Erfið staða hjá Elkem eftir skerðingu Snorri Másson skrifar 15. mars 2022 11:24 Álfheiður Ágústsdóttir er forstjóri Elkem á Íslandi. Elkem Forstjóri Elkem á Íslandi segir stöðuna erfiða fyrir alla notendur rafmagns á Íslandi. Slökkt hefur verið á einum af þremur ofnum kísilmálmverksmiðjunnar vegna skerðingar Landsvirkjunar á orku til fyrirtækisins. Það er ekki nægt vatn í lónum á hálendi Íslands og af því leiðir að virkjanir afkasta ekki eins mikilli orku og ákjósanlegt væri. Því þarf Landsvirkjun að skammta orku til notenda og þar sæta þeir fyrstir skerðingum sem hafa samið um þann möguleika. Elkem, sem rekur kísilmálmverksmiðjuna á Grundartanga, er með ákvæði í sínum samning sem gefa Landsvirkjun heimild til að kaupa í raun til baka þá orku sem þegar hefur verið afhend. Þeim mun minni orku hefur Elkem til umráða. „Við náttúrulega erum með lokað orkukerfi á Íslandi. Á meðan það er þannig og við erum að reiða okkur aðallega á vatnsafl, verður þetta svona á einhverra ára fresti. Þannig að það er bara mikilvægt að vita það,“ segir Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi. Í kísilmálmverksmiðjunni eru alla jafna þrír svonefndir ljósbogaofnar í notkun. Nú hefur verið slökkt á einum þeirra. „Þegar staðan er svona er það auðvitað erfitt fyrir alla notendur og framleiðendur rafmagns. Þannig að þetta er erfið staða og fólk þarf að vinna saman við að leysa úr þessu. Við erum með einn ofn úti og erum í raun bara að reyna að nota tímann í viðhald eins og við getum. Svo leggjum við bara upp með að reyna að þjálfa fólk vel á meðan á þessu stendur,“ segir Álfheiður. Yfirstandandi vatnsár er eitt það erfiðasta í sögu Landsvirkjunar, segir á vef fyrirtækisins. Staða miðlunarlóna enn lægri en spáð var í janúarlok og ljóst er að miðað við stöðuna nú munu skerðingar standa út apríl. „Ég reyni nú að vera bjartsýn og vona að snjólögin sem eru búin að safnast fyrir núna geri næsta ár betra. Það þarf bara að taka þessu af yfirvegun og reyna að gera sitt besta úr aðstæðum. Það finnst þetta engum gaman,“ segir Álfheiður. Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Landsvirkjun Tengdar fréttir Slökkva á stærsta ljósbogaofni Elkem á Grundartanga vegna skerðingar Slökkt hefur verið á einum ljósbogaofni í kísilmálmverksmiðjunni á Grundartanga, þeim stærsta af þremur slíkum ofnum í verksmiðjunni. 15. mars 2022 07:30 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Það er ekki nægt vatn í lónum á hálendi Íslands og af því leiðir að virkjanir afkasta ekki eins mikilli orku og ákjósanlegt væri. Því þarf Landsvirkjun að skammta orku til notenda og þar sæta þeir fyrstir skerðingum sem hafa samið um þann möguleika. Elkem, sem rekur kísilmálmverksmiðjuna á Grundartanga, er með ákvæði í sínum samning sem gefa Landsvirkjun heimild til að kaupa í raun til baka þá orku sem þegar hefur verið afhend. Þeim mun minni orku hefur Elkem til umráða. „Við náttúrulega erum með lokað orkukerfi á Íslandi. Á meðan það er þannig og við erum að reiða okkur aðallega á vatnsafl, verður þetta svona á einhverra ára fresti. Þannig að það er bara mikilvægt að vita það,“ segir Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi. Í kísilmálmverksmiðjunni eru alla jafna þrír svonefndir ljósbogaofnar í notkun. Nú hefur verið slökkt á einum þeirra. „Þegar staðan er svona er það auðvitað erfitt fyrir alla notendur og framleiðendur rafmagns. Þannig að þetta er erfið staða og fólk þarf að vinna saman við að leysa úr þessu. Við erum með einn ofn úti og erum í raun bara að reyna að nota tímann í viðhald eins og við getum. Svo leggjum við bara upp með að reyna að þjálfa fólk vel á meðan á þessu stendur,“ segir Álfheiður. Yfirstandandi vatnsár er eitt það erfiðasta í sögu Landsvirkjunar, segir á vef fyrirtækisins. Staða miðlunarlóna enn lægri en spáð var í janúarlok og ljóst er að miðað við stöðuna nú munu skerðingar standa út apríl. „Ég reyni nú að vera bjartsýn og vona að snjólögin sem eru búin að safnast fyrir núna geri næsta ár betra. Það þarf bara að taka þessu af yfirvegun og reyna að gera sitt besta úr aðstæðum. Það finnst þetta engum gaman,“ segir Álfheiður.
Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Landsvirkjun Tengdar fréttir Slökkva á stærsta ljósbogaofni Elkem á Grundartanga vegna skerðingar Slökkt hefur verið á einum ljósbogaofni í kísilmálmverksmiðjunni á Grundartanga, þeim stærsta af þremur slíkum ofnum í verksmiðjunni. 15. mars 2022 07:30 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Slökkva á stærsta ljósbogaofni Elkem á Grundartanga vegna skerðingar Slökkt hefur verið á einum ljósbogaofni í kísilmálmverksmiðjunni á Grundartanga, þeim stærsta af þremur slíkum ofnum í verksmiðjunni. 15. mars 2022 07:30