Íslenskir dýralæknanemar hafa safnað milljónum króna fyrir flóttafólk Árni Sæberg skrifar 13. mars 2022 16:56 Brynja Aud Aradóttir er ein dýralæknanemanna sem hafa safna umtalsverðum fjárhæðum fyrir flóttafólk. Íslenskir dýralæknanemar í Slóvakíu standa fyrir söfnun fyrir úkraínskt flóttafólk í landinu og á landamærum úkraínu og Slóvakíu. Þegar hafa safnast ríflega fimm milljónir króna sem nemarnir hafa varið í ýmsar nauðsynjavörur, til að mynda hráefni í heimagerðar samlokur. Sex íslenskar konur sem nema dýralækningar í Košice í Slóvakíu ákváðu á dögunum að hefja söfnun til stuðnings flóttafólks sem streymir frá Úkraínu í kjölfa innrásar Rússa í landið. Síðan þá hafa fleiri bæst í hópinn, íslenskir og erlendir skólafélagar þeirra. „Við erum mikið að fara í búðir að kaupa hitara, mat og dýnur. Svo höfum við líka verið að gera samlokur og fara með á lestarstöðina þar sem eru flóttamenn,“ segir Brynja Aud Aradóttir, ein þeirra sem standa að söfnuninni. Dýralæknanemar smyrja gríðarlegan fjölda samloka fyrir flóttamenn.Aðsend/Brynja Košice er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá landamærum Slóvakíu og Úkraínu og hafa dýralæknanemarnir ekki haft tök á að fara oft þangað. Nauðsynin er líka næg í bænum sjálfum þar sem mikill fjöldi flóttafólks hefur komið þangað. Við fórum í gær á lestarstöðina og hittum fólk þar. Það er búið að setja upp gámahús þar og þar er mikið streymi af fólki sem er samt að stoppa í stuttan tíma,“ segir Brynja. Hún segir landamæri Slóvakíu vera galopin fyrir flóttafólk. „Þeir hleypa öllum inn, þú þarf ekki vegabréf eða neitt. Þeir hleypa öllum sem þurfa að koma í gegn, eins og er,“ segir hún. Þakklát fyrir hjálpina Sem áður segir hafa nemarnir safnað ríflega fimm milljónum króna. Meirihluti fjárins hefur komið frá Íslendingum sem hafa lagt inn á sérstakan söfnunarreikning en einnig hafa erlendir skólafélagar lagt sitt af mörkum, bæði með framlögum og vinnu. „Þetta er búið að ganga ótrúlega vel, þetta fór fram úr öllum vonum og við erum bara mjög heppin og þakklát með það hvað fólk er til í að hjálpa okkur og að hjálpa flóttamönnum,“ segir Brynja. Hluti þess sem nemarnir kaupa fyrir pening sem er aflað er safnað saman í stóru vöruhúsi og loks flutt yfir landamærin til Úkraínu.Aðsend/Brynja Sýna í hvað fjármunir fara Dýralæknanemarnir halda úti Facebook-síðunni Söfnun fyrir flóttamenn frá Úkraínu og þar deila þeir upplýsingum um hvað sé gert við þá fjármuni sem safnast hafa. Til að mynda greindu þeir frá því á dögunum að verslað hafi verið í matvöruverslun fyrir 255.938 krónur. Nokkuð mikill matur fæst fyrir 255.938 krónur í Slóvakíu.Aðsend/Brynja Á síðunni er einnig að finna allar helstu upplýsingar um söfnunina. Mikilvægustu upplýsingarnar, reikningsupplýsingar, eru eftirfarandi: Reikningsnúmer: 0123-15-016142 Kennitala: 220693-4149 Aur: 777-6558 Innrás Rússa í Úkraínu Góðverk Flóttamenn Hjálparstarf Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Sex íslenskar konur sem nema dýralækningar í Košice í Slóvakíu ákváðu á dögunum að hefja söfnun til stuðnings flóttafólks sem streymir frá Úkraínu í kjölfa innrásar Rússa í landið. Síðan þá hafa fleiri bæst í hópinn, íslenskir og erlendir skólafélagar þeirra. „Við erum mikið að fara í búðir að kaupa hitara, mat og dýnur. Svo höfum við líka verið að gera samlokur og fara með á lestarstöðina þar sem eru flóttamenn,“ segir Brynja Aud Aradóttir, ein þeirra sem standa að söfnuninni. Dýralæknanemar smyrja gríðarlegan fjölda samloka fyrir flóttamenn.Aðsend/Brynja Košice er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá landamærum Slóvakíu og Úkraínu og hafa dýralæknanemarnir ekki haft tök á að fara oft þangað. Nauðsynin er líka næg í bænum sjálfum þar sem mikill fjöldi flóttafólks hefur komið þangað. Við fórum í gær á lestarstöðina og hittum fólk þar. Það er búið að setja upp gámahús þar og þar er mikið streymi af fólki sem er samt að stoppa í stuttan tíma,“ segir Brynja. Hún segir landamæri Slóvakíu vera galopin fyrir flóttafólk. „Þeir hleypa öllum inn, þú þarf ekki vegabréf eða neitt. Þeir hleypa öllum sem þurfa að koma í gegn, eins og er,“ segir hún. Þakklát fyrir hjálpina Sem áður segir hafa nemarnir safnað ríflega fimm milljónum króna. Meirihluti fjárins hefur komið frá Íslendingum sem hafa lagt inn á sérstakan söfnunarreikning en einnig hafa erlendir skólafélagar lagt sitt af mörkum, bæði með framlögum og vinnu. „Þetta er búið að ganga ótrúlega vel, þetta fór fram úr öllum vonum og við erum bara mjög heppin og þakklát með það hvað fólk er til í að hjálpa okkur og að hjálpa flóttamönnum,“ segir Brynja. Hluti þess sem nemarnir kaupa fyrir pening sem er aflað er safnað saman í stóru vöruhúsi og loks flutt yfir landamærin til Úkraínu.Aðsend/Brynja Sýna í hvað fjármunir fara Dýralæknanemarnir halda úti Facebook-síðunni Söfnun fyrir flóttamenn frá Úkraínu og þar deila þeir upplýsingum um hvað sé gert við þá fjármuni sem safnast hafa. Til að mynda greindu þeir frá því á dögunum að verslað hafi verið í matvöruverslun fyrir 255.938 krónur. Nokkuð mikill matur fæst fyrir 255.938 krónur í Slóvakíu.Aðsend/Brynja Á síðunni er einnig að finna allar helstu upplýsingar um söfnunina. Mikilvægustu upplýsingarnar, reikningsupplýsingar, eru eftirfarandi: Reikningsnúmer: 0123-15-016142 Kennitala: 220693-4149 Aur: 777-6558
Innrás Rússa í Úkraínu Góðverk Flóttamenn Hjálparstarf Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira