Danir drottna yfir handboltaheiminum Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2022 17:00 Niklas Landin og Sandra Toft voru best í heimi í handbolta á árinu 2021. Getty Danir eiga besta handboltafólkið og þjálfarana samkvæmt kjöri alþjóða handknattleikssambandsins vegna ársins 2021. Markverðirnir Niklas Landin og Sandra Toft voru valin bestu leikmenn heims á árinu 2021, og þjálfararnir Nikolaj Jacobsen og Jesper Jensen bestu þjálfararnir. Fimm voru tilnefnd í hverjum flokki og það var svo í höndum handboltaaðdáenda um allan heim að kjósa þau bestu. Danish domination The 2021 IHF World Players & Coaches of the Year are: Female player: Sandra Toft Male player: Niklas Landin Coach women's: Jesper Jensen Coach men's: Nikolaj JacobsenVotes came from 6 continental confederations https://t.co/vzdiQ8FBjp pic.twitter.com/94w4kGm07r— International Handball Federation (@ihf_info) March 28, 2022 Landin ver mark danska landsliðsins og Kiel í Þýskalandi. Hann er fyrsti handboltakarlinn til að vera valinn bestur tvö ár í röð en í fyrra var hann í lykilhlutverki þegar Danmörk varð heimsmeistari og vann silfur á Ólympíuleikunum, og valinn besti markvörður Meistaradeildar Evrópu. Sandra Toft er fyrsta danska handboltakonan til að vera valin best síðan Anja Anderson var valin árið 1997. Toft átti stóran þátt í að danska kvennalandsliðið næði í sín fyrstu verðlaun í átta ár, með því að vinna brons á HM þar sem hún varði 43% skota sem hún fékk á sig. Toft vann líka frönsku deildina með Brest Bretagne og komst með liðinu í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Nikolaj Jacobsen stýrði eins og fyrr segir Dönum til heimsmeistaratitils í handbolta karla og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum. Jesper Jensen stýrði kvennaliðinu til bronsverðlaunanna á HM en stýrði einnig liði Esbjerg í Danmörku sem fór ósigrað í gegnum fyrri hluta Meistaradeildar Evrópu fyrir áramót. Handbolti HM 2021 í handbolta Danmörk Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Markverðirnir Niklas Landin og Sandra Toft voru valin bestu leikmenn heims á árinu 2021, og þjálfararnir Nikolaj Jacobsen og Jesper Jensen bestu þjálfararnir. Fimm voru tilnefnd í hverjum flokki og það var svo í höndum handboltaaðdáenda um allan heim að kjósa þau bestu. Danish domination The 2021 IHF World Players & Coaches of the Year are: Female player: Sandra Toft Male player: Niklas Landin Coach women's: Jesper Jensen Coach men's: Nikolaj JacobsenVotes came from 6 continental confederations https://t.co/vzdiQ8FBjp pic.twitter.com/94w4kGm07r— International Handball Federation (@ihf_info) March 28, 2022 Landin ver mark danska landsliðsins og Kiel í Þýskalandi. Hann er fyrsti handboltakarlinn til að vera valinn bestur tvö ár í röð en í fyrra var hann í lykilhlutverki þegar Danmörk varð heimsmeistari og vann silfur á Ólympíuleikunum, og valinn besti markvörður Meistaradeildar Evrópu. Sandra Toft er fyrsta danska handboltakonan til að vera valin best síðan Anja Anderson var valin árið 1997. Toft átti stóran þátt í að danska kvennalandsliðið næði í sín fyrstu verðlaun í átta ár, með því að vinna brons á HM þar sem hún varði 43% skota sem hún fékk á sig. Toft vann líka frönsku deildina með Brest Bretagne og komst með liðinu í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Nikolaj Jacobsen stýrði eins og fyrr segir Dönum til heimsmeistaratitils í handbolta karla og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum. Jesper Jensen stýrði kvennaliðinu til bronsverðlaunanna á HM en stýrði einnig liði Esbjerg í Danmörku sem fór ósigrað í gegnum fyrri hluta Meistaradeildar Evrópu fyrir áramót.
Handbolti HM 2021 í handbolta Danmörk Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira