Ingó segist ekki hafa neinu að tapa lengur Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2022 08:06 Ingó meðan allt lék í lyndi, nóg að gera, hann með sinn sjónvarpsþátt og nýbúinn að stofna fyrirtæki. Ingó segir að eftir að hópur á samfélagsmiðlum sakaði hann um grafalvarleg brot að ósekju og hafði í hótunum við þá sem skiptu við hann séu engar bókanir í gangi. Þá hefur hann hrökklast frá fyrirtækinu. vísir/vilhelm Síðasta tæpa ár hefur reynst Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni þungbært en hann hefur setið undir ásökunum um margvíslegt kynferðislegt ofbeldi. Ingólfur vísar ásökunum alfarið á bug og hefur nú skrifað grein þar sem hann fer ítarlega yfir sína hlið mála. „Undanfarna mánuði hef ég verið borinn þungum sökum sem ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum og setið undir ósannindum af ýmsu tagi. Ég hef til að mynda verið kallaður ofbeldismaður, nauðgari og barnaníðingur þó það gæti ekki verið fjær sannleikanum,“ segir Ingólfur í greininni sem hann skrifaði og birtist á Vísi. Líta má á greinina sem einskonar málsvörn. Ingólfur, sem betur er þekktur sem tónlistarmaðurinn Ingó Veðurguð, segir afar sárt að vera borinn slíkum sökum og geta í raun ekki varist þeim því sannleikurinn sé látinn liggja á milli hluta. Hann segir að ráðist hafi verið af mikilli hörku á fyrirtæki sem hann stofnaði og starfaði fyrir, X-Mist, og flesta sem hafa bókað hann til að koma fram á sínum viðburðum. „Skaðinn sem á mér hefur verið unninn er óafturkræfur en ég get ekki lengur setið hjá og horft á annað saklaust fólk þjást fyrir þessa aðför að mér. Ég hef því ákveðið að láta af störfum mínum fyrir X-Mist,“ segir Ingó í greininni. Hættur hjá fyrirtækinu og engar bókanir fyrirliggjandi En hvers vegna er hann að skrifa þessa grein? Ingólfur segist, í samtali við Vísi, ekki hafa neinu að tapa. „Til að segja alla mína sögu og líka fyrir þá sem hafa sýnt mér einhvern stuðning. Hvernig þetta er til komið og hvernig þetta hefur æxlast. Kannski líka til að benda á að mér þykja þetta vondar aðferðir til að gera upp mál af þessu tagi, almennt. Mín saga ætti að staðfesta það að þetta er ekki réttlátt og ég er að benda á hvað getur farið úrskeiðis ef á að gera slík mál upp á samfélagsmiðlum.“ Hann segir að afleiðingarnar, frá því að hann komst í skotlínu þess hóps á samfélagsmiðlum sem hefur talað fyrir aðgerðum í kynferðisbrotamálum, hafi verið afar miklar á líf sitt og mjög neikvæðar. „En eins og ég kem inn á í greininni, á fólk í kringum mig. Þess vegna er ég líka að hluta til að koma þessu frá mér því fólk hefur verið hrætt við, hvort sem er að bóka mann eða stunda viðskipti við mann á þeim forsendum að maður sé einhver hryllilegur náungi. Sem ég veit sjálfur að er ekki rétt. Ég vil að fólk fái að heyra mína hlið og mína sögu. Og í raun, þegar búið er að hóta fyrirtækinu, þeim sem hafa bókað mig get ég sagt að ég hafi engu að tapa að koma fram með mína sögu og taka slaginn. Berjast fyrir mínu réttlæti í þessu.“ Þarf að finna sér eitthvað að gera Ásakanir á hendur Ingó komu fyrst fram í júlí á síðasta ári. Nú er hann að hætta hjá fyrirtæki sínu og nánast engar bókanir fram í tímann. „Þannig að ég þarf bara að reyna að finna mér eitthvað að gera. Það er svona staðan.“ Ertu þá hættur að koma fram sem tónlistarmaður? „Ég er tilbúinn að koma fram og hef verið allan þennan tíma. Vonandi get ég gert það áfram að einhverju leyti en mikilvægast er að saga mín komi fram eins og hún er. Að ég fái að segja mína hlið og vonandi finn ég mér eitthvað sem ég get starfað við án áreitis – ég veit að ég hef ekki gert þessa hræðilegu hluti sem ég hef verið sakaður um,“ segir Ingó; hann hafi ekki í hyggju að gefast upp þó gangan hafi verið ströng undanfarna mánuðina. Verið tjáð að hann væri næstur Ingólfur rekur atburðarásina frá því síðasta sumar í grein sinni. „Mál mitt byrjar þannig að ég fæ símtal frá blaðamanni Mannlífs og er ég spurður hvort ég vilji láta hafa eitthvað eftir mér varðandi ummæli aðila sem að ég átti að hafa nauðgað fyrir 15 árum. Stuttu áður hafði góð vinkona mín sagt mér að „ég væri næstur og það væri verið að skipuleggja að taka mig fyrir næst“. Ég kem eðlilega af fjöllum enda gæti ég ekki gert svo svívirðilegan hlut að nauðga þó byssu væri miðað að höfðinu á mér. Við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að á ferðinni er kona sem ég fór á nokkur stefnumót með fyrir 15 árum síðan. Stuttu áður hafði hún sagt að erfitt væri að setja sig í spor einhvers sem hefði verið nauðgað þar sem hún hefði ekki lent í slíku,“ segir Ingó. Sannkallaður áróðursher hafi í kjölfarið farið af stað síðasta sumar og kallað eftir sögum um hann. „Þar virðist sannleikurinn engu skipta og ekki er leitað eftir heimildum eða staðfestingum á sannleiksgildi sagnanna. Í því sambandi má benda á að kona nokkur hefur viðurkennt að hafa sent inn nokkrar sögur sem voru uppspuni frá rótum, til þess eins að sjá hvort þær fengjust birtar. Þær voru allar birtar. Nafnlaust. Ég styð heilshugar baráttu gegn kynferðisbrotum og ofbeldi en aðförin að mér, minni persónu og atvinnu, tel ég ekki framlag í þeirri baráttu.“ Í baráttu fyrir dómstólum Áróðursherinn hafi fengið mikið pláss í fjölmiðlum og í kommentakerfum hafi ýmsir aðilar, sem hann þekki ekki og hafi aldrei hitt, viðhaft hræðileg ummæli. „Ég læt nú reyna á það gagnvart löggjafanum hvort saka megi menn opinberlega um nauðganir og barnaníð. Það er ekki gert í fjárhagslegum tilgangi en er um leið það kostnaðarsamt að það er nánast ómögulegt að verja sig með þessum hætti.“ Vísar Ingó til þess að hann stefndi nokkrum aðilum fyrir ummælin og er fyrsta málið til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur þessa dagana. „Árásir gegn mér hafa verið margvíslegar og meðal annars hefur Instagram reikningur minn verið eyðilagður og aðilar villt á sér heimildir inni á miðlinum Snapchat undir notendanöfnunum ingo_vedurgud, ivedurgud og mögulega fleirum sem ég veit ekki af. Þannig hafa óprúttnir aðilar sent skilaboð í mínu nafni. Hópur kvenna, sem ég þekki ekki neitt, ákvað að mótmæla því að ég syngi á þjóðhátið í Vestmannaeyjum og fengu sínu framgengt.“ Vonar að hófstillt fólk taki yfir baráttuna Ingólfur segir árásarherinn ekki fjölmennan. „Þvert á móti er hann mjög fámennur en hávær hópur sem fjölmiðlar veita mikið pláss. Margir hafa haft samband við mig persónulega og lýst yfir stuðningi við mig. Oft er þetta fólk sem ég ekki þekki en þorir ekki að stíga fram og tjá sig opinberlega af ótta við hefndaraðgerðir. Ástæða þess er eðlileg, því þeir örfáu sem hafa gert það og sett spurningarmerki við aðferðina sem notuð er hafa heldur betur fengið að heyra það. Því fólki sem hefur lýst yfir stuðningi við mig og jafnvel tekið mínum málstað er ég óendanlega þakklátur.“ Kannski þurfi hann að sætta sig við að vera hluti af hópi sem hent sé undir lestina. Þó logið sé upp á einn og einn þá sé baráttan mikilvægari. Hann geti þó ekki samþykkt það þegar um svo alvarlegar ásakanir sé að ræða. „Ég er á móti hverskyns ofbeldi og finn til með þeim sem hafa orðið fyrir nauðgunum og kynferðisofbeldi. Eðlilegt er að berjast gegn ofbeldi og kynferðisbrotum og bæta kerfið okkar þannig að það hlúi sem best að þolendum. Ég vona að hófstillt fólk taki yfir þessa baráttu og skilji að það að saka fólk um eitthvað sem að það hefur ekki gert mun ekki hjálpa málstaðnum. Þegar baráttan er rekin af fólki sem nýtir það til að fá athygli eða fólki sem vill sjá blóð vinnst ekki neitt. Hverjar eru annars lausnirnar sem verið er að boða?“ Greinina í heild má lesa hér. MeToo Samfélagsmiðlar Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Næturlíf Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03 Fyrsta meiðyrðamál Ingólfs á dagskrá dómstóla Fyrsta meiðyrðamálið, sem Ingólfur Þórarinsson hefur höfðað vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar, er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar næstkomandi. 5. janúar 2022 11:47 Ingó Veðurguð verður ekki með í uppsetningu Grease Ingólfur Þórarinsson mun ekki fara með hlutverk Danny Zuko í uppsetningu á söngleiknum Grease. Tónleikasýning á söngleiknum átti að fara fram í haust en hefur verið frestað til næsta árs. Þetta staðfestir Björgvin Þór Rúnarsson, einn framleiðandi tónleikanna, í samtali við Vísi. 26. ágúst 2021 19:24 Afbókaður víðast hvar og tekjutapið er verulegt Búið er að afbóka Ingólf Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að aflýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu vikurnar. 12. júlí 2021 13:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Undanfarna mánuði hef ég verið borinn þungum sökum sem ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum og setið undir ósannindum af ýmsu tagi. Ég hef til að mynda verið kallaður ofbeldismaður, nauðgari og barnaníðingur þó það gæti ekki verið fjær sannleikanum,“ segir Ingólfur í greininni sem hann skrifaði og birtist á Vísi. Líta má á greinina sem einskonar málsvörn. Ingólfur, sem betur er þekktur sem tónlistarmaðurinn Ingó Veðurguð, segir afar sárt að vera borinn slíkum sökum og geta í raun ekki varist þeim því sannleikurinn sé látinn liggja á milli hluta. Hann segir að ráðist hafi verið af mikilli hörku á fyrirtæki sem hann stofnaði og starfaði fyrir, X-Mist, og flesta sem hafa bókað hann til að koma fram á sínum viðburðum. „Skaðinn sem á mér hefur verið unninn er óafturkræfur en ég get ekki lengur setið hjá og horft á annað saklaust fólk þjást fyrir þessa aðför að mér. Ég hef því ákveðið að láta af störfum mínum fyrir X-Mist,“ segir Ingó í greininni. Hættur hjá fyrirtækinu og engar bókanir fyrirliggjandi En hvers vegna er hann að skrifa þessa grein? Ingólfur segist, í samtali við Vísi, ekki hafa neinu að tapa. „Til að segja alla mína sögu og líka fyrir þá sem hafa sýnt mér einhvern stuðning. Hvernig þetta er til komið og hvernig þetta hefur æxlast. Kannski líka til að benda á að mér þykja þetta vondar aðferðir til að gera upp mál af þessu tagi, almennt. Mín saga ætti að staðfesta það að þetta er ekki réttlátt og ég er að benda á hvað getur farið úrskeiðis ef á að gera slík mál upp á samfélagsmiðlum.“ Hann segir að afleiðingarnar, frá því að hann komst í skotlínu þess hóps á samfélagsmiðlum sem hefur talað fyrir aðgerðum í kynferðisbrotamálum, hafi verið afar miklar á líf sitt og mjög neikvæðar. „En eins og ég kem inn á í greininni, á fólk í kringum mig. Þess vegna er ég líka að hluta til að koma þessu frá mér því fólk hefur verið hrætt við, hvort sem er að bóka mann eða stunda viðskipti við mann á þeim forsendum að maður sé einhver hryllilegur náungi. Sem ég veit sjálfur að er ekki rétt. Ég vil að fólk fái að heyra mína hlið og mína sögu. Og í raun, þegar búið er að hóta fyrirtækinu, þeim sem hafa bókað mig get ég sagt að ég hafi engu að tapa að koma fram með mína sögu og taka slaginn. Berjast fyrir mínu réttlæti í þessu.“ Þarf að finna sér eitthvað að gera Ásakanir á hendur Ingó komu fyrst fram í júlí á síðasta ári. Nú er hann að hætta hjá fyrirtæki sínu og nánast engar bókanir fram í tímann. „Þannig að ég þarf bara að reyna að finna mér eitthvað að gera. Það er svona staðan.“ Ertu þá hættur að koma fram sem tónlistarmaður? „Ég er tilbúinn að koma fram og hef verið allan þennan tíma. Vonandi get ég gert það áfram að einhverju leyti en mikilvægast er að saga mín komi fram eins og hún er. Að ég fái að segja mína hlið og vonandi finn ég mér eitthvað sem ég get starfað við án áreitis – ég veit að ég hef ekki gert þessa hræðilegu hluti sem ég hef verið sakaður um,“ segir Ingó; hann hafi ekki í hyggju að gefast upp þó gangan hafi verið ströng undanfarna mánuðina. Verið tjáð að hann væri næstur Ingólfur rekur atburðarásina frá því síðasta sumar í grein sinni. „Mál mitt byrjar þannig að ég fæ símtal frá blaðamanni Mannlífs og er ég spurður hvort ég vilji láta hafa eitthvað eftir mér varðandi ummæli aðila sem að ég átti að hafa nauðgað fyrir 15 árum. Stuttu áður hafði góð vinkona mín sagt mér að „ég væri næstur og það væri verið að skipuleggja að taka mig fyrir næst“. Ég kem eðlilega af fjöllum enda gæti ég ekki gert svo svívirðilegan hlut að nauðga þó byssu væri miðað að höfðinu á mér. Við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að á ferðinni er kona sem ég fór á nokkur stefnumót með fyrir 15 árum síðan. Stuttu áður hafði hún sagt að erfitt væri að setja sig í spor einhvers sem hefði verið nauðgað þar sem hún hefði ekki lent í slíku,“ segir Ingó. Sannkallaður áróðursher hafi í kjölfarið farið af stað síðasta sumar og kallað eftir sögum um hann. „Þar virðist sannleikurinn engu skipta og ekki er leitað eftir heimildum eða staðfestingum á sannleiksgildi sagnanna. Í því sambandi má benda á að kona nokkur hefur viðurkennt að hafa sent inn nokkrar sögur sem voru uppspuni frá rótum, til þess eins að sjá hvort þær fengjust birtar. Þær voru allar birtar. Nafnlaust. Ég styð heilshugar baráttu gegn kynferðisbrotum og ofbeldi en aðförin að mér, minni persónu og atvinnu, tel ég ekki framlag í þeirri baráttu.“ Í baráttu fyrir dómstólum Áróðursherinn hafi fengið mikið pláss í fjölmiðlum og í kommentakerfum hafi ýmsir aðilar, sem hann þekki ekki og hafi aldrei hitt, viðhaft hræðileg ummæli. „Ég læt nú reyna á það gagnvart löggjafanum hvort saka megi menn opinberlega um nauðganir og barnaníð. Það er ekki gert í fjárhagslegum tilgangi en er um leið það kostnaðarsamt að það er nánast ómögulegt að verja sig með þessum hætti.“ Vísar Ingó til þess að hann stefndi nokkrum aðilum fyrir ummælin og er fyrsta málið til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur þessa dagana. „Árásir gegn mér hafa verið margvíslegar og meðal annars hefur Instagram reikningur minn verið eyðilagður og aðilar villt á sér heimildir inni á miðlinum Snapchat undir notendanöfnunum ingo_vedurgud, ivedurgud og mögulega fleirum sem ég veit ekki af. Þannig hafa óprúttnir aðilar sent skilaboð í mínu nafni. Hópur kvenna, sem ég þekki ekki neitt, ákvað að mótmæla því að ég syngi á þjóðhátið í Vestmannaeyjum og fengu sínu framgengt.“ Vonar að hófstillt fólk taki yfir baráttuna Ingólfur segir árásarherinn ekki fjölmennan. „Þvert á móti er hann mjög fámennur en hávær hópur sem fjölmiðlar veita mikið pláss. Margir hafa haft samband við mig persónulega og lýst yfir stuðningi við mig. Oft er þetta fólk sem ég ekki þekki en þorir ekki að stíga fram og tjá sig opinberlega af ótta við hefndaraðgerðir. Ástæða þess er eðlileg, því þeir örfáu sem hafa gert það og sett spurningarmerki við aðferðina sem notuð er hafa heldur betur fengið að heyra það. Því fólki sem hefur lýst yfir stuðningi við mig og jafnvel tekið mínum málstað er ég óendanlega þakklátur.“ Kannski þurfi hann að sætta sig við að vera hluti af hópi sem hent sé undir lestina. Þó logið sé upp á einn og einn þá sé baráttan mikilvægari. Hann geti þó ekki samþykkt það þegar um svo alvarlegar ásakanir sé að ræða. „Ég er á móti hverskyns ofbeldi og finn til með þeim sem hafa orðið fyrir nauðgunum og kynferðisofbeldi. Eðlilegt er að berjast gegn ofbeldi og kynferðisbrotum og bæta kerfið okkar þannig að það hlúi sem best að þolendum. Ég vona að hófstillt fólk taki yfir þessa baráttu og skilji að það að saka fólk um eitthvað sem að það hefur ekki gert mun ekki hjálpa málstaðnum. Þegar baráttan er rekin af fólki sem nýtir það til að fá athygli eða fólki sem vill sjá blóð vinnst ekki neitt. Hverjar eru annars lausnirnar sem verið er að boða?“ Greinina í heild má lesa hér.
MeToo Samfélagsmiðlar Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Næturlíf Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03 Fyrsta meiðyrðamál Ingólfs á dagskrá dómstóla Fyrsta meiðyrðamálið, sem Ingólfur Þórarinsson hefur höfðað vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar, er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar næstkomandi. 5. janúar 2022 11:47 Ingó Veðurguð verður ekki með í uppsetningu Grease Ingólfur Þórarinsson mun ekki fara með hlutverk Danny Zuko í uppsetningu á söngleiknum Grease. Tónleikasýning á söngleiknum átti að fara fram í haust en hefur verið frestað til næsta árs. Þetta staðfestir Björgvin Þór Rúnarsson, einn framleiðandi tónleikanna, í samtali við Vísi. 26. ágúst 2021 19:24 Afbókaður víðast hvar og tekjutapið er verulegt Búið er að afbóka Ingólf Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að aflýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu vikurnar. 12. júlí 2021 13:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03
Fyrsta meiðyrðamál Ingólfs á dagskrá dómstóla Fyrsta meiðyrðamálið, sem Ingólfur Þórarinsson hefur höfðað vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar, er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur 18. janúar næstkomandi. 5. janúar 2022 11:47
Ingó Veðurguð verður ekki með í uppsetningu Grease Ingólfur Þórarinsson mun ekki fara með hlutverk Danny Zuko í uppsetningu á söngleiknum Grease. Tónleikasýning á söngleiknum átti að fara fram í haust en hefur verið frestað til næsta árs. Þetta staðfestir Björgvin Þór Rúnarsson, einn framleiðandi tónleikanna, í samtali við Vísi. 26. ágúst 2021 19:24
Afbókaður víðast hvar og tekjutapið er verulegt Búið er að afbóka Ingólf Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að aflýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu vikurnar. 12. júlí 2021 13:38