögunnar eru Peoples Temple, sem endaði með fjöldamorðum um þúsund fylgjenda Jim Jones, og Heaven’s Gate, þar sem söfnuðurinn batt viljandi enda á líf sitt. Meðlimir sértrúarsafnaðarins Heaven's Gate trúðu því að með því að binda enda á líf sitt, klæðast nýjum Nike-skóm og breiða ofan á sig fjólublá klæði, myndu þau loks komast á heimaplánetuna sína. Safnaðarmeðlimirnir, 39 talsins, frömdu sjálfsvíg á heimili þeirra í San Diego í Kaliforniu árið 1997. Getty/Kim Kulish Þó að svona gróf dæmi séu sem betur fer fáheyrð og sannarlega ekki til hér á landi, er hér starfandi fjöldinn allur af skaðlegum söfnuðum sem ganga fram í nafni kærleika og frelsis og umburðarlyndis. Þekkir afleiðingarnar af eigin raun Petra Hólmgrímsdóttir er sálfræðingur og sérhæfir sig í meðferð fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum. Hún þekkir afleiðingarnar af eigin raun, en hún gekk í kristna sértrúarsöfnuðinn Frelsið einungis sextán ára gömul. „Þau sem hafa hætt í bókstafstrúarsöfnuðum eru líklegri til að vera minna ánægð með lífið sitt, þau sjá eftir fleiri hlutum, þau takast á við meiri depurðareinkenni, kvíða og áfallastreitueinkenni,” segir hún. Petra var í sértrúarsöfnuði frá 16 ára aldri, en starfar nú sem sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð fólks sem hefur hætt í slíkum söfnuðum. Vísir/Adelina Fækkar í söfnuðunum Félögum í Vottum Jehóva eru nú um sex hundruð og hefur þeim fækkað um hundrað síðasta áratug. Safnaðarmeðlimir í Smárakirkju, áður Krossinum, eru nú 400 en voru 550. Fjöldinn í Hvítasunnusöfnuðnum landsins hefur staðið í stað með rúmlega 2.000 manns. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem er utan trú- og lífsskoðunarfélaga tvöfaldast og telja nú um 30.000 manns. Andlegt og fjárhagslegt ofbeldi í sex ár Sigríður Lund Hermannsdóttir var með Petru í Frelsinu. Hún sagði skilið við söfnuðinn eftir sex ár af miklu andlegu og fjárhagslegu ofbeldi. „Við vorum bara skröltandi í blóði okkar í svo langan tíma eftir þetta. Maður var bara hrapandi, því allt sem maður hafði byggt líf sitt á var bara kippt undan þér. Allt sem þú treystir á var bara farið.” Rætt verður við fyrrverandi meðlimi kristinna sértrúarsafnaða á Íslandi í Kompás á Stöð 2, strax að loknum fréttum, mánudagskvöldið 7. mars 2022. Þar lýsa þau meðal annars grófu kynferðisofbeldi, barnæsku sem einkenndist af kvíða og skömm og tilfinningunni að vera álitin andsetin og útskúfuð. Þátturinn verður birtur í heild sinni á Vísi, þriðjudagsmorguninn 8. mars 2022. Þetta er fyrri þáttur Kompáss af tveimur um trúarofbeldi. Sigríður kynntist fyrst starfi bókstafstrúarsöfnuða þegar hún var einungis sex ára gömul. Hún sagði skilið við sértrúarsöfnuðinn Frelsið þegar hún var 31 árs og þurfti þá að kynnast sjálfri sér í fyrsta sinn. Vísir/Arnar
Kompás Trúmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira