Bjartsýnn á að gömlu góðu tímarnir komi aftur á nýja heimavellinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2022 15:45 Sigurður Hrannar Björnsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, Jannik Pohl, nýr leikmaður Fram, og Jón Þórir Sveinsson, þjálfari liðsins. stöð 2 sport Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, kveðst ánægður með að hafa krækt í danska framherjann Jannik Pohl en segir að Frammarar þurfi að styrkja sig frekar fyrir átökin í Bestu deild karla. Þeir leika í fyrsta sinn í efstu deild í sumar eftir tæplega áratugar fjarveru. Pohl var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Safamýrinni í dag. Hann lék síðast með Horsens í heimalandinu. Hann hefur einnig leikið í hollensku úrvalsdeildinni. „Með þessari undirskrift erum við að styrkja liðið. Við erum að fá leikmann með mikla reynslu úr dönsku og hollensku úrvalsdeildunum. Við teljum að þetta sé klárlega góð styrking,“ sagði Jón í samtali við Guðjón Guðmundsson eftir blaðamannafundinn. Að sögn Jóns ætlar Fram að sækja fleiri leikmenn áður en tímabilið hefst. „Ég reikna með að við þurfum að bæta einhverjum leikmönnum við okkur. Við höfum verið að leita og reyna en markaðurinn er eins og hann er. Við höfum ekki endilega þurft að stækka hópinn, sem er nokkuð stór og þar var mikil samkeppni um stöður í fyrra, en við viljum bæta við okkur leikmönnum sem við teljum að séu af Bestu deildar gæðum,“ sagði Jón en Fram vann Lengjudeildina með miklum yfirburðum í fyrra og setti nýtt stigamet. Jón segir að Fram hafi gert fína hluti á félagaskiptamarkaðnum á síðustu árum og vonar að það haldi áfram. „Okkur hefur gengið nokkuð vel á þessum markaði undanfarin ár. Við höfum bætt við okkur á hverju ári og það hefur passað vel fyrir okkur, liðið og hópinn. Við höfum líka reynt að horfa til þess að þetta séu ekki bara leikmenn sem eru góðir í fótbolta heldur falli vel inn í umhverfið hérna,“ sagði Jón. Klippa: Viðtal við þjálfara Fram Fram stendur nú í flutningum upp í Úlfarsárdal og Jón segir að það verði mikil lyftistöng fyrir félagið. „Það sameinar félagið. Við erum búnir að vera á tveimur stöðum og það er erfitt. Við fáum þarna alvöru aðstöðu með flottum heimavelli. Það var reyndar gæfuspor fyrir okkur að spila í Safamýri en við fáum enn betri heimavöll með flottari umgjörð upp í Úlfarsárdal. Þannig að það er mikil tilhlökkun að byrja þar og reyna að fá fólkið í hverfinu á völlinn og gera það að Frömmurum,“ sagði Jón. Hann var lykilmaður hjá Fram á gullaldarárum félagsins á 9. áratug síðustu aldar. Jón segir að Fram geti komist aftur á þann stall. „Jájá, klárlega. Það mun gerast á næstu árum en tekur tíma. Við erum í uppbyggingarfasa og gerum ekki stórar og miklar breytingar fyrir þetta tímabil. Við þurfum að horfa aðeins lengra fram til að komast þangað en það er klárlega eitthvað sem félag eins og Fram á að stefna á,“ sagði Jón. Viðtalið við Jón má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Fram Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Pohl var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Safamýrinni í dag. Hann lék síðast með Horsens í heimalandinu. Hann hefur einnig leikið í hollensku úrvalsdeildinni. „Með þessari undirskrift erum við að styrkja liðið. Við erum að fá leikmann með mikla reynslu úr dönsku og hollensku úrvalsdeildunum. Við teljum að þetta sé klárlega góð styrking,“ sagði Jón í samtali við Guðjón Guðmundsson eftir blaðamannafundinn. Að sögn Jóns ætlar Fram að sækja fleiri leikmenn áður en tímabilið hefst. „Ég reikna með að við þurfum að bæta einhverjum leikmönnum við okkur. Við höfum verið að leita og reyna en markaðurinn er eins og hann er. Við höfum ekki endilega þurft að stækka hópinn, sem er nokkuð stór og þar var mikil samkeppni um stöður í fyrra, en við viljum bæta við okkur leikmönnum sem við teljum að séu af Bestu deildar gæðum,“ sagði Jón en Fram vann Lengjudeildina með miklum yfirburðum í fyrra og setti nýtt stigamet. Jón segir að Fram hafi gert fína hluti á félagaskiptamarkaðnum á síðustu árum og vonar að það haldi áfram. „Okkur hefur gengið nokkuð vel á þessum markaði undanfarin ár. Við höfum bætt við okkur á hverju ári og það hefur passað vel fyrir okkur, liðið og hópinn. Við höfum líka reynt að horfa til þess að þetta séu ekki bara leikmenn sem eru góðir í fótbolta heldur falli vel inn í umhverfið hérna,“ sagði Jón. Klippa: Viðtal við þjálfara Fram Fram stendur nú í flutningum upp í Úlfarsárdal og Jón segir að það verði mikil lyftistöng fyrir félagið. „Það sameinar félagið. Við erum búnir að vera á tveimur stöðum og það er erfitt. Við fáum þarna alvöru aðstöðu með flottum heimavelli. Það var reyndar gæfuspor fyrir okkur að spila í Safamýri en við fáum enn betri heimavöll með flottari umgjörð upp í Úlfarsárdal. Þannig að það er mikil tilhlökkun að byrja þar og reyna að fá fólkið í hverfinu á völlinn og gera það að Frömmurum,“ sagði Jón. Hann var lykilmaður hjá Fram á gullaldarárum félagsins á 9. áratug síðustu aldar. Jón segir að Fram geti komist aftur á þann stall. „Jájá, klárlega. Það mun gerast á næstu árum en tekur tíma. Við erum í uppbyggingarfasa og gerum ekki stórar og miklar breytingar fyrir þetta tímabil. Við þurfum að horfa aðeins lengra fram til að komast þangað en það er klárlega eitthvað sem félag eins og Fram á að stefna á,“ sagði Jón. Viðtalið við Jón má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Fram Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira