Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. mars 2022 12:03 Aleksander Moshensky varð kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi árið 2006. Hann á í miklum viðskiptum við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Stjórnvöld eru sögð vernda hann fryir refsiaðgerðum ESB vegna þeirra. Vísir Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar í dag. Um er að ræða Aleksander Moshensky sem varð kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi árið 2006. Venjulega fylgir slíkri stöðu engin formleg völd eða fríðindi, starfið er ólaunað og veitir ekki formlega stöðu diplómata. Engu að síður gefur titillinn ákveðna vigt, sérstaklega þegar kemur að því að fá og viðhalda aðgengi að embættis- og viðskiptalífi viðkomandi landa. Hann er einn ríkasti og áhrifamesti auðjöfur heimalands síns og sagður einn nánasti bandamaður Aleksanders Lukashenko forseta Hvíta-Rússlands. Viðskipti Moshensky við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hófust í kringum árið 2000 og fólust í kaupum á loðnuhrognum og frosinni síld. Frá þeim tíma hafi viðskipti hans við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki margfaldast. Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að hann sé nú stórtækur í fiskviðskiptum við Íslendinga – ekki síst eftir að Rússar settu innflutningsbann á íslenskan fisk. Moshensky er sagður hafa auðgast gríðarlega á ógegnsæju einkavæðingaraðgerðum forseta landsins, setið í opinberum ráðum og nefndum og notið skattfríðinda af hálfu stjórnvalda í Minsk. Fram kemur að Evrópusambandið hafi fimm sinnum á síðustu tveimur árum ætlað að setja nafn Moshenskys á lista yfir refsiaðgerðir sambandsins vegna spillts stjórnmála og viðskiptalífs Hvíta Rússlands. Það hafi þó enn ekki verið tekist og á meðan haldi hann áfram að efnast undir verndarvæng Lukashenkos. Samkvæmt heimildum Stundarinnar og frásögnum viðmælenda, virðist hagsmunagæsla íslenskra stjórnvalda fyrir hönd Moshensky vega þar þungt. Vísað er í að Moshensky hafi notið aðstoðar íslenskra stjórnvalda til að koma sér undan því að lenda í hörðum refsiaðgerðum ESB. Því að verði hann fyrir þeim þýði það umtalsvert tap fyrir Íslendinga. Og að sögn hafi íslensk stjórnvöld brugðist við og beitt sér til þess að hafa áhrif á ákvörðun Evrópusambandsins. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum utanríkisráðherra vegna málsins í morgun en hafði ekki fengið þau fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í dag. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar í dag. Um er að ræða Aleksander Moshensky sem varð kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi árið 2006. Venjulega fylgir slíkri stöðu engin formleg völd eða fríðindi, starfið er ólaunað og veitir ekki formlega stöðu diplómata. Engu að síður gefur titillinn ákveðna vigt, sérstaklega þegar kemur að því að fá og viðhalda aðgengi að embættis- og viðskiptalífi viðkomandi landa. Hann er einn ríkasti og áhrifamesti auðjöfur heimalands síns og sagður einn nánasti bandamaður Aleksanders Lukashenko forseta Hvíta-Rússlands. Viðskipti Moshensky við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hófust í kringum árið 2000 og fólust í kaupum á loðnuhrognum og frosinni síld. Frá þeim tíma hafi viðskipti hans við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki margfaldast. Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að hann sé nú stórtækur í fiskviðskiptum við Íslendinga – ekki síst eftir að Rússar settu innflutningsbann á íslenskan fisk. Moshensky er sagður hafa auðgast gríðarlega á ógegnsæju einkavæðingaraðgerðum forseta landsins, setið í opinberum ráðum og nefndum og notið skattfríðinda af hálfu stjórnvalda í Minsk. Fram kemur að Evrópusambandið hafi fimm sinnum á síðustu tveimur árum ætlað að setja nafn Moshenskys á lista yfir refsiaðgerðir sambandsins vegna spillts stjórnmála og viðskiptalífs Hvíta Rússlands. Það hafi þó enn ekki verið tekist og á meðan haldi hann áfram að efnast undir verndarvæng Lukashenkos. Samkvæmt heimildum Stundarinnar og frásögnum viðmælenda, virðist hagsmunagæsla íslenskra stjórnvalda fyrir hönd Moshensky vega þar þungt. Vísað er í að Moshensky hafi notið aðstoðar íslenskra stjórnvalda til að koma sér undan því að lenda í hörðum refsiaðgerðum ESB. Því að verði hann fyrir þeim þýði það umtalsvert tap fyrir Íslendinga. Og að sögn hafi íslensk stjórnvöld brugðist við og beitt sér til þess að hafa áhrif á ákvörðun Evrópusambandsins. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum utanríkisráðherra vegna málsins í morgun en hafði ekki fengið þau fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í dag.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira