Ókláraður sálmur vegna bruna í kirkjuorgeli Ingi Vífill Guðmundsson skrifar 21. mars 2022 12:31 Um streymi jarðarfara og minningarathafna Mikil aukning hefur orðið á að jarðarförum og minningarathöfnum sé streymt á internetið. Í kjölfar COVID-19 faraldursins var það af nauðsyn sökum samkomutakmarkanna, en nú er sífellt algengara að þeim sé streymt fyrir þá sem ekki eiga heimangengt sökum heilsu, aldurs eða veðurs, og eru þá ógleymdir aðstandendur sem búa erlendis eða utan borgarmarkanna. Þessi þróun er jákvæð og mikið fagnaðarefni - enda bæði atvinnuskapandi og jákvæð í ljósi breyttra tíma þar sem áhersla á stafræna miðlun er í veldisvexti. En þó er einn þáttur sem staðið hefur í stað frá byrjun faraldurs en það er aðstaða og netaðgengi til streymis í kirkjum landsins. Með fáum framsýnum undantekningum (grínlaust töldum á fingrum annarrar handar!) er aðstaðan til streymis hjartnær alls staðar ófullnægjandi. Víðast hvar í kirkjum er ekki aðgengt að interneti, víða er takmarkaður og óljós aðgangur að rafmagni, og víða hefur rafmagn ekki verið uppfært frá byggingu kirkjunnar. Við erum fámennur en einarður hópur þjónustuaðila í streymi sem þjónustum hundruði, stundum jafnvel þúsundir manns í einu. Okkar hlutverk er að veita óaðfinnanlega þjónustu á viðkvæmri stund hjá aðstandendum. Þessari ábyrgð fögnum við og tökum henni af einurð. En rétt eins og organistinn, sem getur ekki klárað sálminn ef það af einhverjum ástæðum kviknar í orgelinu í miðjum sálmi, eru líkurnar á vel heppnaðri útsendingu hverfandi ef bæði rafmagn er óáreiðanlegt og netsamband stopult eða ekki til staðar. Flestir, ef ekki allir, erum við búnir því besta sem fæst af 4G búnaði (langt umfram það sem fæst á almennum neytendamarkaði) en því miður veitir slíkur búnaður aðeins aukna vernd gegn útsendingarrofi, en ekki tryggingu. Hér þurfa kirkjurnar að taka þátt af dugnaði. Við þjónustuaðilar gerum okkar besta og gerum það yfirleitt vel. En rétt eins og organistinn getur ekki tekið ábyrgð á að brunnið orgel hljómi illa, getum við ekki tekið ábyrgð á að innviðir kirkja séu, árið 2022 (!), þannig að ekki sé hægt að veita þjónustu sem krefst jafn sjálfsagðrar aðstöðu sem áreiðanlegs rafmagns og stöðugrar internettengingar. Þessi pistill er skrifaður með þá von að framkvæmdaráð kirkja nær og fjær taki þessi mál höndum tveim í sinni heimasókn. Oftast er þetta lítil framkvæmd þannig að allir geti vel við unað. Höfundur er eigandi streymisþjónustufyrirtækis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Fjarskipti Stafræn þróun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Um streymi jarðarfara og minningarathafna Mikil aukning hefur orðið á að jarðarförum og minningarathöfnum sé streymt á internetið. Í kjölfar COVID-19 faraldursins var það af nauðsyn sökum samkomutakmarkanna, en nú er sífellt algengara að þeim sé streymt fyrir þá sem ekki eiga heimangengt sökum heilsu, aldurs eða veðurs, og eru þá ógleymdir aðstandendur sem búa erlendis eða utan borgarmarkanna. Þessi þróun er jákvæð og mikið fagnaðarefni - enda bæði atvinnuskapandi og jákvæð í ljósi breyttra tíma þar sem áhersla á stafræna miðlun er í veldisvexti. En þó er einn þáttur sem staðið hefur í stað frá byrjun faraldurs en það er aðstaða og netaðgengi til streymis í kirkjum landsins. Með fáum framsýnum undantekningum (grínlaust töldum á fingrum annarrar handar!) er aðstaðan til streymis hjartnær alls staðar ófullnægjandi. Víðast hvar í kirkjum er ekki aðgengt að interneti, víða er takmarkaður og óljós aðgangur að rafmagni, og víða hefur rafmagn ekki verið uppfært frá byggingu kirkjunnar. Við erum fámennur en einarður hópur þjónustuaðila í streymi sem þjónustum hundruði, stundum jafnvel þúsundir manns í einu. Okkar hlutverk er að veita óaðfinnanlega þjónustu á viðkvæmri stund hjá aðstandendum. Þessari ábyrgð fögnum við og tökum henni af einurð. En rétt eins og organistinn, sem getur ekki klárað sálminn ef það af einhverjum ástæðum kviknar í orgelinu í miðjum sálmi, eru líkurnar á vel heppnaðri útsendingu hverfandi ef bæði rafmagn er óáreiðanlegt og netsamband stopult eða ekki til staðar. Flestir, ef ekki allir, erum við búnir því besta sem fæst af 4G búnaði (langt umfram það sem fæst á almennum neytendamarkaði) en því miður veitir slíkur búnaður aðeins aukna vernd gegn útsendingarrofi, en ekki tryggingu. Hér þurfa kirkjurnar að taka þátt af dugnaði. Við þjónustuaðilar gerum okkar besta og gerum það yfirleitt vel. En rétt eins og organistinn getur ekki tekið ábyrgð á að brunnið orgel hljómi illa, getum við ekki tekið ábyrgð á að innviðir kirkja séu, árið 2022 (!), þannig að ekki sé hægt að veita þjónustu sem krefst jafn sjálfsagðrar aðstöðu sem áreiðanlegs rafmagns og stöðugrar internettengingar. Þessi pistill er skrifaður með þá von að framkvæmdaráð kirkja nær og fjær taki þessi mál höndum tveim í sinni heimasókn. Oftast er þetta lítil framkvæmd þannig að allir geti vel við unað. Höfundur er eigandi streymisþjónustufyrirtækis.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar