Sértrúarhópar Halldór Nikulás Lár skrifar 18. mars 2022 15:02 Umræða síðustu daga, um trúarofbeldi og sértrúarsöfnuði, er fyrst og fremst mikilvæg til að stöðva ofbeldi af hvaði tagi sem er og okkur ber ávallt að standa með þolendum. En umræðan hefur jafnframt sýnt okkur hversu auðvelt það er að þjarka um hugtök og skilgreiningar. Hér er það orðið „sértrúarsöfnuður“ og langar mig að varpa aðeins ljósi á þá skilgreiningu sem almennt er samþykkt. Guðsþjónustuform safnaða, tónlistin og tjáningin er eitt og markast af hefðinni; löngun eða þörf til að vera í takt við samtímann; og svo einfaldlega smekk hvers og eins. Kennisetningar eru annað mál. Þeir hópar sem halda fram trúarlegum kenningum, sem aðrir hópar ekki þekkja, eða eru á skjön við þeirra eigin, eru gjarnan kallaðir sértrúarhópar. Þetta eru þá minnihlutahópar, sem á einhvern máta eru öðruvísi í sínum trúariðkunum en meirihlutinn. Slíkir hópar kunna að vera sértrúarhópar, sem standa utan við það sem almennt skilgreinir kristna kirkju í heiminum, en þeir eru það ekki endilega. Ef það að standa fyrir utan meirihlutahópinn gerir söfnuð að sértrúarhópi, þá eru allir söfnuðir á Íslandi sértrúarhópar, nema Þjóðkirkjan og kannski 3-4 aðrar lúterskar fríkirkjur. Vandamálið við þessa skilgreiningu er margvíslegt. Lúterskir söfnuðir eru t.d í meirihluta á Íslandi og á heimsvísu nálgast þeir 78 milljónir, en Hvítasunnukirkjan, sem margir álíta sértrúarsöfnuð, telur hins vegar um 300 milljónir meðlima á heimsvísu. Vandamálið við meirihluta-minnihluta skilgreininguna eykst svo til muna þegar við skoðum hvítasunnusöfnuði og karísmatíska fríkirkjusöfnuði heimsins saman, með nær 700 milljónir meðlima (karísmatískir söfnuðir leggja áherslu á verk og gjafir heilags anda í söfnuðinum, eins og hvítasunnusöfnuðir). Samkvæmt þessari skilgreiningu er Hvítasunnukirkjan því alls ekki sértrúarsöfnuður í stóra samhenginu, en það er hins vegar Þjóðkirkjan. Þessi nálgun og flokkun í minnihluta- og meirihlutahópa eftir trúarkenningum er því ekki sú besta til að styðjast við. En það er til félagsleg flokkun og skilgreining á öllum trúarhópum (ekki bara kristnum), sem getur hjálpað hverjum sem vill, að þekkja sértrúarhópa frá öðrum. Félagsvísindaleg nálgun byggir á þeirri forsendu að trúarbrögð séu félagslegt fyrirbæri og verði aðeins skilin í samfélagslegu samhengi. Meredith B. McGuire, sem árið 2008 skrifaði bókina Religion: The social context, fjallar um mismunandi félagslega stöðu trúfélaga, formgerð þeirra og gagnvirk áhrif í samfélagslegu samhengi. Hún tekur þar saman fjóra aðalflokka við félagslega flokkun trúfélaga: kirkju (church), sértrúarhóp (sect), kirkjudeild (denomination) og einstaklingshyggjuhreyfingu (cult). Eingöngu sértrúarhóparnir eru til umræðu hér og eftirfarandi þættir (sumir eða allir) einkenna þessa hópa. Sértrúarhópur álítur sig vera bæði einstakan og lögmætan trúarhóp, með einu réttu leiðina. Þessir hópar eru gjarnan handhafi sannleikans, að minnsta kosti þess hluta sannleikans sem einhverju máli skiptir. Sértrúarhópur hefur „rétta“ kenningu, siðferðisgildi og starfsaðferðir, sem aðrir hafa ekki. Sértrúarhópur á í fremur neikvæðum samskiptum við samfélagsheildina og aðgreinir sig gjarnan frá henni sjálfviljugur. Aðganga að trúfélaginu er hverjum í sjálfsvald sett, svo fremi viðkomandi uppfylli uppsett trúarleg skilyrði og áherslan er á persónuleg samskipti og samheldni. Brottför úr trúfélaginu er oftar en ekki án einhvers áfellisdóms. Náðarvaldið (charisma – vald þess sem stjórnar, forstöðumanns; leiðtoga; safnaðarhirðis osf.), byggir á beinu sambandi við uppsprettuna, gjarnan fyrir hönd safnaðarmeðlima. Þetta vald er bundið við stofnendur hópsins (einstaklinga eða fjölskyldu), en ekki opið embætti innan safnaðarins. Erfitt getur verið fyrir sértrúarhóp að varðveitast til lengdar nema að til komi kerfisbundin endurskipulagning og söfnuðurinn taki breytingum í átt til hefðbundinnar kirkjudeildar eða kirkju með formfestingu náðarvaldsins - að valdið sé ekki eingöngu í höndum stofnanda eða afkomenda, heldur er embætti forstöðu opið öðrum. Dæmi um sértrúarhópaí samfélagslegu samhengi eru: Vottar Jehóva, Amish, Krossinn á ákveðnu tímaskeiði, sumir hvítasunnuhópar og þá hugsanlega smærri íslamskir trúarhópar sem á einhvern hátt aðgreina sig frá hinum stóru og almennu hópum eins og súnní og shía. Höfundur er mann- og trúarbragðafræðingur. Heimildir: McGuire, M. B. (2008). Religion: The social context (5. útgáfa). Long Grove: Waveland Press, Inc. Pétur Pétursson. (2011). Trúmaður á tímamótum: Ævisaga Haralds Níelssonar. Reykjavík. Hið íslenska bókmenntafélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða síðustu daga, um trúarofbeldi og sértrúarsöfnuði, er fyrst og fremst mikilvæg til að stöðva ofbeldi af hvaði tagi sem er og okkur ber ávallt að standa með þolendum. En umræðan hefur jafnframt sýnt okkur hversu auðvelt það er að þjarka um hugtök og skilgreiningar. Hér er það orðið „sértrúarsöfnuður“ og langar mig að varpa aðeins ljósi á þá skilgreiningu sem almennt er samþykkt. Guðsþjónustuform safnaða, tónlistin og tjáningin er eitt og markast af hefðinni; löngun eða þörf til að vera í takt við samtímann; og svo einfaldlega smekk hvers og eins. Kennisetningar eru annað mál. Þeir hópar sem halda fram trúarlegum kenningum, sem aðrir hópar ekki þekkja, eða eru á skjön við þeirra eigin, eru gjarnan kallaðir sértrúarhópar. Þetta eru þá minnihlutahópar, sem á einhvern máta eru öðruvísi í sínum trúariðkunum en meirihlutinn. Slíkir hópar kunna að vera sértrúarhópar, sem standa utan við það sem almennt skilgreinir kristna kirkju í heiminum, en þeir eru það ekki endilega. Ef það að standa fyrir utan meirihlutahópinn gerir söfnuð að sértrúarhópi, þá eru allir söfnuðir á Íslandi sértrúarhópar, nema Þjóðkirkjan og kannski 3-4 aðrar lúterskar fríkirkjur. Vandamálið við þessa skilgreiningu er margvíslegt. Lúterskir söfnuðir eru t.d í meirihluta á Íslandi og á heimsvísu nálgast þeir 78 milljónir, en Hvítasunnukirkjan, sem margir álíta sértrúarsöfnuð, telur hins vegar um 300 milljónir meðlima á heimsvísu. Vandamálið við meirihluta-minnihluta skilgreininguna eykst svo til muna þegar við skoðum hvítasunnusöfnuði og karísmatíska fríkirkjusöfnuði heimsins saman, með nær 700 milljónir meðlima (karísmatískir söfnuðir leggja áherslu á verk og gjafir heilags anda í söfnuðinum, eins og hvítasunnusöfnuðir). Samkvæmt þessari skilgreiningu er Hvítasunnukirkjan því alls ekki sértrúarsöfnuður í stóra samhenginu, en það er hins vegar Þjóðkirkjan. Þessi nálgun og flokkun í minnihluta- og meirihlutahópa eftir trúarkenningum er því ekki sú besta til að styðjast við. En það er til félagsleg flokkun og skilgreining á öllum trúarhópum (ekki bara kristnum), sem getur hjálpað hverjum sem vill, að þekkja sértrúarhópa frá öðrum. Félagsvísindaleg nálgun byggir á þeirri forsendu að trúarbrögð séu félagslegt fyrirbæri og verði aðeins skilin í samfélagslegu samhengi. Meredith B. McGuire, sem árið 2008 skrifaði bókina Religion: The social context, fjallar um mismunandi félagslega stöðu trúfélaga, formgerð þeirra og gagnvirk áhrif í samfélagslegu samhengi. Hún tekur þar saman fjóra aðalflokka við félagslega flokkun trúfélaga: kirkju (church), sértrúarhóp (sect), kirkjudeild (denomination) og einstaklingshyggjuhreyfingu (cult). Eingöngu sértrúarhóparnir eru til umræðu hér og eftirfarandi þættir (sumir eða allir) einkenna þessa hópa. Sértrúarhópur álítur sig vera bæði einstakan og lögmætan trúarhóp, með einu réttu leiðina. Þessir hópar eru gjarnan handhafi sannleikans, að minnsta kosti þess hluta sannleikans sem einhverju máli skiptir. Sértrúarhópur hefur „rétta“ kenningu, siðferðisgildi og starfsaðferðir, sem aðrir hafa ekki. Sértrúarhópur á í fremur neikvæðum samskiptum við samfélagsheildina og aðgreinir sig gjarnan frá henni sjálfviljugur. Aðganga að trúfélaginu er hverjum í sjálfsvald sett, svo fremi viðkomandi uppfylli uppsett trúarleg skilyrði og áherslan er á persónuleg samskipti og samheldni. Brottför úr trúfélaginu er oftar en ekki án einhvers áfellisdóms. Náðarvaldið (charisma – vald þess sem stjórnar, forstöðumanns; leiðtoga; safnaðarhirðis osf.), byggir á beinu sambandi við uppsprettuna, gjarnan fyrir hönd safnaðarmeðlima. Þetta vald er bundið við stofnendur hópsins (einstaklinga eða fjölskyldu), en ekki opið embætti innan safnaðarins. Erfitt getur verið fyrir sértrúarhóp að varðveitast til lengdar nema að til komi kerfisbundin endurskipulagning og söfnuðurinn taki breytingum í átt til hefðbundinnar kirkjudeildar eða kirkju með formfestingu náðarvaldsins - að valdið sé ekki eingöngu í höndum stofnanda eða afkomenda, heldur er embætti forstöðu opið öðrum. Dæmi um sértrúarhópaí samfélagslegu samhengi eru: Vottar Jehóva, Amish, Krossinn á ákveðnu tímaskeiði, sumir hvítasunnuhópar og þá hugsanlega smærri íslamskir trúarhópar sem á einhvern hátt aðgreina sig frá hinum stóru og almennu hópum eins og súnní og shía. Höfundur er mann- og trúarbragðafræðingur. Heimildir: McGuire, M. B. (2008). Religion: The social context (5. útgáfa). Long Grove: Waveland Press, Inc. Pétur Pétursson. (2011). Trúmaður á tímamótum: Ævisaga Haralds Níelssonar. Reykjavík. Hið íslenska bókmenntafélag.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar